Framhaldsskólinn að Laugum er 20 ára.
18.10.2008 | 09:14
Í haust eru liðin 20 ár frá því að Framhaldsskólinn á Laugum
var stofnaður, á traustum grunni héraðsskóla,
sem þar hafði starfað frá 1925.
Skólasetrið er sem sagt í heildina 83 ára, enda að koma að
Laugum er undur sem engin skilur nema sá sem hefur þar
haft viðkomu.
Eigi gekk ég þar í skóla, en stelpurnar mínar gerðu það.
Núna vinnur Dóra Dóttir mín þar og tvíburarnir hennar eru í
Framhaldsskólanum og hafa aldrei verið sælli, skólaumhverfið,
skólahald og kennsluaðferðir eru með eindæmum góðar undir
stjórn Valgerðar Gunnarsdóttur skólameistara og hefur hún
valið fólk sér til aðstoðar.
Aldrei hef ég komið þar sem mætir manni svona gleði, samvinna
og allir láta sig varða um bæði hvort annað og að gera sitt besta.
Í dag erum við að fara í afmælið og ekki verður það af verri
endanum frekar en vant er.Hátíðin hefst klukkan 2. með ræðu
forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni.
Síðan munu taka til máls:
Kristján Möller, samgönguráðherra
Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri menntamálaráðuneyti
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis
Ólafur Jón Arnbjörnsson, formaður skólameistarafélags Íslands
Kristján Þór Júlíusson, varaformaður fjárlaganefndar
Tryggvi Harðarson, sveitastjóri Þingeyjarsveitar
Hjalti Jón Sveinsson, fulltrúi samstarfsn. framhaldsskóla á Norðurlandi
Gunnar Sigfússon, forseti nemandafélags FL
Sólveig Ingólfsdóttir, fulltrúi brautskráðra nemanda FL
Tónlistaflytjendur verða meðal annars Birgitta okkar Haukdal
Múgison, Selvadore Rähni, Tuuli Rähni, Valmar Väljaots,
Einar Bragi Bragason, Jón Hilmar Kárason og Túpilakarnir.
Ekki dónalegt það.
Nú að vanda er eitthvað er um að vera að Laugum er boðið
upp á mat síðdegis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Ég hef talað um það áður hvað þetta er skemmtilegur og
nauðsynlegur, gamall og góður siður, að bjóða öllum að koma
til þeirra viðburða sem gerast á Laugum, þá kynnast foreldrar
og það fólk sem að unga fólkinu okkar standa.
Ég hlakka til dagsins og sendi öllum ljós og bjartsýni.
Milla.
Athugasemdir
Góðan skemmtun í dag
Dísa Dóra, 18.10.2008 kl. 10:22
Gerðu mér einn greiða Milla kysstu ÓRG á munninn frá mér. Helvíti að hitta ekki karlinn. Ég var á Laugum á Húsmæðraskólanum fyrir hundrað árum og grét í koddann minn á hverju kvöldi það var svo leiðnlegt. Njóttu dagsins með fólkinu þínu.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 10:54
Laugar eru yndislegur staður sem gaman er að heimsækja. Vona að þú skemmtir þér vel í dag, skilaðu góðri kveðju frá mér til Dóru og dropanna hennar
Erna, 18.10.2008 kl. 10:55
Takk stelpur mínar mun njóta dagsins.
Það er nú breytt umhverfi í dag miðað við hér áður Langbrókin mín.
Tvær af mínum stelpum þær Dóra og Milla fíluðu það í botn að vera á Laugum, en ekki Íris hún gafst upp.
Erna mín mun skila kveðju.
Ljós og bjartsýni frá mér.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2008 kl. 11:19
Það er fallegt á Laugum og ábyggilega gott að vera þarna að minnsta kosti ef manni leiðist ekki. Til hamingju með afmæli skólans og skemmtu þér vel Milla mín. Það verður gaman að hafa gaman saman.
Knús til þín
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 11:25
Hallgerður gleymdi að segja að ég mun ekki kyssa ÓRG hvorki fyrir þig elskan eða mig, er það ekki annars siðleysi?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2008 kl. 11:28
Takk Jónína mín það er ætíð gaman á Laugum og mun ég skemmta mér vel í dag með snúllunum mínum, en Dóra verður að vinna.
Ljós og bjartsýni frá mér
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2008 kl. 11:30
Til hamingju Laugaskóli og góða skemmtun í dag Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 18.10.2008 kl. 11:34
Takk Sigrún mín og sendi þér ljós og bjartsýni inn í helgina þína.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2008 kl. 11:42
Milla mín þú mátt vera rugludós ,en bara í dag knúsíknúsÉg er rugludós alla daga bæó
Ólöf Karlsdóttir, 18.10.2008 kl. 13:50
Siðleysi að kissa ÓRG?.Jú svona eftir á að hyggja en heldur þú að hann mundi átta sig á því? Held ekki.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:13
Væri alveg til í að vera í Reykjadalnum í dag
Hólmdís Hjartardóttir, 18.10.2008 kl. 14:52
Góða skemmtun í dag að laugum, Milla mín
Kristín Gunnarsdóttir, 18.10.2008 kl. 14:54
Hún mamma mín elskuleg var á Laugum í den og ég held að það hafi verið bestu árin í lífi hennar sem ungrar manneskju, þar var sko lífið, kærleikurinn og vináttan hrein og tær. Á þeim árum orti Páll, "Fram í heiðanna ró, fann ég bólstað og bjó" svo var Árni Tryggva þarna líka og fullt af öðru skemmtilegu fólki sem hún sagði okkur sögur af. Kærleikskveðja á Víkina mína. ég segi svo eins og Hólmdís, væri til í að vera í Reykjadal í dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2008 kl. 19:01
Óla mín ruglaði svolítið í dag, heilsaði upp á alla stórlaxana sem komu að Laugum og svo fór ég nærri því út á gólf að dansa er Múgison og Rúna byrjuðu að syngja.
Langbrókin mín, nei hann hefði ekki fattað það, en skondið var er Múgison heilsaði honum ofan af sviði og spurði svo ert þú ekki með frúnna? þeir þekkjast frá Ísafirði og öllum komum þeirra hjóna þangað.
Hólmdís áttu ættir þangað, gaman hefði verið að sjá þig.
Hæ Stína mín er komin heim alsæl það voru svo yndisleg skemmtiatriði.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2008 kl. 19:02
Milla þú veist ekkert hver ég er. Fyrstu æviárin bjó ég á Laugabóli í Reykjadal áður en ég flutti til Húsavíkur. Langafi minn gaf land fyrir Laugaskóla. Hef alltaf talið mig Húsvíking en er í seinni tíð farin að telja mig bæði Reykdæling og jafnvel Eyfirðing að hluta.
Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 03:56
Hólmdís nei ég veit ekki ennþá hver þú ert, en þætti gaman að kynnast þér. Hann langafi þinn gerði þar góðan hlut að gefa þetta land, fyrir skólan. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar eins og þú veist og ætíð er jafn yndislegt að teiga í sig andrúmsloftið sem þarna ríkir.
Dóttir mín sem þarna vinnur nú og á tvíburana sem stunda skóla á Laugum er ættuð frá Grímshúsum í Aðaldal þaðan er föðuramma hennar, en föðurafi frá Akureyri börnin mín eiga fullt af ættingjum hér svo maður flutti ekki inn í alókunnugt umhverfi.
Húsavík var ætíð minn draumastaður svo við ákváðum bara að flytja
sér í lagi vegna þess að Milla dóttir mín krækti í yndislegan Húsvíking og eiga þau tvær skjóður sem var erfitt að vera án.
Ljós til þín Hólmdís.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 06:27
Ásdís mín hefði svo viljað hafa þig hér, en þú kemur er þú verður betri.
Af ræðum sem haldnar voru í gær skildist manni að Laugar hefðu alið upp margan listamanninn.
Það sem mér finnst einkenna samankomur á Laugum er gleðin yfir öllu sem gerst hefur í gegnum árin og allir árgangar eiga næstum sömu minningarnar.
Knús til þín ljúfust.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 06:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.