Var ríkið að reyna að bjarga bankanum?

Eða voru þeir bara að henda okkar peningum er þeir settu
x marga miljarða inn í KB banka til að reyna að bjarga honum?

Voru þeir að þessu til að reyna að bjarga fjárhag viss hóps
manna og kvenna, hafa kannski haldið að það yrði friður
um alla gjörninga, er ró kæmist á, nei ekki aldeilis, fólk bæði
hér heima og erlendis vill fá sína peninga og við viljum fá
skýringar á öllum þeim sora sem hefur viðhafts hér á landi
undanfarin ár.

Merkilegt hvað þessir menn hafa lengi haldið að þeir kæmust
upp með allt sem þeim datt í hug, og þó, við erum svo meðsek,
hvernig? Jú við erum búin að kjósa þetta yfir okkur allar götur,
er búið er svo að kjósa, mynda ríkisstjórn, setjumst við í helgan
stein og sinnum eigi eftirlitsskyldu okkar frekar en aðrir sem áttu
að hafa eftirlit með bönkunum í landinu.
Við höldum nefnilega að ekkert sé hægt að gera fyrr en í næstu
kosningum. Regin misskilningur.

Ef einhverjir eru ennþá svo grænir að halda að botninum sé náð
þá vaknið til lífsins og þroskist.

Eigið góðan dag í dag
MillaHeart


mbl.is Sameinast gegn Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, þetta er bara toppurinn á ísjakanum, hörmungarnar eiga eftir að verða miklu verri. Ég vorkenni ykkur að búa á klakanum, ekki mundi ég vilja það, það er áhreinu

Kristín Gunnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 09:05

2 identicon

Ég er uggandi um að ástandið eigi bara eftir að versna. Þá meina ég hjá fólkinu í landinu, raunveruleikinn er ekki allur komin upp á yfirborðið. Við vítum hryðjuverkatal BRETA! hryðjuverkin voru framin innanlands. Sumt er svo nálægt manni að maður sér það ekki fyrr en of seint.

Á meðan ég man takk fyrir skrifin þín.....

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er ansi hrædd um að þetta sé bara rétt að byrja Auður mín, það verður ekki auðvelt hjá okkur á næstu árum.

Kærleik og ljós
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Stína mín, jú rétt þetta er bara rétt að byrja.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 10:52

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Hallgerður mín ekki mun það fara batnandi og uggandi er ég einnig,
allt þetta unga fólk og þeir sem minna mega sín, eigi fallegt til umhugsunar.
Kærleik til þín ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 10:55

6 Smámynd: persóna

Góðan dag Milla mín, voðalega hefur mér þótt vænt um kveðjurnar frá þér. Heilsan er ekki upp á marga fiska, en ég fæ stundir milla stríða - þó þær séu stuttar.

 Það hringsnýst nú bara allt fyrir hausnum á mér, varðandi, Ríkið, Seðlabankann, auðmenn o.s.frv. Hverjir eru ljótu karlarnir er álíka mikið á hreinu og þegar ég var að horfa á kúreka-og indjánamyndir í gamla daga! Áttaði mig aldrei á hverjir voru vondir og hverjir góðir.

persóna, 8.11.2008 kl. 11:05

7 Smámynd: persóna

Afsakaðu, ég tók feil á konum!  Fannst þú vera Milla frænka mín. Ég er ekki alveg í lagi. Fyrirgefðu.

persóna, 8.11.2008 kl. 11:28

8 Smámynd: Heidi Strand

Eftir ég frétti hvernig það var í finnsku kreppunni þá held ég að afleiðingarnar á eftir að verða skelfilegar hér á landi.
Við verðum að losna við spillingarliðið strax.
Það eru þrír flokkar ábyrgir. Það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkinn og Samfylkingin.

Heidi Strand, 8.11.2008 kl. 11:31

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er svo satt Búkolla mín því þeir sem fyrir utan standa og þykjast eigi eiga neina sök eru hörkumeðsekir því þeir sögðu eigi frá sínum kvíða fyrir því sem var að gerast.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 11:50

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ábyrga blaðakona, mér þótti nú hvíti maðurinn yfirleitt vondir í Indíánamyndunum.
Það er ekkert að afsaka þó þú hafir tekið feil á Millum erum við ekki bara allar eins.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 11:53

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi mín þeir bera allir ábyrgð bara misjafnlega mikla.
Og bara burtu með liðið inn með bara konur þær vita svona flestar hvað þær eiga að gera.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 11:54

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Botninum er langt í frá náð, því miður.

knús á þig.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2008 kl. 13:05

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Því miður Jóhanna mín og á hverjum bitnar þetta verst, börnunum, mörg verða að hætta í skóla vegna þess að foreldrar hafa eigi efni á að hafa þau í skóla.
Miður gott og jafnvel skaðlegt.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband