Mikil sorg í þessu máli.

Innlent | 24 stundir | 2.8.2008 | 07:30

Röng greining:
Ungt barn lést í sjúkrabíl
í þriðju ferð til læknis.

Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.

Barn lést eftir að botnlangi þess sprakk en þá höfðu foreldrar þess
farið með það tvívegis til læknis en í bæði skiptin voru þau send heim.
Þegar barninu hrakaði kom nágranni fólksins að sem er sjúkraliði og
hringdi á sjúkrabíl. Barnið dó á leið á sjúkrahúsið en banamein þess
var blóðeitrun vegna sprungins botnlanga. Atvikið átti sér stað í
síðastliðnum mánuði.

Það er sorglegt að svona geti gerst árið 2008.

Ég sendi foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum innilegar
samúðarkveðjur Guð blessi ykkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta gerist enn því miður, skil ekki hvernig botnlangabólga getur leynt svona á sér, lenti í því með eina stelpuna mína að hún fárveiktist þá 13 ára, það tók marga daga að komast að því að botnl. var að springa en hún var skorin þá og bjargaðist en rosalega var hún veik.  Samhryggist þessu fólki Heart Beat 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já Milla mín þetta er sorglegt, það var tekin úr mer botnlangin þegar að ég var 5 ára og þá var ekkert vesen að finna útúr því, þannig að maður mundi ættla að það ætti að vera meiri lækna viska núna 2008.

Knús elsku Milla.

Kristín Gunnarsdóttir, 2.8.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Milla mín þetta er hræðilega sorglegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.8.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Maður skilur þetta bara ekki.
Já guðs blessun til fólksins.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.8.2008 kl. 16:02

5 Smámynd: M

Þetta er hræðilegt fyrir foreldrana og aðra aðstandendur að upplifa.

Guð blessi minningu þessa barns

M, 2.8.2008 kl. 17:31

6 Smámynd: Ásgerður

Skelfilegt alveg og mikið sorglegt. Guð blessi minningu litla barnsins.

Knús á þig frænka

Ásgerður , 2.8.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband