Strengjabrúður, já hljóta að vera það.

Strengjabrúðurnar í þessu máli, já hvað eru þær margar,
og hverjar eru þær.
Við vitum nú um Þórunni Sveinbjarnardóttur. Hún segir:


,,Undirbúningur vegna álvers á Bakka var skemmra á veg kominn
en vegna álvers í Helguvík, og er það helsta ástæða þess að nú
var tekin ákvörðun um að álver á Bakka fari í heildstætt umhverfismat,
en slíka ákvörðun var ekki unnt að taka vegna álversins í Helguvík".

Sérkennilega til orða tekið, ekki unnt að taka slíka ákvörðun um álverið
í Helguvík, hefði sem sagt verið gert ef unnt hefði verið.
Það er eins og það sé verið að leita eftir einhverju til að takast á við
svo ég taki nú ekki stærri orð mér í munn.

Ekki var talið að það myndi standast meðalhófsreglu að ógilda úrskurð
vegna Helguvíkur, en nú var ekki litið svo á að gengið væri gegn þeirri
reglu, sagði Þórunn.

Hafið þið heyrt meira rugl um ævina, að sjálfsögðu á ekki að ógilda
úrskurð vegna Helguvíkur. Óska bara þeim vinum mínum á
Suðurnesjum alls hins besta.
Enn það átti eigi að fara í þetta mat hér norðan heiða, mismunun
á landshlutum er til skammar fyrir strengjabrúður þessa máls.

Ég tala um strengjabrúður vegna þess að augljóst er að einhverjir
vilja alltaf allt, fyrst og fremst fyrir sunnan, og hverjir stjórna
strengjabrúðunum? Skildi nokkur geta svarað því? 
 
Hvernig er það með þetta fólk sem kosið var á þing af okkur hér
í þessu stóra og mikilvæga kjördæmi, eru þeir bara upp á punt
á þingi?
Á tæru er, að eigi verður hlaðið undir þá aftur.


mbl.is Undirbúningur skemmra kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, ekki ættla ég að tjá mig um þetta mál.

Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 1.8.2008 kl. 07:51

2 Smámynd: Erna

Þessu er ég sammála Milla mín, þetta finnst mér furðuleg afstaða Þórunnar, við landsbyggðarfólkið virðumst ekki skipta máli, nema fyrir kosningar Við eigum næsta leik þegar kemur að kosningum þá verðum við vonandi ekki búinn að gleyma þessu rugli. Góða helgi Milla mín og bestu kveðjur til allra þinna  Við erum að fara í sumarbústað í dag og það hefur verið lítill tími fyrir tölvuna undanfarið. Knús og kærleikur

Erna, 1.8.2008 kl. 08:56

3 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa og góða helgi Elsku Milla mín

Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 09:31

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik og góða helgi til ykkar skjóðurnar mínar.
Allt fer á fullt eftir þessa helgi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.8.2008 kl. 10:49

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Milla mín  hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.8.2008 kl. 13:26

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Landsbyggðafólk, öryrkjar og eldri borgarar eru einungis atkvæði fyrir þessu fólki sem man okkur á 4 ára fresti.  Skömm og skítt er það. Samfó. munu aldrei fá mitt atkvæði, Sjálfst. menn eru þeir einu sem ég tel að gæfu leyfi á álver á Bakka.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 14:13

7 Smámynd: Anna Guðný

Copy paste sama texta og ég setti inn hjá Jóni Inga Samfylkingarmanni hér á Akureyri

 Það sem mér er lifsins ómögulegt að skilja er hvað það tók langan tíma fyrir umhverfisráðherra að komast að þessari niðurstöðu. Heilir 6 máuðir hafa liðið og hvað áttu heimamenn á Húsavík að gera á meðan? Sitja og bora í nefið? Áttu þeir að búast við þessari ákvörðun og gera ekkert í einhvern x tíma og bíða? Og hvað langan tíma þá? Og hvernig er þá með þessa skipulagsstofnun, er hún þá óþörf ? Mér finnst svipuð lykt af þessu máli og þegar nefndir eru að mæla með vissum einstaklingi í starf og svo kemur einhver ráðherra og hunsar það og ræður einhvern allt annan. Þýðir þetta þá við erum með starfandi stofnanir og nefndir sem eru óþarfar, eða allavega að vinna einhver verk sem skipta engu máli? Getum við þá ekki lagt niður eitthvað af þeim og sparað þar? Ég tek það fram að ég er alls ekki á móti því að það fari fram umhverfismat en skil samt ekki af hverju það þarf á Bakka en ekki í Helguvík. Ástæðan sem gefin er að að það sé of seint. Of seint?? Ekkert skrýtið og mjög hentugt fyrir suðurnesjamenn sem byrjuðu verkið sjálft áður en leyfi lá fyrir. Á meðan heimamenn á Húsavík voru að vinna heimavinnuna byrjuðu suðurnesjamenn starfið. Og þeir komast bara upp með það.

Anna Guðný , 1.8.2008 kl. 14:20

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis katla mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.8.2008 kl. 14:28

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín það er sama rssgatið undir þeim öllum og þó svo að sjálfstæðismenn geti komið því í kring að við fáum álver gera þeir það ekki þeir hyggla frekar vinum sínum fyrir sunnan, vittu til.
Ekki eru þeir svo velviljaðir þurfalingunum eins og Geir Harde kallar okkur.
Kannski eru þeir orðnir hræddir núna.
Þó svo að kannski Kristján Þór vilji efla þetta svæði hér norðan heiða
þá er ég ekki farin a sjá að hann geti það einn.
Það kemur nú trúlega álver, en eigi var nauðsynlegt að skella þessu
umhverfismati á bara til að seinka framkvæmdum.
Knús til þín
milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.8.2008 kl. 14:35

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott hjá þér Anna Guðný
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.8.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband