Samantekt.

Sporðdreki: Munurinn á þér og hinum í liðinu er sá að þú kannt að hlusta á. Þú heyrir og skilur heildartilganginn og vinnur út frá því í stað þess að týnast í smáatriðum.

 
Ætli ég geti þá ekki bara orðið einræðisherra yfir landinu
okkar, get það alveg eins og Dabbi hef það líka fram yfir
hann að kunna að hlusta.

Geir segir  langan fund að hefjast, hann kemur eigi með
neina hugmynd að lausn mála á fundinn, en það sé það
sem þeir ætli að ræða. Eins gott að þeir ljúki þessu um
helgina, búnir að hafa of langan tíma í draumalandinu
og á meðan hefur fjöldi fólks ekki fyrir mat.

Talað er um hamstursáráttu landans, en það er nú bara
hjá þeim sem eiga peninga svo hræddir um að verða
matarlausir, ekkert skrítið eru vanir að hafa nóg af góðum
mat og aldrei að skorta neitt.
Annað er upp á teningunum hjá þeim sem ekkert eiga
þeir þurfa að þiggja mat sem að þeim er réttur.

Ekkjumenn binda sig fyrr heldur en konur eftir missi maka,
Æi, er nú ekki hissa á því.
Sumum vantar félaga, öðrum vinnukonu og kokk,
svo eru það þeir sem eru í vandræðum með litlu skinnin sín "Börnin"
Þeir höndla það mun ver en konur að vera einir.

Göngum til góðs gekk ekki eins vel og á síðasta ári,
er nú í raun ekkert hissa fólk á bara enga peninga,
en samt söfnuðust 8 miljónir í Reykjavík og það á eftir
að koma frá landsbyggðinni.
Væri ekki þjóðráð að nota þessa peninga innanlands
að þessu sinni, nei bara smá tillaga.

Eigið góðan dag.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Alveg sammála þér Milla. Lítum okkur nær, það er að nógu að taka hér innan lands.Geri mér fulla grein fyrir því að þessi lönd þurfa hjálpina og höfum oft gefið hjálparhönd. En ég vel önnur mál þetta sinnið.+

Eigðu góðan dag xxx

M, 5.10.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Anna Guðný

Það sem mér skilst að hafi gengið verr nú en í fyrra var að fá fólk til að ganga í hús og safna. Það held ég að hafi nú meira með að nenna að standa upp úr stólnum og hafa sig af stað frekar en allt annað. Ef  enginn bankar upp á hjá þér, getur þú ekki gefið. Allavega var minn rass þungur í gærmorgun. En hafði mig af stað og gekk um hverfið mitt. Mikið var ég ánægð eftir á að hafa drifið mig af stað. Hefði ekki viljað missa af þessu.Nánast allir gáfu, mismikið. Sumir gáfu meira að segja mjög lága upphæð.  En það var  gefið með bros á vör og hlýju í hjarta. Og tekið við með þakklæti. Ég var hissa á hvað það voru margir sem sögðust vera búnir að bíða eftir okkur og voru jafnvel með pening tilbúinn í vasanum.

Hafðu það gott í dag Milla min

Anna Guðný , 5.10.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Eygðu góðan dag rugludalladósin þín á HúsavíkKvitt og knús rugludalladósin í Keflavík

Ólöf Karlsdóttir, 5.10.2008 kl. 16:28

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Emmið mitt já það er um marga að hugsa núna.
Knús til þín ljúfa mín. Milla.

Anna Guðný mín það var komið í öll hús á Húsavík og var ég búin að safna smápening í margar vikur enda fengu þau dágóða upphæð, því ekki voru þetta neinar krónur, en ákvað að safna í dallinn því það er svo oft sem maður er ekki með pening heima er bankað að dyrum er.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Ja hérna er ekki rugludallurinn úr kef vöknuð
knús Húsavíkurruglan.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2008 kl. 16:38

5 identicon

Góð spökulasjón há þér, nema hvað..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 18:30

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Langbrókin mín manni er margt til lista lagt, eins og þú munt vita
eftir langa blogvináttu okkar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband