Fyrir svefninn.
1.6.2008 | 20:54
Maður nokkur sem átti vakt um borð í skipinu Straumey,
sem var á síldveiðum á Grímseyjarsundi,
þetta var um nótt, gerðist lýrískur.
Ljúflega líður um hafið
lognaldan vöggumjúk,
og svolítill sólrauður hnoðri
sefuð á Illviðrahnjúk.
Áfjöllunum Köldukinnar
kvikandi leikur glóð,
og sunnan við þau er sýsla,
sem sumum finnst výsna góð.
Þar búa þingeyingar,
sem þæfðu best forðum tíð,
yfirleitt góðrar ættar,
einkum frá Reykjahlíð.
Grímsey í ljómanum liftist
líktog hún ætli á flakk.
Hann sér þar um sálnanna velferð,
hann séra Róbert Jack.
Svo langt sem augað eygir
er allt jafn spegiltært.
Í lúkarnum saklausra svefni
sofa strákarnir vært.
Hér afa djúpann dísir
djásn sín á borðið lagt.
Það er ekki amalegt núna
að eiga næturvakt.
Úr bókinni Sjór og menn eftir Jónas Árnason.
Góða nótt.
Athugasemdir
það gleður hjarta mitt að lesa þetta. Knús og GN
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 20:58
Yndislega fallegt ljóð. Takk fyrir þessi notalegheit fyrir svefninn.
Vona að þú eigir góða nótt og góða viku framundan, Milla mín.
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:02
Vel við hæfi að ljúka Sjómannadeginum með þessu kvæði Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 23:21
Góða nótt mín elskulega Milla
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.6.2008 kl. 23:26
Já, Sjómannadagurinn var alltaf einn af mínum uppáhaldsdögum og flott hjá þér að kitla minningarnar með þessu ljóði Milla góða frænka mín.
Góða nótt og takk fyrir mig
Eva Benjamínsdóttir, 2.6.2008 kl. 00:25
Góðan daginn skjóðurnar mínar, með hverju ætlið þið að fylla þær í dag, ef ekki gleðinni yfir góðum degi og sól í heiði.
Knús til ykkar allra.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.6.2008 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.