Fyrir svefninn.

Ég ætla að byrja á því að óska þeim til hamingju sem stóðu
fyrir stofnun, samtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna
þolenda.
Þar eru í fararbroddi Ingibjörg Helga Baldursdóttir og
Þráinn Lárusson. Sonur þeirra gafst upp á þessu lífi sem honum
bauðst á jörðu hér 21 júní 2008. vegna eineltis.

Ég dáist af þessum foreldrum fyrir dugnaðinn í þessu máli
og  eiga þessi samtök eftir að eflast og verða mörgum til hjálpar.
Endilega farið inn á síðuna hjá henni Ingibjörgu og kynnið ykkur
málið. Slóðin hennar er ingabaldurs.blog.is
                                                      
Þekkið þið ekki einhvern sem er undirleitur, dulur, brosir sjaldan,
fer helst sínar eigin leiðir. verið viss um að þarna er eitthvað að.
Látið ykkur varða, við verðum öll að taka þátt.

Guð gefi að okkur öllum gangi vel í baráttunni gegn einelti.

                       Segðu mér, er fólkið frjálst,
                       finnur það ástina björtu?
                       Eða er það dæmt til að þjást,
                       þangað til bresta hjörtu?

                       Segðu mér, hvert er þitt svar
                       er sannast reynist?
                       Segðu mér, hversvegna, hvar
                       og hvað á bak við leynist!

                      Þegar kuldinn fer að kyrja,
                      kannski jafnvel notar stuð!
                      Þá hef ég heimtingu á að spyrja:
                      ,, HVAR ER GUÐ?!?"

Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús til þín og góða nóttina mín kæra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.9.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 11.9.2008 kl. 23:18

3 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt milla mín Elskuleg

Brynja skordal, 11.9.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 00:30

5 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 12.9.2008 kl. 01:56

6 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 12.9.2008 kl. 06:30

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar skjóður mínar.
Hafið það sem best alla daga.
Knúsý knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.9.2008 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband