Úr borg hraðans.

Sérkennilegt fólk talar um borg hraðans, en ég hef aldrei orðið hans vör,
silagangur einkennir þessa borg bílar drullast varla yfir gatnamót á tíu, það skiptir kannski engu máli maður verður bara að reikna með að það taki 15 mín að komast yfir ein gatnamót.
Nei í alvöru hef bara ekki lent í öðru eins fórum í Húsgagnahöllina,
ég þurfti aðeins að skreppa inn í Bodum,
er við komum út aftur var bara allt orðið vita vitlaust það tók mig 15 mín
að komast þaðan út á götuna og ekki var verið að gefa sjens,
nei bara ekið eftir Íslenskri kurteisi.
Var orðin léttpirruð er ég loksins komst upp í Grafarvog til bróður míns,
aðallega var ég pisst vegna tillitleysis
ekki að því að það séu svona margir bílar að flækjast fyrir mér á götunum,
Nei nei allir verða að eiga sína bíla og aka einir í vinnuna og einir heim með
músíkina í botni, kannski er það eina stund dagsins sem fólk slappar af,
Gæti passað hjá mér, en svei mér þá ef sumir dotta ekki bara á ljósum,
allavega er mikið flautað.
það er með þetta eins og svo margt annað við eigum langt í land með að
læra alþjóða ökumenningu, eða þannig.

Er allavega bara ánægð að vera hér uppi í Grafarvogi og ég meira að segja
sá héðan friðarsúluna í gærkveldi, flott er hún, en hefði alveg eins viljað sjá
norðurljósin, sé þau bara heima hjá mér í vetur.

Jæja hætt þessu þrugli, við förum á Suðurnesin á morgun,
síðan verður haldið upp á 1 árs afmæli Sölva Steins míns á sunnudaginn.
Og eins og allstaðar er börnin eru svona lítil þá er fullorðna fólkið í meirihluta
svona eins og nokkurskonar ættarmót, það verður æðislegt.

Guð gefi ykkur öllum góða helgi.
MillaInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Góda helgi Milla mín og njóttu í fadmi fjölskyldunnar.

Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Við biðjum innilega vel að heilsa og óskum ykkur innilega góða ljúfa helgi og knús knús og bestu kveðjur til ykkar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.10.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Vilborg Auðuns

Njóttu borgar dvalarinar........... ég öfunda þig nú ekki að vera þar. Mig langar bara vestur í djúp........ þar er friður.

knús vibba

Vilborg Auðuns, 10.10.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Anna Guðný

Hafðu það gott í höfuðborginni Milla og taktu bara eina létta slökunaræfingu á ljósunum. Ætti að duga þar til kemur að þér.

Anna Guðný , 10.10.2008 kl. 23:14

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Eigðu ljúfa helgi með þínum, Milla mín.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.10.2008 kl. 23:47

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín eigðu góða helgi rugludósin mínKveðja rugludósinKnúsí knús 

Ólöf Karlsdóttir, 11.10.2008 kl. 00:42

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 11.10.2008 kl. 00:58

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Eigðu yndislega daga með þínu fólki

Kristín Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 08:29

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta helv. flaut á Íslendingum fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér.  Næst bíð ég eftir því að þeir hoppi brjálaðir út úr bílunum (eins og Frakkar gera) og maður fái einn á lúðurinn bara fyrir það að fara eftir settum reglum.

Annars erum við bara góð hér í sveitinni og ekkert flaut.

Góða helgi Milla mín í borg Erils.

Ía Jóhannsdóttir, 11.10.2008 kl. 09:01

10 identicon

Það var ekki verið að kíkja á vin sinn í Bryggjuhverfi óttans? Reyndar er svo rólegt hérna að stundum fæ ég á tilfinninguna að´ég sé hvergi! Hvorki lifandi né dauð  en ég skil þig, ég man enn hvernig það var að koma til Reykjavíkur frá Eyjum hér í den unglingsbjáni. Ég hélt að allt væri að verða vitlaust og ekki hefur það skánað. Blessi þig ljúfa mannafæla sem ekki kíkir í kaffi hafandi farið yfir fjallið.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 10:55

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 11.10.2008 kl. 11:58

12 Smámynd: egvania

Sæl kella mín, passaðu þig á því að pissa ekki úti á götunni eða gangstétt það er alveg bannað

egvania, 11.10.2008 kl. 22:14

13 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 12.10.2008 kl. 07:17

14 Smámynd: Dísa Dóra

Eigðu góða helgarrest

Dísa Dóra, 12.10.2008 kl. 10:01

15 identicon

Þú hefur greinilega verið búin að draga að þér orku umhverfisins Milla mín það er alveg vandalaust þessa dagana.

Eigðu góðan dag knúsilíus til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 10:09

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vonandi hefur þú komist ósködduð úr borg flautsins.

Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 16:01

17 Smámynd: Erna

Ég er á lífi Milla mín og í góðum gír. Verðum í sambandi

Erna, 13.10.2008 kl. 10:24

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskurnar mínar allar saman, sit hér við eldhúsborðið hjá Fúsa og Sollu er að sjálfsögðu að sukka í afgöngum, en skitt með það byrja bara er heim kem.
Það var æðislegt í gær nikill hávaði að vanda í börnum og ekki síður í fullornum.
Þó ég sé nú að tala um læti og einnig silagang í borginni þá er ég í miklum rólegheitum hér í Njarðvíkunum, býð eftir að börnin komi heim þá verða ekki rólegheit lengur.
Dóra mín hefur náð að kommenta inn á hjá mér, en hún gat ekki bloggað á sinni síðu. Hún hringdi kl 5 að hennar tíma í morgunn
þá hafði hún verið niðri í lobbýi að reyna að blogga, en ætlaði svo að reyna að sofna aftur og allt í góðu hjá þeim.
Knús til ykkar allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.10.2008 kl. 15:09

19 Smámynd: Hulla Dan

Ég kalla þetta nú alltaf "Borg dauðans" Er aldrei eins hrædd um líf mitt og þeirra sem eru með mér í bíl, þegar ég ek um götur Reykjavíkur, enda með sveita blóð í æðum.

Knús á þig sæta

Hulla Dan, 13.10.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband