Ég er samt afar stolt af þeim.
14.8.2008 | 13:20
Ja ég er afar stolt af þeim þetta eru og verða strákarnir okkar,
Handbolti er mín uppáhaldsíþrótt og þeir eru bara flottastir,
ég ætla nú bara hreint að vona að engin fari að agnúast út
í þessar elskur þeir eiga nú annað skilið.
**************************
Má til að segja ykkur á fimmtudögum tökum við gamla settið
ætíð til í kotinu, í morgun var allt ryksugað allar mottur út
og engillinn minn skúraði allt kotið með ediksblöndu.
En áður og meðhliða fór mín í stuð þvoði alla borðstofustólana,
tók baðið í nefið, handþvoði alla þröskulda, lista og meðfram þeim,
þið vitið að þessar fjandans möppur taka ekki skítinn sem kemur
í raufarnar upp við listana og engin nennir að vera með tusku til
að þrífa þetta jafnóðum, nema ég.
Þurrkaði svo af öllu og pússaði var búin að taka tölvuverið,
gestaherbergið og skeiðverið í gær + alla glugga.
Síðan eldaði ég okkur léttan hádegisverð, takið þið eftir því sem ég
er að segja: ,, Fyrir mánuði hefði ég ekki getað þetta".
Bara við að léttast um þessi 6 kg. sem fóru í veikindunum mínum
og hið breytta hugarfar hefur gert kraftaverk.
Að viðurkenna fyrir sjálfri sér feluleikinn sem maður er ætíð í
koma fram og vinna í þessu, og það ekki fyrir neinn nema sjálfan sig
er bara stórkostlegt. 'Eg er slolt af sjálfri mér.
Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Elsku Milla mín gakktu ekki alveg fram úr þér, hvaða voða dugnaður er þetta. Til haqmíngju með 6 kílóin sem eru farin.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:12
Þetta er frábært hjá þér Milla mín jákvæðnin skín í gegn, það er gott Ég var líka eitthvað að myndast við þrífa hér hjá mér en stalst svo út á pall og nennti ekki frekari þrifum Ég vaknaði í morgun til að horfa á strákana okkar og þeir voru frábærir. Gangi þér sem allra best áfram Milla mín og ég bið að heilsa Gísla
Erna, 14.8.2008 kl. 15:33
Stína mín 6 kílóin missti ég ekki af dugnaði, jú það má kannski segi að það sé dugnaður að vera með upp og niður háþrýsting, það tekur á, en þessi kíló fóru í mínum veikindum sem stóðu yfir í 10 daga.
Enn þetta var einhver bónus fyrir mig.
Þeir eru æði strákarnir okkar. Takk Erna mín mun skila kveðjunni til Gísla, sko hann elska náttúrlega allar konur sem vorkenna honum þetta ástandhann á svo bágt greyið.
Einar minn auðvitað ná þeir því og ef ekki þá er ég samt stolt af þeim.
Knús til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 15:56
Ég er bæði stolt af strákunum og ÞÉR, þú ert dugleg og jákvæð og yndislega kona. Klús og klemm norður
Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 16:00
Guð hvað þú ert dugleg Milla mín og auðvita vaknaði ég í morgun til að horfa á strákana okkar, ég var svo stolt af þeim ÁFRAM ÍSLAND Milla þú verður að passa þig...
Kærleikskveðjur Vibba
Vilborg Auðuns, 14.8.2008 kl. 16:37
Knús til þín Ásdís mín og sömuleiðis
Hindin mín
Stoðkerfið mitt bilaði ekki endanlega fyrr en ég var um fimmtugt, en það var oft afar töff, ég vann alveg þangað til að ég gat ekki meir fyrir kvölum, fór þá á Reykjalund og er það besti og lærdómsríkasti tími sem ég hef upplifað það var bara alltaf svo gaman hjá okkur.
Ég veit nú alveg hvað þú meinar með skeiðvellinum, lastu ekki um daginn rannsóknina á því að kynlífið yrði betra eftir því sem þú eldist
ég tek undir það. svo þú veist hverju þú átt von á
Kærleikskveðjur til þín og takk fyrir stuðninginn hann gefur mér afar mikið.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 16:44
Vibba mín takk já ég verð að passa mig, við fórum í búðina áðan og ég gat varla gengið fyrir bakverkjum, en ég held samt að ég hafi gott af þessu.
Knús kveðjur ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 16:47
Takk fyrir það Sigga mín
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.