Fyrir svefninn. Smá um heilsu.

Þegar ég var að alast upp var eigi mikið um tal um heilsumat.
maður varð bara að borða allt sem lagt var á borð fyrir mann.
Ef maður ekki borðaði súpuna á sunnudögum, fékk maður ekki
steik og ef maður ekki borðaði steik fékk maður ekki desert.

En maður var í ballett, síðan í fimleikum, skautum, skíðum og
bara alltaf á fullu man aldrei eftir að talað væri um matarræði.
Ég var fram að tvítugu vel grönn og man aldrei eftir því að ég
hafi sparað við mig hvorki sælgæti eða mat.
Öldin hefur verið önnur nú í tuga ára, sem betur fer.

Því hvort sem okkur líkar betur eða ver, verðum við að fylgja
vissum heilbrigðisreglum alla okkar ævi.
Góð heilsa er nauðsyn til að ná þeim markmiðum sem við setjum
okkur í lífinu.
Án góðrar heilsu getum við ekki notið okkar til fulls,
neyðist maður til að varpa akkerum vegna tíðra sjúkdóma eða
langvarandi heilsuleysis og horfa á samferðamennina fara fram
úr sér er ekki af hinu góða ef það er okkur sjálfum að kenna.
Við þurfum að vera meðvituð um er heilsubresturinn ber að garði,
líkaminn lætur vita hann hefur innbyggt aðvörunarkerfi ef við hlustum
eftir því.

Oft veit fólk ekki hvað er að, það er bara of feitt, en skírir ekki þreytuna,
slappleikann og eða annað það sem hrjáir það.
þá er gott að fara í heilsufarsskoðun.

Góð ráð.

Kalíumskortur:
Orsakar þreytu, kláða, doða, hand og fótkulda, svefnleysi,
svo fátt eitt sé nefnt.

Hunang er allra meina bót.
Það ertir ekki meltingarveginn.
Það er auðmelt.
Það bætir fljótt úr orkuþörf.
Það auðveldar manni að jafna sig fljótt eftir áreynslu.
Það reynir minnst á nýrun allra sykurtegunda.
Það hefur þægilega örvandi áhrif á meltinguna.
Það hefur sefandi áhrif.

Það þarf að kaupa gott hunang og fæst það yfirleitt í heilsubúðum
og þar fær maður líka ráðleggingar
.

Láta fylgja vísu úr safni.

          Hún Rabbbara fór og hirti
          hún lét mig vita að,
          hún sett´an, hefði í frysti
          hún áður skar´ann í spað.

kemur ein góð eftir hana Ósk.

það besta í heimi.

         Það besta í heimi er brosandi sveinn,
         blíðlyndur, grannur og fróður,
         andlitið fagurt, um axlirnar beinn
         og undirvöxturinn góður.

                        Góða nótt
Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna

Amen  Góða nótt elsku Milla og gangi þér vel

Erna, 13.8.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Góð færsla Milla.  Frábærar vísur.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 13.8.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góða nótt Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, hún Óda kann að koma orðum að hlutunum. Góða nótt elsku Milla mín 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 00:08

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ þið eruð yndislegar og góðan daginn.
Fyrir þær sem ekki þekkja galgopann, hana Dóru mína þá veit hún vel að Gísli minn mundi aldrei fara í sjoppuna fyrir mig ég geri það ekki einu sinni sjálf, fór frekar og keypti mér álegg og útbjó mér girnilega samloku með sinnepssósu eða eitthvað svoleiðis.
En þennan galgopa elska ég mjög mikið
hún er alltaf í góðu skapi.Mamma.

Fjóla mín uppörvandi að heyra þetta frá þér og ég kann að meta það.
knús Milla

Þið allar takk fyrir að koma inn og lesa,
þið eruð ljúfastar
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 09:21

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk hindin mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.