Fyrir svefninn. Ástandsmálin 1941.

                               ,, Ástandsmálin":

Hundruð reykvískra kvenna hafa mök við setuliðsmenn
                Fjöldi stúlkubarna á glapstigum.


27/8 1941. Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um
,,ástandsmálin" svonefndu, en svo eru nefnd samskipti íslenskra
kvenna og erlendra setuliðsmanna.
hafa þau samskipti verið mikil allt frá byrjun, en virðast þó færast í vöxt.

Hinn 11. júní s.l. ritaði landlæknir bréf til dómsmálaráðuneytisins. Fjallaði
það um ,,saurlifnað í reykjavík og stúlkubörn á glapstigum".
segir þar meðal annars, að athuganir þær, sem lögreglan í Reykjavík hefur
látið framkvæma, hafi ,, flett ofan af svo geigvænlegum staðreyndum um
þessi mál, að ekki má kyrrt vera. Er það sök fyrir sig, að hér er nú vitað um
kvenfólk í tugatali á allra lægsta þrepi skækjulifnaðar...Hitt er viðbjóðslegast,
ef niðurstöður lögreglunnar eru á rökum reistar, að ólifnaður stúlkubarna á
aldrinum 12=16 ára og jafnvel yngri sé svo almennur orðin og breiðist svo ört út,
að ekkert heimili frá hinum aumustu til hinna best settu geti talið sig örugg öllu lengur
.

                                   ,, Ástandsnefndin".

Hinn 29/7 skipaði dómsmálaráðherra þriggja manna nefnd til að rannsaka þessi mál
og gera tillögur til bóta. Í nefndina voru skipaðir Benedikt Tómasson landlæknir,
dr, Broddi Jóhannesson uppeldisfræðingur og séra Sigurbjörn Einarsson.
nefndin hefur nú starfað í einn mánuð og sendir í dag frá sér skýrslu um siðferðismálin.
Þar er frá því greint, að lögreglan í Reykjavík hafi nú skrásett nöfn um 500 hundruð kvenna,
sem hún telur að hafi mjög náin afskipti af setuliðinu.
Konur þessar eru á aldrinum 12--61 árs, þar af a.m.k. 150 17 ára og yngri.
Síðan segir orðrétt: ,, Ávegum þessara kvenna eru, svo vitað er, 255 börn, en full
ástæða er til að ætla, að tala þeirra sé allmiklu hærri. Mæður eru 129.
Af þessum tölum verður ljóst, þvílíkur fjöldi barna elst upp við óhæf kjör,
og þarf engum getum að því að leiða, hvers konar þegnar þau munu reynast
.
Af konum þessum eru allmargar heimilislausar.
Það sem hlýtur að vekja langmesta athygli við lestur þessara skýrslu,
er hinn mikli fjöldi stúlkubarna. Hæstur er aldursflokkurinn 15--17 ára,
og stúlkubörn frá 12--14 ára eru fleiri en konur frá 24--26 ára.

Að áliti lögreglustjórans í Reykjavík eru þessar konur aðeins lítill hluti
þeirra kvenna, sem líkt er ástatt um. telur hann að lögreglan hafi ekki
haft tækifæri til að safna heimildum nema um 20% allra reykvískra kvenna,
sem umgangast setuliðið meira og minna.

                  Mótmæli setuliðsstjórnarinnar.

5/10 Yfirforingi breska hersins á Íslandi hefur nú borið fram mótmæli út af
hinni opinberu skýrslu ,,Ástandsnefndarinnar" um samskipti íslenskra kvenna
og setuliðsins. hann hefur afhent blöðunum yfirlýsingu , þar sem hann kveðst
hafa látið fara fram fara rannsókn á skýrslunni og véfengir hana í ýmsum atriðum.
Segir í yfirlýsingu þessari, að bresk hernaðaryfirvöld geti ,, ekki samþykkt réttmæti
ummæla þeirra um ástandið sem felist í skýrslu ,, ástandsnefndarinnar" um að
saurlifnaður hafi mjög farið í vöxt á Íslandi vegna setuliðsins."
Er að lokum komist að þeirri niðurstöðu, að siðferðisástandið hafi batnað til
muna við komu setuliðsins.

11/10. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur nú svarað þeirri gagnrýni á störf
lögreglunnar og ,,ástandsnefndarinnar" sem fram kom í yfirlýsingu
yfirforingja breska setuliðsins og fylgiskjölum er birt með henni.
kemst hann að þeirri niðurstöðu, að yfirlýsing þessi sé full af
tilhæfulausum fullyrðingum og rökvillum.

Margt er nú rætt og ritað um ástandsmálin og hugsanlegar leiðir til
úrbóta. Sýnist sitt hverjum, eins og oft vill verða.

Gaman væri að fá komment um hvað ykkur finnst um þessi skrif,
þau eru tekin upp úr Öldinni Okkar.
                                Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þetta er merkileg lesning.  Takk fyrir komment hjá mér, gaman að heyra hvað það er mikið líf í öllu, mér finnst oft þegar ég hugsa um æsku mína að ég hafi haft allt til alls og liðið dásamlega. Góða nótt elsku Milla mín og ég vona að heislan sé þokkaleg í dag. 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ætli það væri nú ekki að bera í bakkafullan lækinn að tjá sig um "Ástandið" svokallaða, þar sem þetta var fyrir minn tíma og einungis hægt að styðjast við "sögusagnir".

Mér finnst þetta fróðleg lesning og velti því fyrir mér hvernig 3ja manna "ástandsnefndin" gat fært sönnur á "náin samskipti" 500 kvenna við setuliðið.

"Það er draumur að vera með dáta", var sungið og sumar hafa eflaust prófað það og átt drauma um betra líf..............

Sigrún Jónsdóttir, 8.6.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Athyglisverð lesning. Mér hefur alltaf fundist fyndið að þetta skildi hafa verið kallað "ástand" ætli það orð hafi verið búið til úr öfund íslensku kallanna?

Knús á þig Milla mín

Huld S. Ringsted, 8.6.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Erna

Ég bara missti alveg af þessu tímabili  En þetta var fróðleg lesning og ég tek undir orð Sigrúnar hér framar, hvernig í ósköpunum gat þessi þriggja manna nefnd fært þessar sönnur? Það hefur alla vega verið nóg að gera hjá þeim, þau hljóta að hafa þurft að vera úti allar nætur til að fylgjast með. Og hvaða úrbætur lögðu þau til? Útivistarbann á allar konur? Skirlífsbelti? Klaustur?              Góða nótt Milla mín                      

Erna, 9.6.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo sammála Huld. kús inní nóttina.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.6.2008 kl. 00:25

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég kem oft hingað til þín og haft gaman af, en hef aldrei gert vart við mig áður.

Mig langar að þakka þér fyrir heimsóknina og stuðninginn á mínu bloggi. Vonandi berum við gæfu til þess að skila landinu af okkur í góðu ástandi til afkomenda okkar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 00:53

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín við höfðum allt til alls því við þurftum að hafa fyrir því börnin að skapa okkar leiki og það var alltaf svo gaman hjá okkur, þú á Húsavík og ég í Reykjavík. Heilsan er ágæt takk.
                       Knús til þín
                        milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2008 kl. 07:46

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Sigrún mín það er að bera í bakkafullan lækinn, en þú kemur samt með eitt sem er afar athyglisvert, störf lögreglunnar, þrír menn í mánuð unnu það þrekvirki að draga 500 hundruð konur niður í skítinn.
Í dag mundi eitt ár ekki duga til þess.
Það er allt í sambandi við dóms og laga kerfi svo hægfara í dag,
eða voru þetta einhverjir ofurmenn 1941, held ekki.
En hvað getum við munað, fyrir okkar tíð.
                     Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2008 kl. 07:53

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý, virkilega eru þær á fullu að læra frönsku?
Þær þurftu ekki að læra ensku hér áður og fyrr, þetta var allt gert í þögninni, annars erum við svo vel menntuð nú til dags, allir kunna jú ensku
                       KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2008 kl. 08:00

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld það mun trúlega vera rétt hjá þér, ekki voru það kvennmenn sem stjórnuðu í þá daga.
                             KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2008 kl. 08:02

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kurr mín við erum allar of ungar til að muna eftir þessum tíma þó maður muni er herinn var á Miðnesheiði.
Takk fyrir að senda mér hjarta í þessum lit.
Heilsan er til friðs núna.
KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2008 kl. 08:06

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín ætli þeir hafi nokkuð komið með úrbætur fyrir hið lægsta þrep skækjulifnaðar, eins og þeir sögðu sjálfir frá,
þá hefðu þeir ekki geta notið þeirra sjálfir,
mörg voru skrímslin í þá daga  og konur voru afar fátækar,
þeir kunnu að nýta sér það.
                               KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2008 kl. 08:14

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Katla mín.Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2008 kl. 08:14

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lára hanna vonandi ber okkur gæfu til þess, allavega er nauðsynlegt að ala þau upp í virðingu fyrir landinu sínu.

Vonandi að það sé hægt að leysa öll mál svo vel fari í alla.
                        takk fyrir innlitið
                          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.6.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband