Fyrir svefninn.

Held áfram með samantekt þeirra systra á Laugum.
Þessar stelpur eru nefnilega tvennir tvíburar, gaman að því.

                                Galdra Loftur.

það ættu flest allir að kannast við Galdra-loft enda er hann víðfrægur
í þjóðsögum og bókmenntum. Hann var sá sem reyndi að særa
Gottskálk hins grimma upp úr kirkjugólfinu til að eignast Rauðskinnu
hans. Loftur Þorsteinsson hét drengur sem átti eftir að verða frægur
um gervalt Ísland fyrir galdrakunnáttu sína.
Ungur að árum dvaldist hann hjá galdramanninum Þormóði
í Gvendseyjum á Breiðafirði.
Árið 1720 þá hóf hann nám í Lærðaskólanum að Hólum þar sem hann
og nokkrir aðrir nemendur stunduðu kukl í laumi.

Hann fór eitt sinn heim um jólin til fjölskyldu sinnar og hitti þá mann
sem hét Þorleifur Skaftason og átti hann galdrabókina Gráskinnu.
Fór Loftur ekki frá honum fyrr en hann hafði lært allt sem stóð í
Gráskinnu. leitaði hann til allra þá fjölkunnugu manna sem hann fann
og lærði af þeim þar til hann var orðin lærðastur þeirra allra.

Er hann snéri aftur til Hóla þá var hann orðin all forn í skapi og ill
svo flest allir skólabræður hans voru hræddir við hann.
Tók hann sig á tal við dreng nokkurn sem hann vissi að væri
hugaður og tók hann með sér í kirkjuna um kvöldið og lét hann
standa uppi  í kirkjuturninum og vera tilbúin að hringja kirkjuklukkunum
þegar hann gæfi honum merki.
Særði Loftur hvern biskup og prest á fætur öðrum þangað til að
Gottskálk sjálfur kom upp úr kirkjugólfinu með rauða bók undir hendinni.
Særði hann nú sem mest hann mætti svo að Gottskálk mundi ekki
hverfa niður í gólfið aftur vegna þess að hann var sérstaklega
kraftmikill. Brátt rétti Gottskálk honum bókina þótt að það væri honum
þvert um geð og bjóst Loftur við að taka við henni.
Hann var ekki komin lengra en hann var búin að taka um eitt hornið
á bókinni þegar drengurinn hringir klukkunum og Gottskálk og hinir
prestarnir sökkva aftur niður í gólfið með bókina með sér.

Var sagt að eftir þetta hafi Loftur verið sturlaður og ekki mátti hann
vera einn í herbergi og varð hann alltaf að hafa ljós á sér í myrkri.
Ekki lifði hann lengi eftir þetta en á sunnudag á miðföstu þá rann
upp dauðadagur hans þá leitaði hann til prests sem hann hafði leitað
hælis hjá og bað hann að láta sig hafa guðlegt andlát.
Gerði prestur það sem hann bað um en þurfti að sinna andláti
annars manns fyrr um daginn svo að Loftur þurfti að bíða.

Er prestur var farinn þá steig Loftur upp úr rekkju sinni og gekk út.
fann hann þar bónda sem hafði verið að róa og biður hann um bátinn hans.
Rær nú Loftur út á miðin og er ekki komin langt fyrr en bóndi sér
risastóra hönd koma upp úr hafinu og hrifsa Loft niður í hafið.
Ekki hefur spurst til hans eftir það.

                                          Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín

Erna, 6.5.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk og góða nótt elsku Milla. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: M

Góða nótt og ljúfa drauma.

M, 6.5.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Góða nótt Milla, eigðu ljúfa drauma

Erna Friðriksdóttir, 6.5.2008 kl. 22:56

5 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt milla mín

Brynja skordal, 7.5.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband