Vinahittingur og bara frábær dagur.

Hittum vini á kaffi Karólínu í Listagili í gær, það var frábært.
Ekki komu nú margir, en það var fámennt, gott og mikið var
spjallað, hlegið og grínast.
Við mættum þarna ásamt mér, Gísli minn,
Sigrún Lea og Guðrún Emilía Halldórudætur, en mamma þeirra
komst ekki vegna vinnu, síðan voru Anna Guðný, Doddi,
Huld og Hallgrímur þau eru sko hjón, svona ef einhver skildi ekki
vita það. Og svo kom hún vina okkar frá Ólafsfirði Ásgerður.
Þetta var bara stórkostlegt og mætti vera oftar, legg til einu sinni
en fyrir jól.
Áður en við fórum til hittings var farið í Bónus, Hagkaup og
Glerártorg þær þurftu eitthvað að stússast þar dömurnar mínar,
og ég þurfti að fara í heilsubúðina það er ýmislegt sem manni
vantar er maður er farin alfarið að baka sjálfur sín brauð.
Í Hagkaup versluðum við þvílíkt af lífrænt ræktuðum vörum
allskonar sósur sem notaðar eru í heilsurétti og bara nefnið þið það.
Heill frumskógur er í boði er maður breytir um lífstíl og þessi innkaup
þó mikil hafi verið eru bara rétt byrjunin á því sem maður þarf að eiga
til heilsusamlegrar matargerðar, en þetta kemur allt, og ekki er það verra
að Gísli er með mér í þessu 100% og hefur ekki síður gaman af því að
stúdera frekar en ég.

Vissuð þið að allar tómatvörur í dósum, krukkum og flöskum er mest
dulda sykurmagnið sem fyrirfinnst, hugið bara á því.
Það er hægt að kaupa tómatvörurnar sykurlausar.

Í dag ætla ég að búa til  grænmetiskæfu, mér líkar hún alveg örugglega.
Eigið góðan dag allir vinir mínir
Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grænmetiskæfa hljómar ótrúlega vel... maður verður bara smá svangur!

Annars var hittingurinn mjög skemmtilegur - gaman að sjá ykkur öll, þó svo að gaman hefði verið að sjá fleiri. Fámennt en æðislega góðmennt. Kærar kveðjur! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Grænmetiskæfa, til í að fá uppskriftina.

Ía Jóhannsdóttir, 7.9.2008 kl. 10:14

3 Smámynd: M

Mikið hefur verið gaman hjá ykkur. Þurfum bara að hittast á miðri leið, þið og við fyrir sunnan. T.d. Bifröst

Heillar mig nú ekki grænmetiskæfan en endilega gefðu uppskriftina ef hún er góð.  

M, 7.9.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæru vinir læt ykkur í té grænmetiskæfuna ef þetta er góð uppskrift núna er ég búin að setja speltbrauð/með sólþurrkuðum tómötum og rauðlak í ofninn, er að bíða eftir kasjúahnetunum sem eru í bleyti fyrir kæfuna.

Takk sömuleiðis Doddi.

Emmið mitt mið leið er svona Blönduós.

Dóra mín veit að þú ert ekki hrifin af svona grænmetis, en englarnir voru alveg til í að fá brauð hjá mér.

Knús kveðjur til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: M

Það er alltaf lengra að fara norður en suður

M, 7.9.2008 kl. 10:58

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir síðast Milla mín, það var gaman að hitta ykkur

Huld S. Ringsted, 7.9.2008 kl. 11:30

7 Smámynd: egvania

Milla mín vildi bar smá kíkja á þig og þakka ykkur fyrir gleðistundina í gær.

Kærleiks kveðja Ásgerður

egvania, 7.9.2008 kl. 16:07

8 Smámynd: Helga skjol

Hefði svo gjarnan viljað vera þarna líka en svona er þetta bara, hlakka til að sjá þig á næsta hitting mín kæra

Helga skjol, 7.9.2008 kl. 16:14

9 Smámynd: egvania

Milla þú segist láta okkur í té grænmetiskæfuna viltu senda mér hana í pósti en pakkaðu henni vel inn fyrir mig.

 Faint 





egvania, 7.9.2008 kl. 16:16

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín þú ert enga stund að búa til kæfuna, annars færðu hana bara ofaná brauð er þú kemur í kaffi.

Helga mín við sjáumst, knús

Við höfum nú heyrt þennan áður Emmið mitt

Knús til þín Huld mín


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband