Smá fréttir af mér.

Kæru bloggvinir ég er lifandi, stödd í borg óttans og hef það bara ágætt hér innanhús, en veðrið er ekki upp á marga fiskana.
Við erum hjá Ingó bróðir og Ingu mágkonu minni, og aldrei hefur það nú verið leiðinlegt, enda vakað fram eftir og kjaftað úr sér allt vit.
Er búin að borða aðeins meira en ég geri heima hjá mér en enga óhollustu.
Enda verður maður að passa upp á einhverja heilsu þegar geðheilsa þjóðarinnar er í molum.
Hef ætíð átt erfitt með að þola lygar svo það eru nú ekki margir ráðamenn sem eiga upp á pallborðið hjá mér núna, enda hafa þeir gengið ljúgandi um eins og þeir væru að drekka vatn.
Er samt búin að taka þá ákvörðun að taka þessu með öllu því æðruleysi sem ég á til, því það þíðir ekkert annað. Guð blessi okkur öll og hugið vel að börnunum.

Dóra og Englarnir mínir voru að hringja, þær voru á tónleikunum með Tinu Turner í gærkveldi og það var bara ólýsanlegt sagði hún og samt hefur hún farið áður, en núna voru þær á 6 bekk og nálægðin æðisleg, illa svikin verð ég ef hún hellir ekki yfir ykkur myndum er hún kemur heim.
Það þarf nú ekki að spyrja að því að þær eru búnar að klára allar vörur sem eitthvað er varið í í
Moll of Ameríka. þær báðu æðislega vel að heilsa öllum sínum vinum.

Það er víst best að fara að koma sér til mömmu, hún er nú ekki róleg yfir gangi mála blessunin,
en ég held að við séum nú búin að róa hana niður.

Eigið góðan dag kæru vinir.
Milla.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Gott að þið hafið það ljúft milla mín og mikið var gaman að fá fréttir af Dóru og ömmustelpum skil vel að hún sé í skýjunum eftir Tínu tónleikana skilaðu kveðju á móti til þeirra frá mér hafðu ljúfa og góða helgi Elskuleg

Brynja skordal, 10.10.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

knús á þig og þína.

Ía Jóhannsdóttir, 10.10.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að heyra frá þér Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 11:11

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Fadmlag á tig inn í góda helgi Milla mín og passadu tig á strákunum í borginni teir ku vera mjög flottir og sólgnir í konur utan af landi

Knús frá sólarhaustinu í Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 11:19

5 Smámynd: Heidi Strand

GÓÐA SKEMMTUN Í AMERÍKU. GOTT AÐ HEYRA AÐ ALLT ER GOTT AÐ FRÉTTA.

Heidi Strand, 10.10.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góðan dag Milla mín

Gott að fá fréttir af Dúllunum 

Þær hafa verið voða góðar við Tínu fínu

Svo verða þær bara í mollunum að skoða 

Ekki versla bara skoða 

Knúsí knús rugludalladósar spiladós 

Ólöf Karlsdóttir, 10.10.2008 kl. 13:47

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Knús á þig Millan mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.10.2008 kl. 15:54

8 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gaman sem endra nær að heyra í þér Milla mín    Já hugsaðu þér Milla að þessi ráðamenn ljúgja upp í opið geið á okkur, halda þeir að við séum algerir vanvitar ??   Ég mundi bara vilja akveðið fólk sitt úr hvorum stjórnmálaflokknum, sem er hæft til að leysa málin, þó erfið séu.  Sumir þarna eru ekki að standa sig,,,,,,,,,,, hvað sagði líka Geir H um einn fréttamanninn okkar, þó hann vissi ekki að enþá væri sent beint út???   Það lýsir manninum........Kom mér samt á óvart ????  Þó að ég gruni að DO ráði hans gjörðum hélt ég ekki að hann mundi láta slíkt út úr sér .....en svoan er þetta

Erna Friðriksdóttir, 10.10.2008 kl. 16:28

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

brynja mín ég fór í stórar stelpur í dag, en hitti bara Rósý, Ósk bara að fara til Spánar flott hjá henni, já þær eru alsælar í Ameríkunni englarnir mínir þrír.
Knús knús í helgina þína
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2008 kl. 19:44

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Silla mín maður er svo sem með hnút, en við eigum þó öll hvort annað og það gefur okkur styrk.
Knús til ykkar allra.

Milla og Gísli.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2008 kl. 19:46

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín kærleik í ykkar helgi.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2008 kl. 19:48

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín eigðu góða helgi með þínum.

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2008 kl. 19:48

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nafna mín í Danaveldi það er nú í lagi að daðra aðeins við þá, annars er ég með afnotamanninn með mér svo rólega verður maður nú að taka það. Knús í helgina þína
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2008 kl. 19:51

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi mín ég er ekki að fara til Ameríku, heldur eru þær þar Dóra mín með tvíburana.
Knús í helgina þína
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2008 kl. 19:54

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín þær eru búnar með allt sem kaupandi er í mollinu.
Knús í þína helgi.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2008 kl. 19:55

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rósin mín besta knús í helgina þína.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2008 kl. 19:56

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo sammála þér sumir eru bara dónar og fáum treystandi.
Knús í helgina þína.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2008 kl. 19:59

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Búkolla mín borg hraðans já en samt kemst maður ekkert áfram.
knús í þína helgi
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband