Er nú ekki hissa.

Fyrir allmörgum árum síðan var talað um að Suðurnesin
væru með hæðstu tíðni veikinda í landinu,
það meira að segja alvarleg veikindi eins og krabbamein.
Talið var þá að um væri að kenna öllu sem þar í jörðu lægi,
rafkaplar og allskonar tengingar, svo ég tali nú ekki um
alla mengunina í jarðveginum.
Ekki tel ég þetta vera fjarstæðu.

Í dag er ekki verandi í miðbæ Keflavíkur um helgar fyrir
leiðindauppákomum, árásum á fólk bæði á götum úti
og inni á heimilum fólks.

Gæti þetta verið rafmagninu að kenna, ef svo er mundi ég
í þeirra sporum ekkert vera að hafa fyrir því að bæta við
rafmagni í jörð.
Nei þetta eru nú bara svona hugleiðingar, mér er nú vel við
staðinn, bjó þarna í 27 ár.
                                Góðar stundir.
mbl.is Slagsmál og ólæti í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð vangavelta, var einmitt að hugsa um þetta hvað það loðir við þennan bæ þessi slagsmál sem virðast alltaf koma þarna upp annað slagið.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í mínum huga er það ekki spurning að rafmagn hefur slæm áhrif á manneksjuna.  Kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Brynja skordal

já spurning sko með þetta en var einu sinni að skemmta mér þarna með fólki og var bara drullu hrædd á heimleið við öll lætin sem þarna voru ríg hélt í bóndan minn æ ekki fyrir mig takk forðast svona samkomur hafðu ljúfan dag Elskuleg

Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já, þetta hef ég ekki heyrt áður.
En fyrst þú bjóst í Keflavík? svona lengi, gætirðu kannast við Einar og Öddu á Brekkubrautinni?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.5.2008 kl. 11:46

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Róslín mín ég bjó reyndar í Sandgerði, en gæti kannast við þau ef ég sæi þau.
                     Knús í daginn
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 12:00

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessaður Andri Örn Víðisson, takk fyrir að líta augum mína síðu,
heimboðið til Reykjanesbæjar er tekið vel í, og gaman væri að hitta þig einhvertímann, en þar sem sonur minn býr í hinu nýja tískuúthverfi innri Njarðvík hef ég aðsetur er ég kem suður,
en ég bý við Skjálfandaflóann, nánar til tekið á Húsavík.

Lögregluna þekki ég hafandi verið í barnaverndarnefnd í 8 ár í Sandgerði, síðan vinnandi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá opnun hennar til 1993.
Tel ég nú lögregluna bara ágæta allavega var hún það.

Tel ég að þó bærinn nefnist í dag Reykjanesbær þá munu gömlu góðu nöfnin haldast við þá staði er við á.

Hafandi verið í Keflavík í heimsóknum síðan ég man eftir mér,
og ætíð í miðbænum þá mun ég aldrei geta kallað þetta öðru nafni en Keflavík.

Hér áður og fyrr var aldrei talað um miðbæ, bærinn var nú ekki svo stór, en þá var Hafnargatan glæsileg og er hún að færast aftur í það horf. Hef nú bloggað oft um það hvað ég sé stolt af uppbyggingu
og framkvæmdum hjá ykkur þarna suðurfrá.

Þú ert velkomin í kaffi til mín ef þið komið norður, er yfirleitt ætíð heima.

                          Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 12:29

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur svona var þetta í flestum stöðum kringum landið og gerist enn. þú hefur ekki skilið háðið Ásdís mín.
Man eftir því er ég fluttist til þórshafnar á Langanesi 1962,
hafandi aldrei farið á sveitaball, algjörlega ofvernduð dekurrófa frá Reykjavík. Fékk bara menningarsjokk, það voru slagsmálin út og suður við minnsta tækifæri, og ennþá er þetta að gerast.
þroskumst við aldrei, trúlega ekki.
                         Knús til ykkar
                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 12:37

8 identicon

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/18/telur_sig_vita_hverjir_stodu_a_bak_vid_arasirnar/

Afhverju bloggar þú ekki við þetta hérna? Get ekki betur séð en að þarna eru læti innandyra sem utandyra - líkt og í Keflavík. Það sem er ólíkt er að vísu að þarna stökkva nokkrir menn úr bifreið, til þess eins að lúmskra á mönnum.

Er Keflavík einhverju verra en Reykjavík, Selfoss, Akureyri, Vestmanneyjar, Ísafirði? Er bara slegist í Keflavík?

Ekki vera að mismuna bæjarfélögunum.

Ath: Er ekki staðsettur á Suðurnesjunum en vildi bara koma þessu á framfæri

Gunnar J. Óskarsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 13:37

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jæja Gunnar J. Óskarsson, engin síða engin mynd og ekki neitt til að kennimerkja þig, þú getur nú heitið hverju nafni sem er.

Þú hefur ekki gefið þér tíma til að lesa kommentin hér að ofan.
var nú bara að blogga um þessa frétt, "núna"
Nei keflavík er ekkert betri eða verri en aðrir staðir, en hann er slæmur.
Svo skalt þú góurinn ekki segja mér hvort ég sé að mismuna einhverjum eða ekki því þú getur ekki bloggað um allt í einu.
Ef þú kemur hér inn aftur þá skalt þú lesa hér af ofan,
þá munt þú skilja betur að ég er ekki að setja út á eða mismuna
þessum bæ sem ég er nú búin að þekkja síðan ég man eftir mér.
varstu annars að vakna?.
                          Eigðu góðan sunnudag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 14:10

10 identicon

Hef alla mína ævi átt heima í Reykjanesbæ og kíki niður í bæ um helgar, aldrei, aldrei hef ég orðið vitni af slagsmálum eða vandamálum. Þetta er mest allt á milli tannanna á fólki og það er alveg óhætt að rölta um í miðbænum og einn heim. Allavega hef ég og aðrir ekki áhyggjur, utanbæjarfólk þ.e.a.s fólk sem ekki býr hér þekkir ekki bæinn en nýtur þess að lesa um þetta og smjatta á þessu :) hehe..... En svo sem ágætis pæling með rafmagnið! heee :)

Þóra (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 14:26

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er nú ekkert að smjatta á þessu þóra mín og tel mig nú eiginlega ekki vera utanbæjar.
hefurðu heyrt þetta með rafmagnið?.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 14:32

12 identicon

Bjó þarna sjálfur í 25 ár  , oft bölvuð ólæti og virðist vera einhver óagi yfir keflvíkingum, mörgum hverjum.

En blaðamenn eru líka duglegir við að birta fréttir frá Keflavík , kannski duglegri við það en um önnur sveitafélög um helgarviðburði 

jonas (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 17:33

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki er ég nú sammála þér að það sé meiri óhagi yfir Keflvíkingum en öðrum mönnum.
Suðurnesja menn eru stoltir og duglegir menn,
margir þeirra eru aðfluttar ættir sem hafa trúlega þurft að hafa fyrir því að aðlagast.
Ég fluttist til Sandgerðis 1965 og þá voru uppgrip mikil, fiskurinn flóði út úr stíunum og vertíðarhúsnæði yfirfull af fólki, þá var sko gaman að vera til, en sjaldan man ég eftir því að handtaka þyrfti menn,
mál voru bara sætt á staðnum.
Vonum bara að allir taki sig á.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 19:14

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Magga þetta er engin metingur hjá mér, mundir þú vilja lesa kommentin mín hér að ofan þá skilur þú að ég er ekki að metast.

Ég var ekki vör við nein læti á Húsavík um helgina enda sef ég ætíð eins og engill allar nætur.
                                          Kveðja til þín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2008 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.