Fyrir svefninn.
20.7.2008 | 20:03
Slysatilfelli.
Ég fékk eitt sinn vörtu, það sjón var að sjá
hún sat eins og fjallgarður hnúanum á
og af því að ég er svo falleg og flott
þá fannst mér að yrði að nem´ana brott.
Og Ingimar læknir mér loforðið gaf
líttu inn á morgun, ég tek hana af
en þegar ég birtist, hann bara á mig leit,
hann bjargar þér Gísli, ég þarf út í sveit.
Hjálpsamur Gísli nú horfir á mig
heilaga Guðsmóðir, hvað er að sjá,
ég tek þetta ekki, þá auðmjúk ég bað
hann Ingimar lofaði að tak´ana af.
Þá læt ég hann sjálfan um loforðin sín
að los´ana sýnist mér alls ekkert grín
en Ingimar rétt´ana aftur til hans
þú afgreiðir þetta nú bara með glans.
Á ganginum þarna nú gaf á að sjá
glottið á þeim sem að leið áttu hjá
er Gísli og Ingimar gömnuðu sér
og grýttu á milli sín hendinni á mér.
En þrátt fyrir vörtuna vaknaði nú
verulegt þakklæti, gleði og trú.
Ó heilagi Drottinn nú þakka ég þér
að þetta var ekki á hausnum á mér.
Þessi er nú aldeilis frábær, eftir hana Ósk.
Hægt er að syngja þetta við lagið.
Ég langömmu átti.
Þið munið svo að lesa líka fyrir svefninn í gær.
það er vegna hennar Elísabetar.
Góða nótt
Athugasemdir
Góða nótt
Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.7.2008 kl. 20:28
Góða nótt
Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 20:29
Spilaði og söng,,, Góða nótt Milla mín
Erna, 20.7.2008 kl. 22:25
Flottur kveðskapur.- Góða nótt !
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:44
Takk fyrir þessar skemmtilegu vísur Milla mín og góða nótt
Sigrún Jónsdóttir, 20.7.2008 kl. 23:01
Góðan daginn allar skjóður mínar, er ekki sólskin í ykkur í dag.
Góður þessi Lady Vallý.
Þið eruð nú búnar að komast að því hvað hún Ósk er frábær.
og hún er ekkert búin að skamma mig fyrir að vera að birta ykkur
hennar kveðskap.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 06:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.