Þjófur mjólkar kýr biskupsins.

Í nótt var framið innbrot í biskupsfjósið í Landakoti.
Fjósið var læst með hengilás, og hafði innbrotsþjófurinn
snúið í sundur lásinn og farið inn.
Fann hann þar allstóran mjólkurbrúsa, gerði sér litið fyrir,
settist undir fjórar beljur og þurrmjólkaði þær!
Stal hann síðan mjólkurbrúsanum og nytinni úr kúnum.

Þetta gerðist, og sagt er frá í öldinni okkar, 2/6 1938.

Manninum hefur náttúrlega vantað mjólk fyrir börnin sín,
ekki hefur verið til hvorki peningur eða matur handa þeim,
eða kannski hefur hann bara ætlað að selja mjólkina fyrir landa.
Við munum aldrei vita það.

Fyrir bara nokkrum árum varð ég vitni af því að kona nokkur
var að versla í verslun í Reykjavík,
er að kassanum kom var þetta eitthvað lítilæti sem hún var að kaupa,
en áður en hún fengi að borga það sem hún var með kom maður og
bað hana að fylgja sér á bakvið.
konan grét og sagði að hún ætti ekki fyrir mat handa börnunum sínum,
Hún var með undir jakkanum brauð og eitthvað viðbit.
Ekki veit ég hvernig þessu máli lyktaði, því ég flýtti mér bara út.

Þetta gerist 70 árum seinna en hin sagan, og ennþá er sama
vandamálið í gangi, FÁTÆKT!  FÁTÆKT! FÁTÆKT.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Því miður er þetta enn aðgerast.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Maður á ekki til orð, ein af ríkustu þjóðunum, er greinilega ein af sú nískustu líka.
Hvenær fer fólk að gera eitthvað í þessum málum, það er til margt um efnað fólk hér á landi, hvenær leggur það hinum lið sem á ekkert?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.4.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já sammála Hólmdísi.

Knús á þig Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.4.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður þessi saga þín er sönn, þau eru verst þessi sem eiga nóga peninga, mikið af þessu ríka fólki sem stelur, var alið upp í fátækt.

Allir hafa nú heyrt söguna af konunni sem stal kjúkling setti hann innan á sig, var hún í minkapels miklum og fínum, síðan steinleið yfir konuna út af kuldanum, og valt þá kjúklingurinn á gólfið.

Katla og Hólmdís þetta er enn að gerast.

Róslín mín það sem þjóðin þarf er réttlæti í launamálum og næga atvinnu, ekki neinar gjafir frá einhverjum ríkisbubbum.
                             Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2008 kl. 15:04

5 Smámynd: Tiger

  Æi já, það er ótrúlegt hvað sumir þurfa að lifa við mikla fátækt, og það hérna á Íslandi! Málið er að þeir ríku verða ætíð ríkari en þeir fátæku fátækari. Stjórnvöld ættu skilyrðislaust að fara að beita sér af meiri krafti í því að koma meira til móts við þá sem sárast búa við. Það ætti að hætta að sólunda miklum fjármunum í ferðalög, dagpening og bitla - fyrir stórríka ráðherra og fyrirmenni - og nýta slíkt fé í að gera eitthvað fyrir aldraða og öryrkja.

Þakka þér kærlega mín elskulegust Milla fyrir að líta við hjá systur minni og óska henni gleðilegs dags! Það gladdi hana mikið og ég var mjög glaður að sjá hve margir gátu gefið sér tíma til að gera það! Knús á þig ljúfan og eigðu yndislega helgi.

Tiger, 26.4.2008 kl. 15:18

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

heil og sæl!

við þekkjum sjálfsagt öll og eigum minningar frá barnæskunni um þá spennu sem fylgdi því að við sjálf og/eða leiksystkin okkar hnupluðum einhverju smálegu eða frömdum einhverja aðra óknytti, gera at í götunni, hryngja dyrabjöllum og hlaupa svo burt o.s.frv.

Af sumum eldist þessi spennuþörf ekki með tímanum og meiri þroska því miður og þá skiptir hagur viðkomandi í lífinu engu. Verstu tilfellin af slíku er greind sem sýki eða fíkn, fólk sækir stöðugt í þessa spennu og áhættu og spennu, þannig að þegar ve3rst lætur er ekki við það ráðið!

Er þetta eitt af fjölmörgum viðfangsefnum sálfræðinga til dæmis og þá snýst glíma þeirra oftar en ekki um að finna fíkninni eða áráttunni annan og heilbrigðari farveg, því ekki er alltaf hægt að eyða slíkum tilhneigingum svo glatt.

og svo er það hin eldgamla og vonda ára, Neyðin, systir og fylgifiskur Fátæktarinnar. Sem betur fer grípa ekki margir eða þurfa þess til slíkra örþrifaráða, en eins og þú segir frá eru og munu alltaf vera til einhverjir því miðir sem telja sig knúna til þjófnaða er allt annað virðist útilokað.

Fleiri hliðar á þjófnuðum eru svo líka til, andlega vanheilt fólk er oft sömuleiðis haldið áráttu til þjófnaða, man t.d. eftir eldri konu er hélt mikið til á Múlakaffi í Reykjavík fyrir um 30 árum eða svo og gerði sér til dæmis að leik er börn og unglingar voru að spila í kössum Rauða krossins að lauma hendi í auraskúffuna þegar viðkomandi var of upptekin við spilið.VArð sjálfur vitni af þessu hjá henni ásamt fleirum en höfðum sem betur fer vit á að aðhafast ekkert.Krónurnar heldur ekki margar sem vesalings konugreyið var að seilast eftir.

Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 17:43

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sorglegast er þegar að fólk fer að stela af illri nauðsyn, það er að segja vegna fátæktar, ég finn til með því fólki en þegar efnað fólk stelur þá er það eitthvað sem að ég fordæmi. 

Fáránlegasta saga sem ég hef heyrt var um vel efnaða konu úti á landi sem var að fara að gifta einkadóttir sína, hún stal rándýrum hnífapörum í búð plássins, hún náðist og hennar útskýring var að hún ætlaði að gefa dóttir sinni þetta í brúðargjöf. Þetta er sönn saga, það var systir mín sem var vitni að þjófnaðinum og lét vita.

Huld S. Ringsted, 26.4.2008 kl. 19:56

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Tiger minn það væri nær að byggja upp atvinnu fyrir þá sem egna vinnu hafa og hafa launin mannsæmandi í landinu.

það er ekkert að þakka míó, míó ef að maður getur glatt einhvern,
þá er það mér gleðiefni. þetta með tíman held að við höfum öll þann tíma sem við viljum hafa, en stundum missir maður af lestinni með hvað er að gerast, en það er líka allt í lagi.
Við getum ekki verið alsstaðar.
                       Kærleikskveðjur Tiger minn og auðvitað hefur
                       þú fengið kanilsnúða hjá systur þinni.
                                    Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2008 kl. 20:12

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn við berum líka ábyrgð, við samþykkjum allt sem t.d. verkalýðshreyfingin er að semja fyrir okkur, eins og það er nú æðislegt, við segjum bara já og amen og erum búin að gera í tuga ára. Við kjósum yfir okkur þessa rugludalla og leyfum þeim að vaða uppi í tuga ára líka, verst af öllu er að það er sama rassgatið undir þeim öllum.
                          Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2008 kl. 20:17

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt hjá þér Magnús Geir öll munum við eftir bernskubrekum okkar, gera at, og svo margt annað. Sumir því miður enda á verri braut en aðrir.
En ekki er það fallegt er móðir þarf að stela til að gefa börnunum sínum brauð, mér finnst það grátlegt, allar götur hefur það verið fyrir hendi, Fátæktin. ég er fædd 1942 og man vel er ég byrjaði í skóla og afar margir voru ekki með nesti í skólanum.
Gott komment hjá þér og takk fyrir innlitið.
                             Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2008 kl. 20:29

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld ég er sammála þér, ég vorkenni ekki ríku konunum sem stálu vegna nísku,  en margar voru þær konurnar hér áður og fyrr sem voru með vottorð upp á vasann um að þær væru með stelsýki og er það ekkert grín, eins og Magnús geir kemur inn á.
En þetta er vandræða ástand og verður að gera eitthvað róttækt til að hjálpa fólki frá glötun.
Við vitum að ef við höfum ekki atvinnu, fara börnin okkar ekki í framhaldsnám, þau verða félagslega illa stödd og svo margt annað sem kemur til.
                             Knús til þín Huld mín
                                Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2008 kl. 20:36

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín er ansi hrædd um það, ekki á það eftir að batna.
                                Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband