Fyrir svefninn.
1.8.2008 | 21:22
Hreiðrið mitt.
Þér frjálst er að sjá hve ég bólið mitt bjó
ef börnin mín smáu þú lætur í ró,
þú manst að þau eiga sér móður
og ef að þau lifa, þau syngja þér söng
um sumarið blíða og vorkvöldin löng
þú gerir það, vinur minn góður.
Þorsteinn Erlingsson.
Kæru vinir ég er búin að vera svolítið þreytt í dag, á ekki
gott með að þola hitann, þannig að ég hef verið löt hér á
blogginu, ekki komentað sem skildi, vona að mér sé fyrirgefið það.
Hægt að segja við óvin.
Ég veit umbók með fullt af fólki
sem er vitrara en þú.
"Hvaða?"
--Símaskránna.
Börn allsnægtanna.
Við eigum að skammast okkar
með allt til alls
alla vegi færa
allt lífið framundan.
Við hefðum átt að alast upp
fyrir dúk og disk
þegar fólk hafði hvorki
til hnífs eða skeiðar
Höfundur ónefndur.
Góða nótt.
Athugasemdir
Elsku Milla, takk fyrir falleg orð á síðunni minni, það gladdi mig að heyra þetta. Hjartað í mér þolir illa svona hita svo það hefur ekki komið að sök að ég þarf að vera inni, pabbi dregur fyrir hjá sér og opnar svo gluggana til að fá golu, hann þolir þetta ekki heldur. Vona að þú hressist samt bráðlega, ég veit að þú ert alltaf hress í toppstykkinu góða nótt elskuleg
Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 21:36
Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 1.8.2008 kl. 21:46
Góða nótt, og sofðu vel.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 22:09
Knús knús og bestu kveðjur.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.8.2008 kl. 07:17
Góðan daginn skjóðurnar mínar.
Óska ykkur öllum góðrar helgar hvar sem þið eruð.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.