Eigi ætla ég að rækta reiðina.

Nei ætla eigi að rækta reiðina, en bara að fá hér smá útrás.
En hugsið ykkur það var þvílíkt Kuppsveður hér í nótt að eigi
svaf ég mikið, fyrir þá sem ekki vita hvað þetta veður er þá
myndast þvílíkar vindkviður og koma með tröllslegum látum
niður yfir bæjinn að maður heldur bara að allt sé að fara að
gerast og kannski ekkert skrýtið eins og ástandið er.
Rétt núna er bara rjómalogn í tröllinu.

Var að lesa svolítið skondið, kaupmenn hafa ekki áhyggjur af
of lítilli jólaverslun.
Það kemur mér ekkert á óvart að þeir telji verslunina eigi verða
minni í ár en undanfarinn, því þeir sem eiga peninga sem eru jú
fleyri en við teljum, halda bara áfram áeyðslutrippi, hinir sem eiga
minni peninga kaupa bara lítið að vanda, því hvar ættu þeir svo sem
að taka peninga til að versla fyrir?
Inn í verslunardæmið koma hingað útlendingar til að versla
því það er svo ódýrt að versla við þjóð sem er farin svona vel á
alþjóðavettvangi.
Og okkar fólk, þó það fari til útlanda þá verslar það ekki mikið
því það er svo dýrt.

Annað það sem ég hef verið að huga að undanfarin ár, er þvílíkt
fjandans drasl er verið að glepja okkur til að kaupa, það er ónýtt
strax á jólum.
Kaupum bækur í ár, það er ég búin að gera í mörg ár hef gefið
barnabörnunum mínum bækur.
Ef við höfum eigi efni á því í ár þá gefið eina fjölskyldubók á heimili.
Það bindur fólk saman að mamman eða pabbinn lesi fyrir alla hina,
get eiginlega ekki hugsað mér yndislegra.

                     *********************

Að allt öðru

Icesave-deilan leist! Kjaftæði! Kjaftæði! Kjaftæði!
Þessi deila er bara á yfirborðinu sögð LEIST, þar til að búið er
endanlega að selja okkur til undirgefni og þakklætis til þeirra landa
sem munu koma okkur til hjálpar, Svo er verður endanlega búið að
ganga frá öllum lausum endum þar á bæ, fáum við rítinginn í bakið.
Æi, þá koma þeir bara með einhverja fúla afsökun, sem við verðum
eigi neitt undrandi á, því við erum svo vön að það sé talað við okkur
smábarnamál, sem við eigi skyljum, þvi við erum fullorðið fólk.

Eitt rak ég augun í og það er að Norðmenn og Danir sækjast eftir
Íslendingum í vinnu.
Mér var bara hugsað til þess, hvernig við komum fram við útlendinga í
okkar landi.
Skyldi það verða eins gagnvart okkur í þessum löndum?

Eigið góðan dag í dag
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eigðu góðan dag vona að Krubbsveðrið sé gengið niður.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Líney

Góðan dag elskuleg,megir þú njóta hans

Líney, 17.11.2008 kl. 09:41

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn elsku Milla mín og hafðu það sem best í dag:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.11.2008 kl. 09:42

4 identicon

er ekki ákveðin auglýsingamáttur í þessari yfirlýsingu kaupmanna? það sýnist mér.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hólmdís mín maður er eigi svo hræddur lengur, annars hef ég upplifað það verra, það fauk ekkert núna í fyrra fuku hjólbárurnar okkar niður hólinn og enduðu niður við blokk.
Ljós í daginn
Milla.

Sömuleiðis Líney mín ertu farin að fara í Miðhús?
Ljós í daginn
Milla.

Ljós í þinn dag Linda mín
Milla

Að sjálfsögðu Hallgerður mín, en ég minnist þess frá síðastliðnum jólum að þeir kvörtuðu sáran, en svo rættist nú úr hjá þeim.
Eitthvað segir okkur löngu orðin auglýsing um nýtt kortatímabil.
Svo verður örugglega komið nýtt 5 des.
Ljós í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 10:38

6 identicon

Kannski það verði bara raunin að við flytjum öll úr landi og engin verði eftir til þess að vinna fyrir skuldunum. Við förum bara sömu leið og við komum, fyrst til Noregs og svo áfram suður á bóginn. Við virðumst alla vega hald því mannorði ennþá að við séum dugleg til vinnu.

Knús til þín elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:05

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það ætlar að verða í stíl við allt annað þetta veðurfar okkar.
Ljós í daginn þinn.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 15:32

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Því mannorði glötum við víst seint Jónína mín, til forna vorum við talin vinnusöm í hvívetna þó að þeir teldu nú upp einstaka vesalinga, svona inn á milli.
nei ég flyt eigi úr landi er orðin of mikil lassarus til þess, enda hvergi betra að búa en á landi voru, þurfum bara að hreinsa svolítið til.
Ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.