Fyrir svefninn.

Eins og ég sagði í morgun fórum við að Laugum í dag.
byrjuðum á því að háma í okkur, frábæra kynningu um skólann,
sem var að sjálfsögðu matreidd af kostgæfni ofan í okkar
sem kannski ekki gerðum okkur alveg grein fyrir því
í hverju þessi vinna væri fólgin, og þó.

Ætíð kemur það manni á óvart hvað þau eru gædd miklum
krafti, visku, víðsýni og þori  unga fólkið okkar,
þau eru bara yndisleg.
Ég hef víst sagt það áður að þessi skóli sé þróunarverkefni
og er hann byggður upp á opnu kerfi,
unga fólkið getur t.d. tekið sitt stúdentspróf á 2=5 árum
og námsáætlun er persónubundin, sem er frábært.

Vona að sú sem samdi þetta ljóð fyrirgefi mér, en ég má
til að birta ykkur það, það er bara flott.

                              Við erum eitt

                        Við erum eitt, við erum fleiri
                        Við erum öllum stöðum frá
                        Frá norðri og suðri, austri og vestri
                        Stolt við komum heiman frá.

                                  Við heyrum fréttir frá þessum
                                  stöðum.
                                  Um framkvæmdir hér og þar
                                  Stífla fyrir austan, olía fyrir vestan
                                  hvað gerist svo?

                        Stíflan brestur, fólkið drukknar.
                        Olían brennur, vistkerfið deyr.
                        Fólkið fer suður, Reykjavík springur.
                        Mmmm... Of mikið fólk.

                                  Við heyrum fréttir frá þessum
                                  stöðum.
                                  Glæpum fjölgar, fangelsin fyllast.
                                  Fólk fyllist örvæntingu
                                  um leið leggst kreppa yfir
                                  hvað gerist svo?

                        Það er ei hægt að gera meira
                        Sem gæti rústað lífinu hér.
                        Er til heimsenda kemur
                        bið ég að heilsa í
                             í næsta líf.

                            Höf.Anna Signý Magnúsdóttir.

Takk fyrir mig framhaldsskóli Lauga.

Gleðilegt sumar kæru vinir og hjartans þökk fyrir skemmtileg
samskipti á vetrinum.
                                             Góða nótt.Sleeping
                           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Gleðilegt sumar og takk fyrir góð kynni í vetur

Solla Guðjóns, 24.4.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Erna

Þú hefur greinilega notið dagsins Milla mín og ferð að sofa sæl og þreytt. Góða nótt

Erna, 24.4.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt sumar þetta hefur verið fróðlegur og skemmtilegur dagur knús inn í helgina Elskuleg og góða nótt

Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt elsku Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir allt elsku Milla frænka mín, góða nótt og gleðilegt sumar duglegust

Eva Benjamínsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:54

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn krúsidúllurnar mínar þið eruð bara frábærar.
Nú byrjar maður daginn á að fara í þjálfun, síðan kaffisopinn,
svo að leggja sig, maður verður að vera hress í dag og kvöld, þær
koma heim í dag eins og vanalega um helgar englarnir mínir á Laugum. Það er ætíð fjör um helgar, en svo fæ ég minna að sjá þær í sumar því þær fara að vinna á Fosshótelinu á Laugum, unnu á
foss hótelinu á Húsavík í fyrra.
Þær eru lánsamar að fá vinnu.
                         Eigið góðan dag
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.4.2008 kl. 07:04

7 identicon

Hef oft komið að Laugum.

það er svo Ofsalega fallegt þar

Það voru  Íþrótta og fjölskyldu skemmtun á 17.júní fyrir xxxxxx

árum  sem við fórum á  og svo vinnur eða  býr móðursystir  

 tengdadóttur minnar þar  .Kærleikskveðja.         

                               

Vallý (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband