Fyrir svefninn.

Hjón ein voru í samkvæmi. Þar var drukkið fast og voru hjónin,
sérstaklega frúin, orðin drukkin mjög.
Maður hennar snýr sér þá að tveimur kunningjum sínum og segir:
,, Farið þið heim fyrir mig með konuna mína og háttið þið hana.---
En, blessaðir", bætti hann við,
,, Þið verðið að berhátta hana annars hleypur hún út".

                     ------------------------

             Bölsýni. helsti galli Húsvíkinga.

               Helstan löst tel Húsvíkinga
               að heyra allar bjöllur klingja
               til varnaðar ef vonlaus kálfur
               vogar sér að starta sjálfur.
               Víghreifur á völtum fótum
               Vonast til að skjóta rótum.
               Fáirðu hugmynd fríska og góða
               fallöxina strax þeir bjóða
               hálfvita með hugsun ranga
               sem heldur að þetta muni ganga.
               Hann er nú eitthvað undarlegur
               allt á hælum sér hann dregur
               oftast nær verið eins og sauður
               álíka röskur eins og vær´ann dauður.
               Ef hann skildi nú óvænt græða
               er ekki um nema tvennt að ræða.
               Hann eflaust svíkur úr annars hatti
               eða hann stelur framhjá skatti.

Eftir hana Ósk.                 Góða nótt.Sleeping

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Spurðu Ódu hvort hún eigi nokkra vísu um afa Jónas Hagan.  Kær kveðja og GN

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt mín kæra

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.7.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mun gera það Ásdís mín.
Knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 3.7.2008 kl. 20:40

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætla að vona að mig dreymi vel, takk fyrir mig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 20:43

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 21:45

7 Smámynd: Tiger

 Haha .. ég hefði nú alveg getað hugsað mér að fara með nágrannakonuna heim til að hátta hana niður - alveg niður úr hverri spjör sko!

Góð alltaf hún Ósk.

Knús á þig elsku Milla mín og verndi þig englarnir nú og ætíð.

Tiger, 4.7.2008 kl. 01:05

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hahahahahaha bara yndid  sko.

Gódann daginn allann daginn mín kæra

Gudrún Hauksdótttir, 4.7.2008 kl. 04:14

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn! Tiger ætla að leiðrétta að sagan er ekki frá Ósk,
hún gerir bara vísur, þó reyndar hún mætti alveg taka saman allar þær sögur sem hún kann því þær eru ótal margar og er alveg frábært að eyða með henni dagstund.Knús til þín Tiger míó míó.

Knús til þín Sigrún mín

Drottningin sjálf fær orkukveðjur til að lagfæra lúna vöðva,
elskan veit að þú ert þreytt. knús til þín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 07:02

10 identicon

Hefði hann Silli minn, blessaður skólabróðir minn, heyrt þessa vísu, er ég viss um að hann hefði bætt henni við í árlegan annál sinn, en í annálum Silla kom allt það helsta fram sem gerðist á Húsavík á árinu; ég fékk síðasta annálinn hans áramótin eftir lát hans, fullklárað af góðum ættingja.  

Smyrill (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 15:14

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Smyrill heill og sæll, hafa þessir annálar verið birtir? Ég er bara búin að búa hér í 3 ár svo ég er ekki kunnug þessu.
Svona annálar eru að sjálfsögðu dýrmætir, Norðurþingi, og reyndar öllu landinu.
takk fyrir þitt innlit.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband