Fyrir svefninn.
29.5.2008 | 22:34
Kæru vinir þessi dagur er búin að vera óvenjulegur,
Alltaf er maður að hugsa og skrifa um náttúruhamfarir,
hvort sem það er hér heima eða erlendis.
Enn svo gerist það eins og svo oft áður án þess að maður
sé að huga að því, í þetta sinn voru það jarðskjálftar.
En guði sé lof og dýrð, það dó engin frá okkur í þetta sinn.
Ég vildi.
Ég vildi gjarnan geta hjálpað öllum
og gefið þeim sem lítið eiga til,
hvern veikan bróður varið þyngstum föllum
og veitt þeim skjól er þurfa ljós og yl.
Ég vildi geta vermt hvert kalið hjarta
og vökvað blóm er þurrkur sverfur að,
og burtu hrakið hryggðarmyrkrið svarta
svo hvergi neinn það ætti samastað.
Ég vildi líka gera gott úr illu,
og greiða brautir þess er villtur fer
og hjálpað þeim sem vaða í syndavillu,
sem vita ei hvaða stefna réttust er.
Á göngu lífs ég löngu er vegamóður
og lítils er að vænta því af mér.
Með hjálp og aðstoð þinni, guð minn góður,
ég get þó margt ef viljinn nógur er.
Ég mun biðja fyrir því að rólegan
svefn þið fáið í nótt.
Góða nótt.
Athugasemdir
Fallegt ljóð! Góða nótt Milla mín
Huld S. Ringsted, 29.5.2008 kl. 22:42
Góða nótt mín kæra Milla
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.5.2008 kl. 22:50
http://ziza.es/2008/05/27/6.html
Góða nótt.
Heidi Strand, 29.5.2008 kl. 22:50
Góða nótt, Milla mín og takk fyrir þetta yndislega ljóð!
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 23:12
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 29.5.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.