Englar fyrir Vildarengla.

Vildarbörn á leið í draumaferðina,  stórkostlegt.
Hvað er hægt að kalla fólk sem vinnur að heill barna
annað en, Engla fyrir Vildarengla.
Mér finnst það yndislegt að fólk sem hefur tíma til að
vinna með þeim börnum sem inn á sjúkrahús þurfa
að fara, því það er svo margt sem þarf að gera og vinna með.
Og er það nauðsynlegt að styðja við bakið á börnum og foreldrum
í þeim efnum, og það hefur hún Peggy Helgason svo sannarlega gert.

Hugsið ykkur börnin sem eru búin að kljást við sinn sjúkdóm lengi,
og líða illa daga, vikum, mánuðum og árum saman, og fá svo allt í einu
tækifæri til að fara í draumaferðina.
Það er engin sem skilur þá tilfinningu sem yfir barnið kemur,
en eitt vitum við að það er algjör hamingja.
                     Góða ferð elsku börn.
mbl.is 32 Vildarbörn á leið í draumaferðina með fjölskyldu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða ferð elsku vildarenglar.

Knús á þig Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 24.4.2008 kl. 16:06

2 identicon

Héðan úr Sandgerði fór vildarbarn til Florida með fjölskyldu sinni

það er hann Ástvaldur Bjarnason,og hefur örugglega verið

algjört æði 

GUÐRÚN GEIRSDÓTTIR (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðrún mín ég var ekki búin að frétta af því, en hann hefur sko alveg
notið þess í botn ef ég þekki hann rétt.
gaman að heyra í þér elskan, og með svona skemmtilegar fréttir.
Þú mátt líka segja mér fréttir af þér og þínum börnum.
                           Knús til þín Guðrún mín
                             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband