Voru þeir hræddir greyin!

 Ljósmæður fengu aðeins 25 að fara upp á palla Alþingis.
Svona prúðar og stilltar konur var þeim eigi treyst? Ekki
það að við getum svo sem beitt okkur konur ef þörf krefur
enda veitir ekki af því reynt er að traðka okkur niður í
svaðið frá öllum vígstöfðum.

Engin skal samt halda að það takist, nú skulu þeir bara semja
við þessar bráðnauðsynlegu konur annars er voðin vís.
Eins og á svo mörgum öðrum sviðum.

Baráttukveðjur.


mbl.is Lokað og læst á ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Heyr heyr sammála

Brynja skordal, 3.9.2008 kl. 17:19

2 identicon

Já það er um að gera að læsa þennan brjálaða skríl úti þær eru hvort sem er svo lítils virði, þær taka bara á móti nýfæddum börnum það er nú ekki merkilegra eða hvað?

Þetta sýnir okkur enn og aftur hvernig er forgangsraðað hjá þeim sem stjórna þjóðarskútunni. Það er mun nauðsynlegra að setja nógu mikla fjármuni í hermál heldur en að vera að hækka launin hjá þeirri stétt sem við sauðsvartur almúginn teljum að eigi að fá hærri laun. Ég held að flestir telji það sé komin tími til að ljósmæðra starfið verði að minnsta kosti metið til jafns á við þá sem stjórna bönkunum.  Mér finnst þetta vera aum framkoma við þessar konur, þær ættu kannski að loka á þá ráðamenn sem eru að koma á fæðingadeildina í hvaða erindum sem þeir/þær eru.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 17:38

3 identicon

Sammála þér í einu og öllu þarna...

Och tack so mycket for dina commentar kära Milla... Kram till dig från mig :=)

hindin (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við sauðsvartur almúginn erum eigi neitt metin heldur, ég hef nú verið viðstödd fæðingar fimm barna og aldrei hef ég séð nokkrar manneskjur vinna eins vel og mikið eins og ljósmæður, fórnfýsin er takmarka laus
og náttúrlega er allt svo miklu persónulegra á litlu stöðunum.
þegar Dóra mín átti tvíburana var hún lögð inn kl 10.30 um morguninn
Og ljósmóðirin sem var á vakt fór ekkert heim á vaktaskiptum,
síðan var önnur ljósa tveir sjúkraliðar, barnalæknir, og fæðingarlæknir
og svo beið skurðstofufólkið ef ske kynni að það þyrfti að skera,
Þetta fólk vann sko fyrir kaupinu sínu og miklu meira en það
Dóra fæddi tvíbura 1 kl 8.30 og tvíburi 2 kom 8.35
Lea ljósa var ekki farinn heim kl 11 er við drukkum kaffi saman inn á stofunni sem Dóra fékk.  Svona get ég lýst öllu því góða fólki sem ég hef kynnst í kringum fæðingardeildirnar bæði í keflavík og á Akureyri.

Það eiga bara allir sem sinna veiku og gömlu fólki að fá góð laun.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 19:46

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hindin mín kära venn tak det samma. men du skriver på svenska
gjör du inte de.
Knús ock kram
Din Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 19:51

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Lea er hjá ykkur hún er yndisleg þú mátt ef þú hittir hana bera henni kveðju mína og Dóru minnar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband