Sorgar og hamingju-fréttir
31.8.2008 | 08:59
Það stendur ekki á því hjá okkur Íslendingum, að dugnaðarforkar
erum við, er við tökum til við málefnin.
Nú var það glæsimarkaður í Perlunni, til hans gáfu toppfólk sem vildu
láta gott af sér leiða, Ekki var hægt að fá betri stjórnanda fyrir uppboðið,
en Bjarna Ármannsson, hinn eina sanna.
Til hamingju með þennan góða árangur, enda keppist fólk við að sýna
sig og sanna fyrir öðrum.
************************************
Ég er nú eigi að staðhæfa ,að fólk leggi sig ekki fram við að sinna þörf
á stuðningi hér innanlands, því það eru margir sem gera, en það mætti
vera meira og öflugra.
Ef fólk hefur svona gíganíska peninga, eins og við vitum að margir hafa
því í fjandanum er þá ekki meiri drifkraftur í söfnunum fyrir til dæmis,
Langveik börn, geðræktarfélög, og mörg önnur sem eru í mikilli þörf
fyrir aðstoð.
Við vitum að Ríkið lætur eigi nægilega peninga til þeirra málaflokka sem
þurfandi eru.
Ríkið er allt of fast í gamla kassanum, ekki má fara út fyrir rammann,
En gott fólk það er akkúrat það sem þarf.
Sprengja út rammann og brjóta reglur, setja meira fjármagn í rannsóknir
á nýjum (gömlum) fræðum. það má breyta svo mörgu.
Hvenær hefur kommen sens verið eitthvað nýtt?
Og koma svo, hlusta á þá sem vinna að þessu öllu, kynna sér þörfina,
og láta meiri peninga í rannsóknir á því sem best kemur út.
Að mínu mati eru þeir sem standa á peningunum, eigi í stakk búnir og hafa
ekki hundsvit á því hvar á að setja fjármagnið.
Og þeir eru afar flinkir í því að segja:
,,Haldið ykkur svo innan rammans."
þess vegna tel ég þetta vera hamingja að Jemen skuli fá skóla,
en sorg að eigi skuli takast betur upp hér heima.
Góðar stundir.
Skólinn er í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigga mín, það er rétt hjá þér með eitt hornið, en ég er til dæmis að tala um þann ramma sem settur er fólki sem vinnur að hinum ýmsu rannsóknum og þemavinnu, oft er þörf á að breyta og brjóta reglur til að ná árangri með fólk.
Það eru t.d. reglur fyrir því ef þú veikist, þá er þér vísað á vissa deild
og til að komast þangað þarft þú að bíða í marga mánuði,
á meðan veikist viðkomandi meir og meir, er kemur að honum er það kannski orðið of seint. Ef þú færð hjartaáfall er þér ekið á akút hraða inn á bráðadeild færð þræðingu strax, en ef þú kemur á geðdeild og biður um hjálp þá áttu að bíða þar til daginn eftir eða þar á eftir,
því það er bara opið um helgar.
þetta fólk er B. fólk, hlýtur að vera.
Ég gæti sagt miklu meira.
Knús Sigga mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.8.2008 kl. 10:11
Sigga mín forgangsröðunin er eigi þeim í hag sem minna mega sín,
ef samningar mundu nást um að taka sjúklinga hingað til hinna ýmsu lækninga, mundu þeir gera það hiklaust, " þeir fá peninga fyrir það"
Við mundum sitja á hakanum.
Sammála er ég þér með matinn, hann er eyðilagður í stórum stíl
Fólk kaupir hann af því að hann er svo ódýr, en ódýr er hann ekki ef þú veikist.
Ég borða aldrei unnar kjötvörur, álegg kaupi ég einstaka sinnum er gesti bera að garði.
Við borðum mikinn fisk, kjúklingabringur og helst magurt kjöt, fitu fæ ég úr olíum sem ég dassa yfir salatið.
Núna er ég hætt að nota smjör á brauð, en nota það ef þörf er með mat. Og ég ætla ekki að lýsa því hvað mér líður betur eftir, bara þennan stutta tíma síðan ég byrjaði í lífstílsbreytingunni.
Og hef bara gert þær breytingar að hætta í pepsí max, borða hollan morgunmat, og hætt að nota létt og lagott afan á brauð.
veistu það Sigga mín að flestir eru í afneitun varðandi matarræðið,
og skilja svo ekkert í því hvað er að gerast ef það veikist.
Við gætum örugglega skrafað um þetta í allan dag.
hef svo mikið að segja um þessi mál.
Knús kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.8.2008 kl. 12:04
Góður pistill elsku Milla. Langar að segja þér að ég var ekki að hugsa um uppboð, heldur markað, en þett þarf mikinn unidrbúning það er sko satt. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 14:06
Milla mín, sá inn á síðunni hjá Ásdísi að þú vilt gera eitthvað gott hér fyrir norðan. Ég er með hugmynd. Eigum við að heyrast?
Anna Guðný , 31.8.2008 kl. 14:15
Góður Pistill Milla mín kær kveðja til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2008 kl. 16:50
Mikið rétt Milla. Ég hef áður sagt að mér finnst við ættum að leggja okkur eins mikið fram fyrir okkar landa sem þurfa aðstoð.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 17:00
Innlitskvitt og knús kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:18
Ásdís mín ég bara miskildi þig, en það er sama þetta þarf gífurlegan undirbúning.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.8.2008 kl. 20:36
Anna Guðný við skulum spjalla saman, annars erum við ekki að fara að hittast á laugardaginn.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.8.2008 kl. 20:37
Knús til þín katla mín.
Fjóla mín, já miklu meir en við gerum, þetta þjóðfélag er bara okkur til skammar, ég man þá tíð er ég var stelpa þá var hugsað um þetta blessaða fólk.
Knús kveðjur
Milla.
Linda mín knús til þín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.8.2008 kl. 20:50
Jú Milla min, við erum að fara að hittast á laugardaginn. En þetta þyrfti að gera áður og koma með þá.
Anna Guðný , 31.8.2008 kl. 20:52
Anna Guðný mín síminn minn er 4564287 hringdu endilega í mig
ég get líka hringt í þig ef þú lætur mig hafa númerið þitt.
Þú ert ekki enn þá virk í skilaboðunum.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.8.2008 kl. 21:33
Hringi í þig á morgun
Anna Guðný , 31.8.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.