Fyrir svefninn.

Kæru bloggvinir, nú er dagur að kvöldi kominn, og er hann búin
að vera yndislegur.
Í morgun kom litla ljósið í pössun, við fórum saman í búðina að
versla smá, mamma hennar gaf henni 100 kr til að kaupa ís,
Mín fór að velja ís, hún vildi fá snjókallaís og eins og allir vita þá
er hann 10 st í kassa svo við sögðum henni að láta kassann í
innkaupakörfuna, já og svo borga ég konunni peninginn, já
allt í lagi segi ég, er að kassanum kom sást hún hvergi, fór að vita
um hana þá var hún inni í blómabúð hjá mömmu sinni.
Síðan kom afi að sækja okkur er hann var búin að setja vörurnar í bílinn.
Ég segi er við komum út í bíl, Aþena Marey hvaða pening ertu með?
Sem mamma gaf mér, nú áttir þú nú ekki að láta konuna við kassann
hafa peninginn? Jú ég bara gleymdi því, útrætt mál.

Pabbi hennar kom svo í hádeginu var búin að vinna, við fengum okkur
snarl saman, þau fóru svo heim og afi fór að sækja englana mína fram
í Lauga þær voru að sækja um nýja passa og fara í myndatöku fyrir kortin.
Síðan var aðeins farið í búðir, heim og við borðuðum saman í kvöld.

Í matinn voru svínalundir með ferskjukarrý -sósu, brún grjón,salat.
Ég bjó líka til Karrý rétt með sauja og kjúklinga baunum sem er gott að
hafa bara sem sér rétt eða sem meðlæti hrikalega góður.

                Kvótabragur.

Þegar kvóti var settur á ástarlífið.
( Elliheimili Húsvíkinga heitir Hvammur.)

                Það kom um daginn kvótablað
                um hvað ég mætti gera það
                oft á þessu ári.
                Eflaust var ég svekkt og sár
                að sjá á blaði þetta pár
                en ei svo tæki tári.

                Bjartsýni mér borin er
                í blóði skal ég segja þér
                ég sagði, allt í lagi.
                Vorið færir líf og ljós
                og líka karlinn út til sjós,
                þá fækkar þessu fagi.

                Sumarið er sigið á
                svona fór um ætlan þá
                kvótinn bráðum búinn.
                Sumarfríið eftir er
                eitthvað má nú gamma sér
                ég er öllum ráðum rúin.

                Er haustið fer að halla að
                ég hugsa fer um kvótablað.
                Hvað á ég að gera?
                Er kaldur vetur kominn er
                hvernig á að ylja sér?
                Ekkert við að vera.

                Nú er ástin orðin heit
                ég ötul er í kvótaleit,
                hef mig alla í frammi.
                Þá fæddist hjá mér lítið ljós,
                það líka alltaf vel til sjós.
                Ég kaupi kvóta í Hvammi.

Þessar eru eftir hana Ósk, frábærar að vanda.

                              Góða nótt
Sleeping         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 12.9.2008 kl. 22:03

2 identicon

Góða nótt og koddaslagskveðjur til þín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis kära venner, gerið nú eitthvað siðlegt um helgina
allavega ætla ég að gera það.
Búin að vera svo óþekk.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.9.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Brynja skordal

Milla mín þú kemur stundum með svo girnllegt til að borða Ferskjukarrísósa nú vil ég fá að vita hvernig hún er útbúinn En hafðu ljúfa nótt Elskuleg

Brynja skordal, 12.9.2008 kl. 22:18

5 identicon

Góða nótt og megi helgin verða þér ljúf...

hindin (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 01:06

6 Smámynd: Jens Guð

  Frábært og skemmtilegt!

Jens Guð, 13.9.2008 kl. 01:38

7 Smámynd: Dísa Dóra

haha sniðug sú stutta

Dísa Dóra, 13.9.2008 kl. 08:39

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín. Mikið er þetta girnileg uppskrift, er hægt að senda mér uppskriftinaGrænmetiskæfan er algjört nammi

Kristín Gunnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 08:53

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allan daginn snúðar mínir og snældur.
takk fyrir innlitin og ég veit að þið eigið góða helgi.

Mun setja inn aðeins síðar uppskriftina af matnum í gærkveldi Brynja mín.

Glöð að heyra að grænmetiskæfan er að falla þér í smekk Stína mín.

Dóra mín ekkert er yndislegra en að hafa hana hjá sér
litla ljósið, knúsaðu hana frá ömmu og afa er hún vaknar.
Annars er hún örugglega vöknuð og byrjuð að láta stjana við sig.

Knús kveðjur á ykkur öll.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 09:06

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín, frétti svo seinna að hún hefði farið með pabba sínum í Húsasmiðjuna og þar keypt sér enn eina sápukúluflöskuna, og fékk marga peninga til baka, sko krónur og tíkalla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband