Fyrir svefninn.

Þessari visku nappaði ég frá henni nöfnu minni Ásdísi Emilíu
og fannst upplagt að birta þetta núna
.


Indijáninn

Kvöld eitt, sagði gamall Cherokee indíáni barnabarni sínu,
ungum dreng, frá baráttu sem á sér stað innra með fólki.
Hann sagði:
"Sonur minn, baráttan er á milli tveggja
"úlfa" innra með okkur öllum.

ANNAR ER ILLUR. Það er reiði, öfund, afbrýðissemi, böl,
eftirsjá, græðgi, hroki, sjálfsmeðaumkvun, sekt, gremja, minnimáttarkennd, lygar,
falskt stolt og að vera fullur af yfirlæti og egói.

HINN ER GÓÐUR. Það er gleði, friður, ást, von, rósemi,
auðmýkt, góðvild, góðfýsi, hluttekning, örlæti, sannleikur,
samúð og trú."
Drengurinn hugsaði um þetta nokkra stund
og spurði síðan afa sinn: Hvor úlfurinn vinnur?"
Gamli maðurinn svaraði, einfaldlega:

"SÁ SEM ÞÚ NÆRIR."

                                  Bæn.

            
Drottinn sem ræður öllum þjóðum yfir,
                  uppspretta lífsins, kjarni þess sem lifir,
                  leiddu oss gegnum lífsins böl og þrautir,
                  leiðbeindu oss að ganga réttar brautir.

                  Láttu þinn kærleikskraft oss alla styðja,
                  kenn oss að lifa, stríða,vaka biðja.
                  Aldrei þín hjálparhöndin frá oss víki,
                  ,, helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki".

Mér fannst þetta allt passa svo vel inn í daginn í dag.
Kæru vinir.

                                    Góða nótt.Sleeping



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég nappaði þessu í gærkvöldi hjá henni nöfnu okkar. Mér finnst öll viska heimsins felast í þessu,  knús og góða nótt

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En hvað þetta var viturlegt svar, indíjánar hafa verið mikið náttúrufólk og vitsmunaverur, langt yfir því sem maðurinn í dag er svona að mestu leyti.  Bara ef við gætum farið aðeins aftur til fortíðar, og lært af forfeðrum okkar.  Knús á þig Milla mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Erna

Þetta er falleg dæmisaga og bænin ekki síðri, takk fyrir þetta elsku Milla og góða nótt

Erna, 4.7.2008 kl. 22:06

4 Smámynd: Heidi Strand

Góða nótt.Sowa Micheal Sheep with LapTops

Heidi Strand, 4.7.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir.
Að fara eftir því sem Indijánar gerðu, væri mikil viska, og mundum við ekki sjá eftir því.
Góðar kveðjur inn í helgina.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2008 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband