Fyrir svefninn.
30.8.2008 | 20:13
Ég er nú bara svo hjartanlega glöð eftir þessa tvo daga á
fræðsludögunum, valdbeiting í verki að ég ætla að tala um
þau mál seinna.
Núna kem ég bara með glens og gaman.
Fyrir allmörgum árum, gerðist það norður í Strandasýslu að
frambjóðandi nokkur gisti á afskektum bæ þar nyrðra.
Húsakostur var þröngur og ekkert rúm á lausu, og var
frambjóðandanum boðið að gista í rúmi hjá ungri
vinnukonu á bænum.
Ekki kærði hann sig um það, og kaus frekar að gista í
hlöðunni til að valda ekki hneyksli.
Daginn eftir sá frambjóðandinn vinnukonuna ungu leiða naut
undir kú, en ekki gekk allt sem skyldi.
Þá sagði unga konan: " Hvað er þetta boli, ekki ert þú í framboði."
Ort um flugfreyjur:
Flugfreyjurnar finnst mér oft
flestra óskum svara.
Þessar elskur upp í loft
alltaf vilja fara.
Flugnemi einn átti í erfiðleikum með að læra röð
slaganna í bensínhreyfli.
Í tilefni þess orti kennari hans eftirfarandi:
Sogar, þjappar, sprengir, blæs,
að skilja þetta er ósköp næs
en nái ég mér í væna gæs
ég soga, þjappa, sprengi, blæs.
Neminn náði prófinu.
Góða nótt.
Athugasemdir
Innlitskvittknús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.8.2008 kl. 20:15
Flottust !!!!!!!!!!
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 20:20
Gott að þú naust fræðslunnar, þetta er áræðanlega fróðlegt og skemmtilegt. Hvíldu þig nú vel og njóttu hátíðahaldanna á Laugum á morgun. Góða nótt Milla mín
Erna, 30.8.2008 kl. 21:19
Bjarni minn er einmitt svo klár á öll gangverk, þekkir vel þetta soga, þjappa ..... góða nótt yndið mitt
Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 22:48
Góða nótt!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.8.2008 kl. 23:41
M, 31.8.2008 kl. 01:23
Góðan daginn Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 31.8.2008 kl. 07:40
Góðan daginn skjóðurnar mínar.
Vitið þið hvað þið eruð? ég skal segja ykkur það:
,,Þið eruð gullmolarnir mínir."
Takk fyrir mig og ég sendi ykkur ljós í alla daga.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.8.2008 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.