Fyrir svefninn.

Ónefndur maður sat með kunningja sínum á Hótel Borg
og drakk fast, en var þó dapur í bragði.
,, Af hverju ertu svona sorgmæddur á svipinn?"
spurði kunningi hans.
,, og minnstu ekki á það," svaraði hinn.
,, Ég er að drekka til að gleyma konunni minni,
en svo sé ég hana bara tvöfalt, þegar ég kem heim
."

Í Nesi við Seltjörn var kona ein í vetrarvist,
og þótti hún frekar grönn, hvað greind snerti.
Á sama heimili var karlmaður, og þótti að sumu leiti jafnræði
með þeim, enda fór svo, að mannfjölgun varð hjá þeim
eftir veturinn. Eitt sinn fór húsbóndinn að spyrja stúlkuna,
hvar þau hafi verið, er þau komu sér saman um þetta,
en hún vildi ekkert segja og varðist allra frétta.
Bóndi sagði þá:
,, Þú þarft ekki að segja mér það. Ég veit, að þið voruð
í hlöðugeilinni."
Þetta varðist stúlkan ekki og sagði:
,, þetta hélt ég alltaf, að einhver væri uppi á stabbanum."

Smá eftir hana Ósk.

                    Ýmsum spurningum svarað.

                    Hverjir hænast mest að þér?

                        Ástin geymir ýmis stig
                        þráin í mér blundar.
                        Einna helst þó elska mig
                        ungabörn og hundar.

                                             Góða nóttSleeping
                       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

http://www.awwpix.com/_pics/Cute_Pictures_108/Cute_Pictures_1088.jpg

Heidi Strand, 24.6.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.6.2008 kl. 23:40

3 identicon

Milla mín þar sem ég sá að þú ert snilldar kokkur þá datt mér í hug að spyrja þig hvort þú ættir ekki góða uppskrift af skötusel. Mér hefur áskotnast einhver ósköp af skötusel þannig að nú verð ég bara að fara að taka á honum stóra mínum og gera eitthvað úr þessu.

En sofðu vel og eigðu ljúfa drauma.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er bara svo skemmtilegt ad lesa bloggid titt kæra Milla.

Knús innn í gódann dag

PS til Jónínu.Mér finnst skötuselur steiktur upp úr hvítlauk og ísl. smjöri kryddadur med salti og pipar mjög gódur borinn fram med gódu sallati....Lostæti prufadu tad.

skötuselur steiktur á vel heitri pönnu kryddadur med ferskri saxadri basilikum  ,salti og pipar.sídan helt rjóma yfir og gódum rjómaosti bætt útí....sodnar kartöflu og sallat´.Vonandi heillar tetta

eithvad.

KV frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 25.6.2008 kl. 06:21

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn! nú þykir mér týra, við erum bara komnar í uppskriftirnar, það er nú bara af hinu góða.

Það sem nafna mín í Jyderup er búin að skrifa er akkúrat það sem ég mundi segja, en ég get bætt við.

Þú byrjar á því að hreinsa hann vel, ef hann er heill þá skerð þú hann eftir endilöngu og svo aftur eftir endilöngu eftir miðjunni,
hreinsar vel og þværð, þerrar, skerð í bita.
Svo er til dæmis hægt,
að velta honum upp úr rauðu pestó og steikja
hann á vel heitri pönnu,3 mín á h. hlið ( nota góða olíu til þess).
raða stykkjunum í eldfast mót.
Taktu síðan allt það grænmeti sem ykkur smakkast best,
smáskorið og gljáir á pönnu hellir yfir fiskinn,
síðan ef þið viljið þá smá af fínt söxuðu jalapelo og ólífur,
tekur síðan tómatost í dós og hrærir hann út í kaffirjóma
hellir yfir og í ofninn í 15 mín við 180 gráður.
Borið fram með pasta, salati og góðu brauði.

Ef þið borðið ekki pasta þá má taka bökunarkartöflur,
sjóða, kljúfa, setja fetaost í sárið, hita í ofni.

Nauðsynlegt er að nota góðar olíur í þennan rétt, en endilega að nota smjör þegar maður er ekki með ítalskt.

Láttu mig bara vita Jónína mín þegar þú villt fá fleiri uppskriftir,
það er nóg af þeim hérna.

                               BON Appeti.

Heidi takk fyrir þessa mynd hún er yndisleg.

Róslín mín, sko bíð ekki lengur! Surpræsið Takk

Knús kveðjur til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2008 kl. 08:43

6 identicon

Takk fyrir uppskriftirnar stelpur mínar ég ætla að copy-peista þetta og nú get ég sko eldað fínheitin. Ég var einmitt að spá í það hvernig ætti að skera hann niður fannst einhvern vegin að það ætti ekki að þverskera hann þannig að takk fyrir það Milla mín að segja mér frá skurðaðgerðinni sem ég þarf að gera. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að gera það rétt held ég. En þetta verður ábyggilega svakalega gott.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:02

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín skurðurinn skiptir máli því það vilja vera hringormar niður
með honum, en þú mátt þverskera stykkin er þú ert búin að lang skera og hreinsa. Ég man er ég fékk skötusel fyrst, til að elda sjálf, þá var þessu nú bara hent því hann þótti svo ljótur að hann gæti ekki verið ætur. Ég lenti í smá vandræðum svo ég fletti einhverri sænskri kokkabók og sá þetta þar.
               Gangi þér vel og ég veit að þetta verður gott
                                Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.6.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband