Þungbært segir biskup.

Já það eru víst orð að sönnu, að mínu mati fyrir þær stúlkur
sem urðu fyrir þessari vanvirðingu innan kirkjunnar.

Biskup telur náttúrulega að þungbært sé fyrir kirkjuna að þurfa
að takast á við svona óþægilegan gjörning sem kynferðisáreiti er.
Sér í lagi vegna þess að það er búið að ýta gjörningnum upp á borð
þeir geta ekki falið hann.

Ég veit að fólk er orðið það meðvitað um að eigi ber að þagga niður
ósóma þennan, og hann er ekki bara þarna, heldur út um allt.
Og fólk sér til þess að eigi geti neinn þaggað niður svona mál lengur.

Stöndum saman, höfum eyru og augu opin, og látum vita, "EF".
Megi alheimskrafturinn vernda alla sem lenda í ofbeldi
hverju nafni sem það nefnist.
                            
mbl.is Biskup: „Afar þungbært“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg með ólíkindum að kirkjan skuli komast upp með það brjóta lög í landinu með starfsemi þessa fagráðs. Þeir brjóta 16. og 17. gr. barnaverndarlaga og ættu að skammast sín til að loka þessu fagráði eins og skot. Svo undrar mig að fullorðið fólk skuli yfir höfuð finna sig knúið til að láta þessa kufla ljúga að sér að það sé einhver geymgaldrakarl sem stjórni öllu hér á jörðinni. Fólk á að segja sig úr þessum söfnuði sem og öllum öðrum trúarsöfnuðum.

Valsól (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband