Fyrir svefninn
16.11.2008 | 21:04
Dagurinn í dag, Þau hringdu frá flugstöðinni, Milla mín,
Ingimar og ljósin mín, þau voru að fá sér að borða áður
en þau færu út í vél, það lá nú við að ég fengi smá hnút í
magann, langaði auðvitað með.
Kaupmannahöfn er bara yndisleg á þessum árstíma.
þau voru síðan að hringja, búin að koma sér fyrir og fara
út að versla smá til að hafa á herberginu, nauðsynlegt er
maður er með litlar títlur eins og ljósin mín.
Sú litla var nú eigi bangin við þessa flugvél vildi bara sitja
með systur sinni, eins og hún hefði aldrei gert annað en að
vera í flugvél, sú eldri orðin vön.
Gísli minn fór heim með elskurnar mínar frá laugum rétt um
fimm-leitið , við borðuðum síðan smá snarl er hann kom
heim og núna er ég bara að fara að sofa, þjálfun í fyrramálið.
Smá eftir Stefán hörð Grímsson.
Á tímum vor Bjölludýra.
Smæðir og stærðir ...
allt nær harla skammt.
Vísast að hið sanna
reynist hvergi satt
og sönnun engin sönn
né nokkur merking,
en forsendur liðist
hægt í andstæð tákn.
Njótum þess morgunglöð
að villast rétta leið!
Næsta fótmál skín í undrafrið.
Góða nótt
Athugasemdir
góða nótt
Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 21:35
Góða nótt
Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 21:57
góða´nótt
Líney, 16.11.2008 kl. 22:44
Góða nótt Milla mín Knús Óla
Ólöf Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 23:33
Góða nótt Millan mín
Erna, 17.11.2008 kl. 00:27
Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:26
Helga skjol, 17.11.2008 kl. 06:29
Góðan daginn elsku Milla mín :):)og knúsi knús kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.11.2008 kl. 07:29
Góðan daginn og gangi þér allt í haginn!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 08:41
Góðan daginn kæru vinir.
Veðrið er farið að rjúka upp aftur, en við erum öllu vön hér norðan heiða,
og þeir sem hafa bæði búið á Vestfjörðum og hér láta sér eigi allt fyrir brjósti brenna.
Ljós í daginn ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.