Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Tvær myndir á vegg.
27.4.2008 | 14:33
Hann stendur og starir á mynd af ungum dreng.
Úr augum drengsins má lesa sorg,
falda á bak við vonir og glæsta drauma.
Augu er horfa til stjarnanna,
augu sem endurspegla sál,
sál er flýgur hraðar og bjartar en sólin.
Andlit augna hans gneistar af hugrekki, orku og sakleysi.
Lífið er hann og hann er lífið.
Þar er einnig önnur mynd,
mynd af manni hörkunnar og grimmdarinnar.
Augun eru köld, dimm og tortryggin,
þau endurvarpa ótta í hjörtu þeirra sem í þau líta.
Hann ljómar af dulúð, krafti og deyjandi draumum.
Hann er dauðinn og dauðinn er hann.
Maðurinn starir á þessar tvær myndir og hugsar:
,, Svo ólíkar og samt svo líkar.
Ég er þeir báðir og samt er ég hvorugur.
Þeir voru ég og ég var þeir, en nú er ég annar.
Ég er þriðja myndin, ég er ný kynslóð af mér."
Hann glottir hæðinn á svip, gengur út á svalirnar,
lætur myrkrið umvefja sig, - og horfir til stjarnanna.
Arnoddur Magnús Valdimarsson.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Tíska : Fyrirsæti setur sig í stellingar
- Sjúkleiki Morgunblaðsins á sér fá mörk.
- Bill Gates: Vísindamaður? Bjargvættur? Eða bara ókjörinn heimsstjórnandi?
- Hver er svikaraflokkurinn?
- Heilsuspillandi loftmengun á Suðvesturlandi
- Hér er viljayfirlýsingin sjálf, undirrituð.
- Skjöldur Íslands og staðreyndir um samfélagið .
- HÚN ROÐNAR VÍST ÞEGAR HENNI VERÐUR ÞAÐ Á AÐ SEGJA SATT..........
- Utanríkisverslun Íslands við umheiminn
- Þingsályktun er ekki eilífðarvél!
- Saumað að utanríkisráðherra
- Hlunnindabréf, Óskabarn þjóðar.
- Hlutdræg lögregla á Akureyri
- Hefur þessi frétt birst í íslenskum fjölmiðlum?
- Merkimiðapólitík Viðreisnar grefur undan lýðræðislegri umræðu
Athugasemdir
Eitthvað svo rétt elsku Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 14:39
Tiger, 27.4.2008 kl. 16:47
Rosalega er þetta skilningsríkur texti. Ég skil þetta fullkomlega.
Knús til þín elsku Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 17:50
Þetta er svo mikið rétt Stína mín,
Hann Tiger túlkar þetta svo hugljúft eins og hans er vani, jú Tiger það er óhætt að tengja þessa sönnu sögu við lífið, því hún er lífið í þessu tilfelli.

Róslín mín, þú skilur þetta ég veit það.
Knús kveðjur til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2008 kl. 19:24
Þetta er svo fallegur texti, takk Milla mín, gott að fá svona speki og ég nýstaðin upp úr hengirúminu og get varla haldið augunum opnum. Það sækir eitthvað að mér, ég fer snemma í rúmið í kvöld. Vonandi var þetta einn dýrðardagurinn í viðbót við hina Milla mín...Ljós til þín elsku frænka
kv. eva
Eva Benjamínsdóttir, 27.4.2008 kl. 20:39
Sömuleiðis Eva frænka mín og ljós og kærleik til þín alla tið.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.