Fornmenjar sem verður að varðveita.

Merkar menjar um mannavist

Á Suðurlandi er víða að finna forna, manngerða hella á jörðum
og frásagnir eru til af búsetu í þeim allt frá landnámsöld.
Hér er því um að ræða stórmerkar heimildir um búsetu í
árdaga Íslandssögunnar.
Hellum þessum hefur á hinn bóginn lítið verið sinnt síðustu ár
og ástand þeirra hefur versnað töluvert.

Mér þykir þetta afar merkilegt, ekki að maður hafi ekki vitað
og heyrt af þessu hellum, en eigi er maður alla daga að
huga að því sem til er í landi voru, það er líka svo margt.
En er ekki komin tími til að farið verði að lagfæra þá lítillega
og jafnvel sýna þá ferðamönnum undir handleiðslu kunnugra.
Ekki þýðir að hleypa fólki frjálsu um svona staði,
sem hefur samt trúlega verið gert,
það fæst nú yfirleitt ekkert við ráðið í þeim efnum.
Eins og sjá má víða um landið.


mbl.is Merkar menjar um mannavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég veit um einstakan helli sem er rétt við sveitabæ þar sem vinafólk okkar býr, þetta væri svo sannarlega forvitnilegt fyrir fólk að fá að skoða, þarna bjó fólk allt fram til 1930, manngerður með öllu og papar voru þarna fyrstir. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þeir eru víða hellarnir og er nú bara nauðsynlegt að fara að kortleggja þá tilhanda fólki.
knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er er rétt hjá þér Milla mín það er nauðsynlegt aðkortleggja hellana.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.7.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband