Fyrir svefninn.

Það er búið að vera hálf tómlegt hér í dag, Milla, Ingimar,
ljósálfurinn og litla ljósið fóru í bústaðin í gær.
Annars væri nú einhver lítil búin að koma og segja:
,, amma ég er komin! svo fer hún inn knúsar Neró fyrst
síðan afa sinn, síðast mig, en svo spjöllum við oft heilmikið."


Ingimundur hét bóndi í Norðurkoti í Grímsnesi.
Þá var prestur í klausturhólum sr. Þórður Árnason.
Var talið að hann héldi við dóttur Ingimundar,
Guðrúnu að nafni. Hún varð þunguð, og var altalað,
að sr. Þórður ætti barnið, en hefði fengið mann nokkurn
til að viðgangast það fyrir sig.
Einu sinni sem oftar gisti sr. Þórður í Norðurkoti og svaf
þar í baðstofu með heimilisfólkinu.
Um morguninn sagði Ingimundur við prest:
,, Ég hefði nú orðið skelkaður í nótt og allt mitt heimafólk,
ef ég hefði ekki haft prestinn undir mínu þaki, því ég sá
engil, bláan að neðan og hvítan að ofan,
fara upp í til hennar Guðrúnar dóttur minnar."

    Jafnréttissiðferði?
    Tilefni þessa kvæðis er, að oft hef ég verið sögð
    orðljót í kveðskap, þótt ég telji sjálf að ég hafi
    aldrei sagt neitt annað en það sem karlmenn
    hafa sagt átölulaust um dagana.

                 Siðferðið sýnist mér blandað
                 sumu fær tíminn ei grandað,
                 en eitt er þó kvitt
                 að orðbragðið mitt
                 er yfirleitt andskoti vandað.

                 karlar á konurnar leita
                 og kerlingin á ekki að neita,
                 sú þrífætta stétt
                 þeir hafa rétt
                 orðbragði illu að beita.

                 það er óþarfi sannleik að segja
                 því sífellt má úr honum teygja,
                 á vísunum sést
                 að væri þó best
                 ef kerlingar kynnu að þegja.

                 Ég oft hef í raunir ratað
                 af ráðnum hug ykkur platað,
                 hjá Óskari sef
                 en aldrei ég hef
                 meydómi mínum glatað.

                 En synirnir valda mér vanda,
                 velsæmið fær þó að standa
                 sem María hlaut
                 ég miskunnar naut
                 og hjálpar frá heilögum anda.

Eftir hana Ósk, hverja aðra?
                                                    Góða nótt
.Sleeping
                 
                


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Millaaa

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.6.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góða nótt elsku Milla mín og takk fyrir yndislega sögu

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.6.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Erna

Ég skil vel að þú saknir ljósanna þinna Milla mín, það verður örugglega mikið fjör þegar þið hittist aftur Þetta eru kostulegar vísur eftir hana Ósk. Takk fyrir að lofa okkur að njóta. Góða nótt

Erna, 23.6.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært, Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Góða nótt ljúfust

Solla Guðjóns, 23.6.2008 kl. 21:26

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 23.6.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: Heidi Strand

Góða nótt.
toobigbike_577138.jpg

Heidi Strand, 23.6.2008 kl. 22:57

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Surpræsið annað hvort í dag eða á morgun kæra Millan mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.6.2008 kl. 00:44

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er gott ad geta notid hjálp hins heilaga anda.

Knús inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 24.6.2008 kl. 06:31

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir.

Já þær eru frábærar þessar vísur, enda á engin neitt hjá henni Ódu minni.

Rósin mín finnst þér ég fara snemma að sofa?
Það er með þetta eins og kaffitímann á pallinum, stundum þarf að sinna þú veist þeim.
Bíð spennt eftir surpræsinu.

Já hin þrífætta stétt, hún er stundum svolítið egósinnuð.

Guð minn Heidi þetta er næstum eins og ég, eða öfugt.

Erna mín er að fara í bústaðinn, snúllurnar mínar þrjár eru þar líka

Linda Knús
Sigrún Knús

Solla knús

Huld knús

Sigga enda bjó ég í Svíþjóð er ég var í skólanum

Flotta Búkolla mín knús

Og góðan daginn Jyderup, hinn heilagi andi notaði sér ýmislegt hér áður og fyrr.og gerir enn.
                        Knús til ykkar allra
                             Milla.Guys.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.6.2008 kl. 07:11

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég fór ekki að sofa fyr en um hálf tvö í nótt. Enda systir mín að koma heim frá Danmörku og ég varð að kíkja á það sem hún var að kaupa. Fékk líka þessa sætu hjartaeyrnalokka
Svo var ég svo spennt yfir því að Rafn var kominn heim, hitti hann ekki í gærkvöldi svo ég hitti hann núna í morgun. Hann gekk framhjá vinnunni og ég stökk út til að knúsa hann aðeins..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.6.2008 kl. 11:08

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ, hvað það var sætt til hamingju með að vera búin að fá hann heim.
KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.6.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband