Samskipti og orðalag.
23.6.2008 | 07:10
Hef oft leitt hugann að, og fylgst með samskiptum og
því orðalagi sem sumt fólk notar á aðra.
Sumir eru yfir aðra hafnir, það er að segja, þeir halda sig á
einhverju fyrirfram ákveðnu plani um samskiptahegðun og
orðalag við allt fólk sem það vill vita af.
Þeir eru ætíð góðir með bros á vör, segja aldrei ljótt orð,
ætíð einlægir í sinni sannfæringu um að þeir hafi rétt fyrir
í einu og öllu, ef einhver ekki sannfærist um þeirra skoðanir
þá er brosað, og sagt, en þetta er svona eins og ég segi,
eða bara labbað í burtu og ekki talað meir um það.
Er þeir labba svona í burtu, er það veikleikamerki að mínu mati.
Að brosa yfirlætislega við fólki er andlegt ofbeldi, vegna þess að
þeir sem gera svona sætta sig ekki við annað en að allir lúti
þeirra skoðun.
Skoðanir fólks eru misjafnar, og öllum ber að virða skoðanir hvors
annars, en þeir sem hafa þessi samskiptaform, sem um ræðir,
hafa bara eina skoðun í farteskinu, og það er þeirra skoðun
hverju sinni.
Þeir meira að segja, leggja sig í líma klukkustundunum saman
til að koma fólki í skilning um að þeirra skoðun sé rétt.
Það versta við svona fólk er að það elur börnin sín upp í að
hlusta og meta sjálft allt sem gerist í kringum þau,
Þau eiga að vera nógu þroskuð til að skilgreina sjálf það sem
gerist. Ekki tel ég það nú vera skynsamlegt, börn eru jú bara
börn og það verður að útskýra fyrir þeim hina ýmsu hluti.
Þau börn sem alast upp við svona samskipti verða ætíð
einmanna, því það er ekkert annað barn sem skilur það,
Þau fá í rauninni aldrei að vera bara börn.
Málið er það að engin getur haldið þessu striki, nema að
ekkert víðsýni sé til í hugum þeirra, og auðvitað er það þannig,
því fólk með almenna skynsemi og víðsýni, þó það væri ekki
annað en, bara aðeins út fyrir sinn ramma,
mundi ekki nota þennan samskiptamáta.
Það versta er að þeir kenna ætíð öðrum um sínar ófarir,
Já ég sagði ófarir, því það gerist þegar þeir eru komnir í þrot,
einhver er yfirsterkari þeim og þeir hafa ekki fleiri rök á takteinunum.
Og því miður þá lagast þetta aldrei, því þeir eru haldnir þeim fjanda að
beita fólk andlegu og jafnvel líkamlegu ofbeldi.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Trusu gódur pistill hjá tér snúllan mín.Tad er ótrúlegt ad madur skuli akkurat tekkja svona manneskjur...Tó madur velji svona sídar ad vera ekki í návist teirra.
Ég er svo heppin med mína samferdarmenn í dag...tad eru teir sem ég hef sjálf valid.Hinu ruslinu hendi ég
kv frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 23.6.2008 kl. 07:21
Snilldarpistill Milla og svo rétt og satt
Kveðja úr sveitinni
Ía Jóhannsdóttir, 23.6.2008 kl. 07:33
Gott hjá þér nafna mín í Jyderup, maður hendir bara ruslinu,
en stundum er það erfitt, en maður getur útilokað það.
Takk Ía mín, kveðja í sveitina.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 07:57
Góðan daginn Milla mín. Þú ert nú bara að lysa persónu sem ég hafði með að gera í fjölda mörg ár, góður pistill samt.
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 08:13
Stína mín þær eru afar margar þesser persónur, og verða meðan við leifum þeim að vaða uppi.
Knús á þig skjóðan mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 08:21
Mjög mjög góður pistill.
Þekki og svona persónu og hef lent illilega í því.....Alger einstefna þar á ferð og það sem verra er rígmontinn karakter sem hikar ekki við að kalla fólk bján fífl og allt sem útúr því kemur dellu.........og satt er það að börn læra það sem fyrir þeim er haft.
Í dag horfi ég í gegnum þessa persónu eins hann sé ekki til.....þegar hann reynir að smæla til mín og vinka eins og ekkert hafi ó skorist...
Knús á þig kellan mín
Solla Guðjóns, 23.6.2008 kl. 10:40
Góðan daginn krúsa mín Góður pistill, tek undir hvert orð!
hafið það gott í dag...
Rannveig Þorvaldsdóttir, 23.6.2008 kl. 10:45
Góður pistill sem sýnir vel hvernig andlegt ofbeldi og yfirlæti getur byrst.
Dísa Dóra, 23.6.2008 kl. 10:48
Mjög góður pistill og tek undir allt sem þú ert að tala um.
Eigðu góðan dag Milla mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2008 kl. 11:09
Flottur pistill hjá þér Milla mín. Ég , eins og flestir hef haft svona fólk í kringum mig en reynt að umgangast sem minnst.
Hafðu það gott í dag.
Anna Guðný , 23.6.2008 kl. 12:06
Mjög góð færsla Milla mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.6.2008 kl. 12:29
Flott hjá þér Solla mín, maður nefnilega þurrkar út svona fólk.
Við höfum ekkert með þá að gera.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 12:53
Rannveig mín takk, við erum reyndar ansi oft sammálaMilla
Langbrókin mín, takk fyrir, ertu farin að steikja lundann í gambra
og hvað var það nú annars?Milla
Dísa Dóra það er rétt hjá þér en þarft að tala um þetta annars lagið
það eru svo margir sem vita þetta ekki.Milla
Katla mín njóttu dagsinsMilla.
Anna Guðný, við verðum að reyna að forðast svona fólkMilla
Sigga mín sömuleiðis.Milla.
Knús á þig Rósin mínMilla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 13:01
Innilega sammála þessum pistli. Ég held að það sé ein af ,,höfuðsyndum" okkar mannfólksins að taka okkur of hátíðlega og þykjast öðrum æðri.
Sömuleiðis er það lenska að kenna öðrum um alla skapaða hluti og þekki ég það nú frá elskulegum nemendum mínum, sem finna oft allt að nema hjá sjálfum sér, þessar elskur, en það er vegna þess að þeim hefur eflaust ekki verið kennt að leita svara hjá sjálfum sér.
Knús inn í daginn.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.6.2008 kl. 14:48
Það er meinið Jóhanna mín þeim er ekki kennt að bera ábyrgð á sínum gjörðum, sama hvort um prófin eða hegðun er um að ræða.
Það eru einnig afar hvimleiðir foreldrar sem svara ætíð fyrir börnin sín, halda þau virkilega að þau verði þeim til skammar?
Held það stundum.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 16:22
Rosalega er þetta góður pistill mamma mín, sjáumst hress
Dóra (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 16:33
Takk fyrir innlitið elsku Dóra mín, og takk fyrir að meta það sem mamma þín er að blogga.
Nú verður þú að fara að útbúa þér flotta síðu.
Eru þið ekki að fara í bústaðinn.
Knús kveðjur til ykkar allra
Þín mammaguys.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.