Ræðusnillingar ná ætíð eyrum manns.

Haustþingi lauk í gær, og þar með 135. Löggjafaþingi
þjóðarinnar.
Þingfundir voru 123 og stóðu í 606 klukkustundir.
Ókrýndur ræðukóngur löggjafaþingsins var að sjálfsögðu hinn
frábæri vinur minn Steingrímur J Sigfússon, hann er fyrir utan að
vera ræðusnillingur, afar vel gefinn og skemmtilega vel máli farinn.

Það var eins og með Jón Baldvin Hannibalsson er hann ver á þingi
og eða kom fram einhversstaðar, ætíð hlustaði maður og gerir en.

þessi skoðun mín kemur eigi neitt við skoðun minni á pólitík.
Það eru til snillingar í öllum flokkum, sumir ná eyrum manns
vegna ræðusnilldar sinnar, en aðrir hafa bara eigi þá gáfu að
getað talað svo vel fari.
Annað í þessu er, að eigi er sama hvernig ræðan er samin,
sumar eru afar langdregnar og hundleiðinlegar, en aðrar
svo vel orðaðar að maður hefur unun af að hlusta á, þó að
maður sé eigi sammála þá er í góðum ræðum ætíð einhver boðskapur.


mbl.is Steingrímur talaði lengst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góða helgi Milla mín

Ía Jóhannsdóttir, 13.9.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ía mín sömuleiðis.

Æi litla ljósið hennar ömmu sinnar, knúsaðu hana frá mér.
Elska ykkur allar
Mamma og amma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 10:15

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammál með Steingrím, frábær ræðumaður.

Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 10:47

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ætíð gaman að hlusta á hann og hans fólk, hef þekkt hann síðan hann var gutti heima í Þistilfirði.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 12:44

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín fór inn á Heiðarbæ og las ferðasöguna, þetta hefur verið fínt hjá ykkur þó stutt hafi verið.
Knús í helgina ykkar.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 12:50

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Skil hann vel Silla mín við erum af gamla skólanum, það þarf að klára verkin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 14:09

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammála þér Milla. Sumir stjórnmálamenn, tala það snildarlega að þeir ná svo sannarlega til eyna minn, sama hvaða flokki þeir tilheyra.  Mér finst td okkar háttvirtur Geir H forsetisráðherra  aldeilis ekki góður ræðumaður, og hundleiðinlegt að hlusta á hann það litla sem að kemur frá honum, er ekkert samt að segja að hann sé eitthvað slæm persóna....... en svona er þetta misjafnt

Erna Friðriksdóttir, 13.9.2008 kl. 14:38

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Geir er bara orðin að einhverri kvígu sem vælir út úr sér akkúrat engu,
því miður og ekki er nú væluskjóðan hún Ingibjörg Sólrún betri það stenst ekkert sem hún segir.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.