Fyrir svefninn.

Í dag er bara búið að vera gaman að vanda er snúllurnar
eru hjá okkur. Við vöknuðum að vanda í morgun og gerðum
þessi hefðbundnu morgunverk, síðan vöktum við snúllurnar
þær voru að fara í klippingu og litun, því þó þær séu nú heimsins
mestu nördar, hafa þær áhuga á því að vera fínar.
Og hvað haldið þið, þær komu heim með bleikt hár sko undir
hrikalega flottar styttur í hárinu og nokkrar fjólubláar strípur.
Milla frænka tók þær og málaði, svo beint í myndatöku.
Núna sitjum við hér saman, ég í tölvunni, Viktoría Ósk að sauma
sér litla tösku og Guðrún Emilía að sauma æðislegt pils á
Pullip dúkkuna sína, Sigrún Lea er að prjóna stuttbuxnasamfesting,
á sína dúkku.
Á morgun förum við til Akureyrar, Dóra mín er að fara í sneiðmyndatöku,
svo verður að vanda farið í búðir og eitthvað skemmtilegt.
                        --------------------------------------------

Jóhanna heyrði einhvern tíma, að ljósmóðir hreppsins
hefði látið í ljós mikla hneykslun yfir ýmsum slúðursögum,
sem gengu manna á milli,
og voru höfð eftir henni þau ummæli, að hún skildi hreint ekkert í því,
hvar svona sögur fæddust.
Þá sagði  Jóhanna:
,, Ég hélt nú, að engar fæðingar í þorpinu færu fram hjá ljósmóðurinni."


              Hvort viltu heldur vera vera ær eða kýr?

                        Kúna ég kysi mér núna
                        kollótta, feita og brúna
                        og síst er til tjóns
                        ef Sigvaldi Jóns
                        mjúkhentur mjólkaði kúna.

Eftir hana Ósk.                    Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt Milla mín, fyrirgefðu hvað ég skrifa lítið til þín á blogginu þínu, er að gera svo rosalega mikið núna þessa vikuna, sendi þér trilljón knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.6.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Rosalega verður gaman að sjá myndirnar af þessum flottu stelpum.

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 23:18

3 Smámynd: Tiger

Það er aldeilis dugnaðurinn í þessum skottum þínum Millan mín - bara saumur og prjón út í eitt.. Það held ég að þær eigi eftir að verða góðar bústýrur seinna meir með þessu framhaldi.

Ósk alltaf góð ..

Knús og krammerí á þig elsku Milla mín og hafðu ljúfa nótt og góðan dag á morgun!

Tiger, 1.7.2008 kl. 02:15

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Já segji tad líka væri skemmtilegt ad sjá myndir af stelpunum  med flotta hárid.Svo eru bara handavinnu´tímar hjá ykkur

Stórt knús á tig mín kæra inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 1.7.2008 kl. 05:35

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

´Góðan daginn snúður og snældur.

Dóra mín þær eru bara flottar snúllurnar okkar, og svo langar sko Ljósálfinum líka í svona bleikt hár og litla ljósnu ekki síður.

Róslín mín þúsund knús til þín,
ég skil alveg að þú hafir mikið að gera.

Sigrún mín það koma örugglega myndir þegar Milla mín er búin að vinna þær. þær eru nefnilega ekki mjög hrifnar af myndunum sem ég er með af þeim í albúmi, en ég sagði að um leið og ég fengi nýjar þá færu þessar út

Þú færð að sjá myndir Kurr mín,
vonandi verður ekki langt að bíða,

Þær verða góðar í öllu sem þær taka sér fyrir hendur, þær eru mjög flinkar í höndunum og þær ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, og ekki bara í teikningu, föndri, saumum heldur líka á bókina,
Þær hafa líka skoðanir sem er afar skemmtilegt að ræða við þær um.
                  Knús knús Tiger míó míó.
                      Milla.

Guðrún mín það er svo ljúft eiginlega sama hvað við erum að gera, að vera saman og spjalla, það eru engin aldursskil hjá okkur.
Það sem þær eru að gera snúllurnar mínar er afar þroskandi og lærdómsríkt, þær eru að hanna föt á þessar safndúkkur sínar
taka svo myndir af þeim og setja á netið, ég komst að því að það eru þúsundir sem eru að safna þessum dúkkum, og allt upp í svona stelpur eins og við erum.
Mínar hekla meira að segja úr tvinna, og bara að láta sér detta þetta í hug er bara grúsk eðli.
                     Knús í daginn þinn
                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.7.2008 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.