Fyrir svefninn.

Maður er nú ekki alveg normal á stundum, haldið ekki að
við höfum farið á Akureyri í þessum hita.
Dóra mín hringdi, henni vantaði að komast til að versla,
Við drifum okkur að sjálfsögðu,
gerir maður ekki allt fyrir þessi börn sín? en þetta var alveg ágætis ferð.
Það var farið í allar búðirnar sem eitthvað er varið í, síðan út að borða,
þau fóru á Nings, ekki ég var úti í bíl á meðan borða ekki þetta óæti á Nings
allt annar en í Reykjavík, en ekki var ég illa haldin því við fórum og
fengum okkur kaffi og brauð á Bakaríinu við brúnna.
Það er sko staðurinn sama hvað maður fær sér allt gott og
þjónustan frábær, og afar ódýrt.
Við erum bara nýkomin heim, ég orðin svöng, en hér fáið þið smá.

Guðni Guðmundsson var að kenna í kvennabekk í Menntaskólanum.
Í byrjun tímans höfðu stúlkurnar hellt vatni í setuna á kennarastólnum.
Guðni skeytti því engu og kenndi út tímann,
en þegar hann stóð upp, sagði hann:
,, Ég ætla að biðja ykkur, stúlkur,
að vera ekkert að setjast í kennarastólinn í frímínutum."

Guðjón bóndi var giftur auðugs stórbónda, en búnaðist illa.
meðal annars var baðstofan hans komin að því að hrynja.
Tengdafaðir hans bygði nú hús yfir hann, lagði til allt efni,
tvo smiði og nokkra verkamenn.
Guðjón var að skýra nágranna sínum frá þessu
og bætti svo við gremjulega:
,, Og hann borgar öllum kaup nema mér."
                                    Góða nótt.Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Bara ef það væri svona einfalt fyrir mig að skjótast á Akureyri... ég fer þangað einhverntíma, kannski núna eftir 4 ár, maður veit aldrei!
Ég er líka svöng!
Góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.5.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góða nótt og dreymi þig góða drauma!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.5.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur yfir til þín elsku Milla mínsofðu rótt elskuleg og megi Guðsenglar yfir þér vakaknús knús og þúsund kossar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2008 kl. 23:09

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða nótt darling

Heiða Þórðar, 27.5.2008 kl. 23:48

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 01:51

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skjóðurnar mínar, þið eruð bara bestar.

Sko Vally ekkert lygga lygga lá, þótt þið fáið sól þá er aldrei logn
hjá ykkur Ö HÖ, en ég mundi svo sem alveg vilja skipta því ég vill hafa rok og sól.

Silla mín O,K. þið hafið náttúrlega hagað ykkur svona í MR.
Jeremías varstu svona mikill villingur? ROTFL

Gréta mín hefði betur komið í kaffi til þín

Knús kveðjur til ykkar allra og takk fyrir ævilega hlýjar
 Love You A Ton  kveðjur.

Milla.

 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband