Gott framtak hjá góðu fólki.

Ég bloggaði smá um þetta mál í gær, en vill bara minna á
nauðsyn þess að við séum öll vakandi yfir mannréttindum.
Við höfum verið að taka þátt og fylgjast með réttindum fólks
út um allan heim, þess vegna verðum við að standa vörð
um það sem er að gerast rétt við bæjardyrnar okkar.

Það verður að gerast að Paul Ramses komi heim til
Íslands aftur og sameinist sinni konu og barni,
hvernig er hægt að fara svona með fólk?

Það er ekki eins og hann sé einhver glæpamaður, ef hann
væri það þá mundi ég skilja þessa meðferð.

Ég var með hugann með fólkinu sem var að andmæla fyrir
utan Dómsmálaráðuneytið í dag, þar fór allt vel fram.
Stöndum saman og verndum öll mannréttindabrot.
Þá meina ég öll.
Guð gefi okkur góðan endir í þessu máli.


mbl.is Ráðherra viðurkenni mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Við systur vorum þarna og höguðum okkur vel.

Ragnheiður , 4.7.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Landfari

Nú er komið í ljós að þetta er stormur í vatnsglasi. Maðurinn er búinn að fá hæli í Ítalíu samkvæmt greinargerð útlendingastofnunar. Hann þarf ekki pólitíkst hæli í báðum löndunum eða hvað?

Landfari, 4.7.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín gat það verið? voruð á staðnum, ég er stolt af ykkur hefði verið líka ef ég væri ekki svona langt í burtu.
Knús kveðjur til ykkar Siggu.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 18:43

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Landfari, ég ætla nú að fá fleiri ummæli um þetta mál áður en ég úttala mig um það.
´Takk fyrir þitt innlegg.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 18:46

5 identicon

Þetta er misskilningur hjá Landfara. Ef hann væri búinn að fá hæli á ítalíu væri hann orðinn borgari á EES svæðinu og hefði þannig sama frelsi og allir aðrir á því svæði, þ.e. hann mætti ferðast og vinna hver sem er á svæðinu án þess að þurfa til þess leyfi. Ítalir eru ekki handteknir á Íslandi og vísað úr landi. Hið rétta er að ítalir hafa samþykkt að taka mál mannsins fyrir hjá sér og veita honum landvistarleyfi á meðan. Hann verður því a.m.k. ekki sendur til Kenya fyrr en búið er að afgreiða málið á Ítalíu.

Daníel (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 19:51

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Daníel fyrir þitt innlegg, þóttist vita að það væri einhver misskilningur á ferð, en hafði eigi haft tíma til að huga að því.
Kveðjur til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 19:57

7 Smámynd: Heidi Strand

_Það eru ekki allir jafn heppnir með tengdamömmu.

Heidi Strand, 4.7.2008 kl. 20:23

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Satt hjá þér Heidi mín.
Knús kveðjur
milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 20:30

9 identicon

Við vonum bara að þetta sé rétt hjá Daníel að Ítalir ætli að taka þetta máli fyrir og að hann sé öruggur á meðan. En þetta er samt ekki gott hjá útlendingastofnun að fara svona með fólk sem leitar skjóls og hjálpar í okkar landi.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 20:54

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hann á bara að eiga heima hér ef hann vill það þá eftir svona meðferð, Jónína mín.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 21:06

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk kurr mín ekki veitir af að láta í sér heyra.
Kveðja til þín inn í góða helgi.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband