Fyrir svefninn.
8.9.2008 | 20:23
þekktur lögfræðingur í Reykjavík, vildi koma konu sinni
og dætrum að óvörum á aðfangadag.
hann læddist óséður heim til sín og inn í svefnherbergi.
þegar konan og dæturnar voru sestar inn í stofu,
birtist hann með fangið fullt af gjöfum í jólasveinabúningi
og kyssti konu sína rembingskossi.
Yngri dóttirin horfði undrandi á og sagði svo: ,, Það er aldeilis,
fyrst var það rafvirkinn, svo málarinn og núna jólasveinninn."
************************
Eiginkona nokkur tók á móti sauðdrukknum eiginmanni sínum
að næturlagi með þeim orðum að ef hún væri í slíku ástandi
mundi hún skjóta sig.
Eiginmaðurinn steyptist á gólfið og sagði: ,, Ef þú værir í
mínu ástandi mundirðu ekki hitta."
Nú fáum við góðar eftir hana Ósk.
Ávísnakvöldum er oft byrjað
á því að kynna sjálfan sig.
Ég heiti Ósk frá Húsavík
hagyrðingur, engum lík,
Þingeyingur, guð þeim gaf
gáfur til að bera af.
Útlitið sérðu og augnanna lit,
upprunninn þingeyingur,
útgerðarstjóri með eigulegt vit
og afburða hagyrðingur.
Orðspor mitt er oftast gott
auðmjúk, prúð og væmin.
En aðrir sjá þess vísast vott
að verði ég stundum klæmin.
Góða nótt.
Athugasemdir
Það er gott að brosa fyrir svefninn - góða nótt dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:33
Góða nótt til þín einnig. yfirleitt er ég með eitthvað broslegt, en undanfarið hefur þörfin knúið á um annað og eru þau verkefni eigi öll,
en kem með þau inn á milli.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.9.2008 kl. 20:41
Ég klukkaði þig Milla mín
Elísabet Sigmarsdóttir, 8.9.2008 kl. 21:22
Semur þú sjálf vísur Milla ?? góða nótt
Erna Friðriksdóttir, 8.9.2008 kl. 21:34
ha ha ha ha.... Þessir voru góðir og vísurnar ekki síðri. G'óða nótt
hindin (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:36
Þær klikka ekki kvöldsögurnar úr Kærleikskoti. Takk Milla mín og góða nótt
Erna, 8.9.2008 kl. 23:38
Takk fyrir að fá að vera á litlu ræmunni þinni.
Þakka góða kvöldsögu.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.9.2008 kl. 00:07
Góðan daginn Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 07:19
Góðan daginn, ég fíla alveg að lesa kvöldsögur með morgunkaffinu vinkona.
Ía Jóhannsdóttir, 9.9.2008 kl. 07:33
Sigga mín knús í daginn.
Liso mín það er löngu búið að klukka mig er ekki bara allir búnir að fá klukk? knús í daginn
Erna mín það kemur fyrir að ég hnoði saman vísutetri, en afar sjaldan
þessar samdi hún Ósk Valdimarsdóttir vinkona mín og tengdamóðir Millu dóttur minna.
Knús i daginn
Knús í daginn Hindin mín.
Knús til þín Lady Vallý
Takk og knús elsku Erna mín.
Knús í daginn þinn Anna Ragna þú veist að ræmurnar geta verið stórar , það fer eftir því hvað stendur í þeim,
velkomin
Knús í daginn Stína mín
Knús í þinn dag Ía mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.9.2008 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.