Fyrir svefninn.
25.10.2008 | 21:23
Dagur í leti á enda runninn, næstum. Við gamla settið vöknuðum
að vanda snemma dólaði mér í morgunmatnum, leiðinlegt veður úti
fór síðan að vanda í tölvuna. Gísli kom svo inn og spurði hvort ég væri
búin að fara inn á 640.is það er svona fréttavefur hér í bæ.
hafði ekki gert það, en dreif í því og sá þá hvað hafði gengið á hér í nótt.
Hann gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara niður að bryggju, forvitnin er
ætíð að hrjá þessa menn, en svo tala þeir um okkur konurnar,
nú það var svo sem ekki fagur á að líta.
Englarnir mínir vöknuðu ekki fyrr en 15.30 og eru ekki búnar að klæða sig
tekur því eigi héðan af, fengum okkur kjúkling og grjón í kvöldmatinn.
Smá úr íslenskri fyndni.
Jónas Árnason rithöfundur og fyrrverandi Alþingismaður var eitt sinn
spurður hvernig maður Halldór E Sigurðsson væri.
" Iss, snakker ikke engang dansk," svaraði Jónas að bragði.
Þegar hafmeyjan var sprengd af tjörninni var Auður Auðuns
borgarstjóri menningarmála.
Þá var kveðin þessi vísa:
Eyðing býður örbrigð heim.
Auður brást við vörnina.
Ekki hafa þeir upp á þeim
sem afmeyjaði tjörnina.
Jón Thor Haraldsson var um tíma blaðamaður á Þjóðviljanum.
Einhverju sinni þurfti hann að svara símanum þegar hann
ætlaði í kaffi. Í símanum var áskrifandi að kvarta yfir því, að
þjóðviljinn væri illa borinn út og kæmi jafnvel ekki fyrr en eftir
hádegi, eða þá að það þyrfti að sækja hann á afgreiðsluna.
Um leið og Jón hafði lagt tólið á hringdi síminn aftur og var
þar fyrir bálreiður áskrifandi að segja upp blaðinu, vegna
þess að það væri ekki annað en and-sovéskur pési.
þegar Jón komst á kaffistofuna kastaði hann fram vísu:
Þá er að greina það
sem um þjóðviljann ber að muna
hann er and-sovéskt síðdegisblað.
Sækist á afgreiðsluna.
Góða nótt.
Athugasemdir
góðar munnmælasögur að venju Milla mín. Góða nótt
Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 21:27
É elska þessar gömlu sögur það er verst að þetta fæst hvergi,
Náði síðast í nokkrar á fornbókasölu.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.10.2008 kl. 21:33
góða nótt..................ansi hefur veðrið orðið vont
Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 21:42
Góða nótt rugludós á Húsavík ,
Rugludalladósin í vesturbænum
Það er svona smá blástur á fjöleignarblokkina í vesturbænumÓlöf Karlsdóttir, 25.10.2008 kl. 22:04
Góða nótt yndislega Milla mín
Ásdís Ólafs (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 22:39
Góða nótt
Líney, 25.10.2008 kl. 22:39
Leti er góð, leti er ekki ljóð...ur , leti er fín, og það er líka Milla mín.
Kveðjur á þig dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 23:21
Góða nótt Milla mín, við skulum vona að blátoppurinn okkar í sparifötunum geri ekkert sem við mundum ekki gera, sem er að vísu ekki margt Kveðjur í Kærleikskot og takk fyrir að vera til staðar fyrir mig elsku Milla mín
Erna, 26.10.2008 kl. 00:30
Gódann daginn Milla mín.
Hilsen hédan úr rigningunni og rokinu og ég á leidinni til Køge.
Gudrún Hauksdótttir, 26.10.2008 kl. 08:01
Góðan daginn nú er hann svartur á að líta, en hef nú séð hann svartari svo við megum bara vera þakklát. Hólmdís mín það var víst slæmt, en vonandi allt vel tryggt sem illa fór. þetta hefur nú aldrei gerst síðan ég flutti hingað.
Já blæs svolítið hjá ykkur í fjöleignablokkinni?
Það hefur löngum blásið á Suðurnesjum Óla mín enda veitir ekki af að kæla þessar dósir sem þar búa.
Auður mín sömuleiðis, heyrumst
Ásdís Ó. knús til ykkar allra
Knús til þín Liney mín
Takk Snúlli vinur minn
einn þú hefur lag,
að snúa mér í gleði mynd
það eiginlega, er þitt fag.
Takk Doddi minn og kveðja til ykkar allra
Knús til þín Lady Vallý, ekki veit ég á hvaða rugludalladósamóti þú varst í gær, en það var ekki með okkur því leitað var mikið og spurt hvar ladyin væri.
Erna mín þakka þér sömuleiðis, takk fyrir símtalið í gær, þú ert bara yndislegur klettur.
Já við skulum vona að Dóra hafi hagað sér eins og við gerum ævilega stiltar og prúðar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 08:12
Var bara allt á ferð og flugi hjá ykkur í gær Milla mín? Það hefur greinilega sýnt sinn versta ham hjá ykkur veðrið sem gekk yfir landið.
Hafðu það gott í dag sem alla daga elskuleg
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 08:39
Já svo sannarlega, en ég svaf á mínu græna fór síðan ekki út úr húsi í gær. USS í dag er bara allhvasst og snjóaði í nótt, en núna rignir hann það verður geðsleg hálka í dag er Gísli minn fer að ná í Dóru blátopp fram í Lauga. Hún verður að koma í karrýveisluna.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 09:23
Milla mín helgarnar eru til að við getum slappað af og búið okkur undir komandi viku.
Kærleiks kveðja Ásgerður
egvania, 26.10.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.