Yndislegur dagur að Sólheimun.
6.7.2008 | 15:39
Vigdísarhús opnar í dag.
Sólheimar héldu upp á 78 ára afmæli sitt í gær og var af því tilefni opnað
nýtt þjónustuhús sem nefnt er í höfuðið á frú Vigdísi Finnbogadóttur,
fyrrverandi forseta lýðveldisins, og nefnist Vigdísarhús.
Frú Vigdís Finnbogadóttir opnaði húsið formlega og
Sigurbjörn Einarsson biskup blessaði það.
Í Vigdísarhúsi verður mötuneyti, bakarí, matvinnsla og skrifstofur.
Það er 840 fermetrar að stærð og er önnur af höfuðbyggingum Sólheima.
Frú Vigdís hefur alla tíð verið mikill velgjörðarmaður Sólheima og gaf meðal
annars eftirstöðvar kosningasjóðs síns á sínum tíma til eflingar starfsemi
Sólheima og verður þess sérstaklega minnst við þessa athöfn.
-------------------------------------------------
Sjáið þennan stað, sælureitur i Grímsnesinu, sem allir ættu
heim að sækja.
Er ég var að vaxa úr grasi kom ég stundum að Sólheimum,
þar var lítil vinkona okkar sem vinir foreldra minna áttu.
Fórum ætíð í sund ef veður leifði.
Þá hýstu ekki Sólheimar þær byggingar, gróður og starf
sem það nú hefur, en aldrei hefur vantað kærleikann á
þeim bæ.
Ég ætla mér að fara að Sólheimum næsta sumar, hef ekki
komið þangað í mörg ár.
Til hamingju með þennan áfanga,
Kæru ábúendur Sólheima.
Kveðja Milla.
Vigdísarhús var opnað í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er yndislegt, ætla láta verða að af því að fara þangað þegar ég get.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.7.2008 kl. 16:01
Ég hef komið þarna einu sinni og það var hreint út sagt yndislegt. Vona að ég drífi mig í sumar, mig langar svo að kíkja. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 16:14
Stelpur það er ekki svo langt að fara sér í lagi ekki fyrir þig Ásdís mín
Knús til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 16:40
Frábært af Vigdísi að gefa afgang úr kosningasjóði! það hafði ég ekki heyrt áður. Ég er allt alltaf á leiðinni austur að Sólheimum.
Hafðu það gott Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 6.7.2008 kl. 16:44
Sigrún mín ég vissi það vegna þess að það stóð í fréttum á sínum tíma, ég vann að því öllum árum að Vigdís kæmist að á sínum tíma
og hef aldrei séð eftir því, þvílík kona.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.