Halló Áríðandi, fyrir svefninn.

                                 LÍF ÁN EINELTIS.
              Stofnum samtök foreldra gegn einelti.

Ég skrifa til þín í þeirri von um að fá hjálp, leiðsögn, hugmyndir og sem
flest sjónarmið og stuðning til að gera draum að veruleika.

Að styðja eineltisforvarnir með því að stíga fram og lýsa yfir stuðningi
við stofnun eineltissamtaka, samtaka foreldra eineltisbarna.

Ég þarf þig, ég þarf að ná til þín. .

Stór hópur fólks sem á börn í skóla í dag og glímir við eineltisvandann
og fólk sem á eldri börn í dag sem glímdu við eineltisvandann á sínum
tíma er enn þann dag í dag að glíma við afleiðingarnar.
Þunglyndi, kvíða, fólksfælni, sjálfsásökun og lélegt sjálfsmat. 
Foreldrar sem eru hræddir um börnin sín. Einelti er dauðans alvara.   

Hinsta kveðja mín til sonar míns, sem lesin var á jarðaför hans. 

Elsku Lárus minn, ástin hennar mömmu sinnar.  
Þakka þér fyrir þann tíma sem þú gafst mér og allt sem þú kenndir
mér  og öðrum.

Þú hefur snert strengi svo ótalmargra sem þykir vænt um þig  
og þú átt eftir að snerta strengi svo ótalmargra um ókomin ár.  
Sú sára reynsla sem þú fórst í gegnum sem barn og unglingur,

að fá  ekki að njóta tilveruréttar þíns og fá ekki að vera eins og þú varst  
óáreittur markaði þig fyrir lífstíð.

Því miður, það er sárast af öllu.  
En sú barátta sem við hófum þá gegn einelti og skilningsleysi fólks á  
hættulegum aðstæðum í skólum sem upp koma heldur áfram í þínu nafni og
mun lifa.  Þú kenndir mér umburðalyndi, þolinmæði og að sýna öllum
skilning og nú  látum við það berast.  
  
Ég trúi því elsku drengurinn minn að þú sitjir nú í englaskara sæll og glaður.  
Að á mínum mesta sorgardegi hafir þú átt þinn mesta hamingjudag.  
  
Litli outsiderinn minn. Ef þú hefðir bara heyrt, ef við hefðum bara  
komist inn fyrir brotnu sjálfsmyndina þína og þú hefðir séð og trúað  
hversu frábær maður þú varst.

Betri mann gat engin stúlka eignast.

Þú  varst prakkari, fyndinn, uppátækjasamur, duglegur, hugrakkur, fallegur  
og góður.  
  
Ég sat úti í sólinni með fjölskyldu og vinum fyrir 21. ári síðan og  
við biðum fæðingar þinnar og nú hef ég setið úti í sólinni með  
fjölskyldu og vinum og beðið þess að kveðja þig frá þessu  jarðvistarlífi.  
Kveðjustundin er komin engill og ég er svo óendalega sorgmædd.  
  
Ég bið þig að fyrirgefa mér,  
Allt sem ég gerði og hefði ekki átt að gera.  
Allt sem ég gerði ekki en hefði átt að gera.  
Allt sem ég sagði en hefði ekki átt að segja.  
Allt sem ég sagði ekki en hefði átt að segja.  
  
Þú gafst mér ást þína óskilyrta og þar var ég heppin.  
Ég elska þig af öllu mínu hjarta og allri minni sál. 
 

Ég vil stofna eineltissamtök, samtök foreldra eineltisbarna, sem hefðu
það markmið að styðja við bakið á foreldrum eineltisbarna,
veita upplýsingar, hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, leyfa fólki að tala
og tjá sig, fá huggun og uppörvun hjá fólki sem þekkir þessi mál og
er búið að ganga þessi þungu spor.

Samtök, með fundaraðstöðu og föstum fundum þar sem foreldrar
eineltisbarna gætu komið saman og leitað eftir stuðningi og ráðgjöf,
skipst á skoðunum og miðlað af sinni reynslu.

Opna vefsíðu, símaviðtalsþjónustu....... 

Samtökin munu líka vinna sem þrýstihópur fyrir þeim breytingum
þar sem þörf er á innan skólakerfisins. Eins og t.d.

Að skólastjórnendur setji vinnu gegn einelti í forgang og forvarnarstarf í
fyrsta sæti í sínum skóla og vinni markvisst að því að öllum líði vel í skólanum,
alltaf.

Skólinn er vinnustaður barnanna og við foreldrarnir eigum að geta treyst því
að þeim líði þar vel. Ef þeim líður ekki vel
hvernig er þá brugðist við því og hversu fljótt?

Það þarf að stórauka úrræði, finna betri úrræði þegar eineltismál koma upp
og auka forvarnastarf stórlega í mörgum skólum.

Er nógu markvisst fylgst með því hvort unnið er eftir
eineltismarkmiðum í aðalnámskrá grunnskólanna eða hvort skólar hafa
starfandi eineltisteymi sem foreldrar eiga sæti í og
eineltisáætlun til að vinna eftir?

Hve mikið er lagt upp úr sýnileika eineltisforvarna?
Hvað þarf til að vekja fólk til umhugsunar. Þarftu að hugsa þig um?

Í baráttunni fyrir bættum vinnubrögðum í eineltismálum,
þarf að fá skólayfirvöld til að skilja að eineltið byrjar ekki heima.

Bæjar- og skólayfirvöld þurfa að axli þá ábyrgð sem þeim ber
samkvæmt lögum.

Hættum að vísa vandanum heim til þolanda. 

Okkur ber lögum samkvæmt að senda börnin okkar í grunnskóla
þar sem allir eiga sama rétt á námi.

Sveitarfélögum er skylt að tryggja öllum nemendum
viðeigandi námstækifæri. 

Með ykkar hjálp og leiðsögn getur stofnun eineltissamtaka foreldra
eineltisbarna orðið að veruleika og með virkri þátttöku sem flestra
í samfélaginu ættum við að geta orðið að sem mestu gagni í
baráttunni gegn einelti.

Hvernig getið þú séð þetta fyrir þér?
Hvernig getur þetta hjálpað þér og þínu barni?

Við þurfum fólk eins og þig til að leggja okkur lið.

Þínar hugmyndir, þínar skoðanir og þitt álit skiptir máli.
Þetta gæti verið barnið þitt. 

Ég bið þig um að senda mér póst til baka eða hringja í mig til að láta
mig vita hvort þú sjáið þér fært að leggja mér lið á einhvern hátt.

Ég bið þér líka um að áframsenda þennan póst á þá sem þú heldur
að geti komið til liðs við mig því ég er rétt að byrja.

Sterkur hópur, dásamlegt hugsandi fólk hefur þegar svarað bænum
mínum, haft samband og vill koma til liðs við mig.

Hugsjónafólk, fólk sem er annt um náungann.

Fólk með lífs- og starfsreynslu á þessu sviði og öðru
sem tengjast þessu, sérfræðingar, áhugafólk og önnur samtök
bjóða fram aðstoð við að koma þessu verkefni í framkvæmd.

 

Ég á ekki orð til að lýsa þakklæti mínu til allra þeirra sem hafa
á einn eða annan hátt stutt mig og mína til þessa verks.
Það er svo stórmannlegt og dásamlegt.

Ég finn að ég er ekki lengur ein.

En í hjartans einlægni þá þarf ég á þér að halda. 
 

Með kærri kveðju og fyrirfram þökk.

.

Ingibjörg Helga Baldursdóttir

Grunnskólakennari

HS:    555-0259

GSM: 867-9259

ingabaldurs@gmail.com




Kæru vinir um allt land vaknið nú upp ekki endilega við
vondan draum, heldur til umhugsunar um að þetta geti
gerst og sé þegar farið að gerast gagnvart þínu barni
eða barnabarni.
Koma nú allir landsmenn gerum kraftaverk öll saman.
                                          Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

 Góða nótt!

 http://imgs.sfgate.com/n/pictures/2008/06/02/turtle5.jpg

Heidi Strand, 3.9.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Helga skjol

Ég verð með, ekki spurning, mun senda henni mail núna og óska eftir því að verða þátttakandi í þessu þarfa verkefni, takk Elsku Milla mín að setja þetta hérna.

Knús á línuna

Helga skjol, 3.9.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Við skul öll leggjast á eitt svo þetta verkefni verði af veruleika.

Þetta snertir okkur öll.

Góða nótt Milla mín og Guð geimi þig.

Solla Guðjóns, 3.9.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Vá.  Ég styð málefnið örugglega, má hringja í mig 8992445.  Það er þörf á að mæta þessu verkefni og það strax.  Ég vann með börnum mörg árin og það voru ófagrar sögur sem glumdu í eyru um einelti. 

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

 Heidi þessi mynd er alveg frábær, ég átti einu sinni skjaldböku hún var á stærð við stóra hendi.

Helga mín takk fyrir góðar undirtektir, ekki að spyrja þar sem þú átt í hlut

Solla mín auðvitað hjálpumst við öll að engin spurning, og það er hægt að byrja strax, bara í tali við fólk.

Fjóla mín þú þarft eiginlega að senda henni mail svo hún fái malið þitt og geti sent þér allt um það sem er að gerast og best er að allir þeir sem geta gerist meðlimir í félaginu

Vally mín sendu henni Ingu mail og láttu vita af þér.

Dóra mín þú elskar mig nú samt þó ég sé "gamalt hró" það er eigi í lagi með þig stelpa ég er ekki gamalt hró.bíddu bara unglingurinn þinn.

Auður mín mailað, hringdu eða láttu Ingu vita af þér á einn eða annan hátt og endilega gakktu í félagið.
Vona að allt gangi dóttur þinni í hag í nýja skólanum.
Takk fyrir þitt innlit.

Knús til ykkar allra og munið við verðum að vinna að þessu hver á sínum stað og byrja strax.
Kærleikskveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.9.2008 kl. 06:10

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín gott að sem flestir taki þátt og helst aææir landsmenn
því þetta snertir eins og stendur ritað bæði fullorðið fólk og börn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.9.2008 kl. 09:40

7 Smámynd: Brynja skordal

Takk fyrir að koma með Milla mín

Brynja skordal, 4.9.2008 kl. 11:27

8 identicon

Ég vegna vinnu minnar er búin að vera á 3 ára námskeiði í eineltisáætlunninni fra Olweus.Það hefur komið sér aldeilis vel í mínum skóla og höfum við fundið þvílíka breytingu á aðstæðum. Mér findist að allir skólar ættu að taka þessa eineltisáætlun inn. Það er alveg hryllilega sorglegt að horfa upp á ungt fólk og börn sem ekki hafa náð að fóta sig í lífinu bara vegna þess hvernig komið var fram við það í skóla.

hindin (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 12:09

9 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ja það féllu tér er ég las þetta,  ég vil sko vera með , þetta er hörmulegt í alla staði

Erna Friðriksdóttir, 4.9.2008 kl. 19:13

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Láttu vita af þér Erna mín, Auðvitað viljum við öll vera með.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Alveg sjálfsagt Brynja mín.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Hindin mín viltu láta Ingu vita af þessu hún þiggur allar upplýsingar sem hægt er að fá.
Knús til þín ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.9.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband