Fyrir svefninn.

Ætlaði að vera svo dugleg í dag, byrjaði daginn að vanda með
öllu því sem vön ég er að gera.
Fórum síðan í búð gamla settið, verslaði smá í bakstur og sitt
hvað sem vantaði. Gengið var frá vörunum þegar við komum heim.
Ekki varð úr neinum bakstri eða neinu því frúin sko ég datt á gólfinu
rennisléttu og það afar illa fyrir mig með svona gikt og allt, veika hnéð
mitt er allt blátt og bágt meira að segja sprakk fyrir svo það blæddi
vinstri olnboginn er smá laskaður svo ég tali nú ekki um alla tognunar-
verkina í öllum skrokknum.
Milla mín og Ingimar komu með litla ljósið og hún kyssti á báttið, þá var
auðvitað allt búið.
Við sátum svo inni í stofu með kaffi, gos, osta, Þýskar pulsur og heimabakað
brauð, yndislegt að setjast svona niður og bara spjalla.

Englarnir mínir á Laugum eru á 1 desember hátíð í skólanum sem haldin er
að Breiðumýri í Reykjadag rétt hjá skólanum.
Allir eru þar í sínu fínasta pússi, vonandi fáum við myndir strax eftir helgi.
Í matinn er  jólahlaðborð sem snillingarnir í eldhúsinu eru búnir að vera að
vinna að undanfarið.

             Einn fjölómenntaður maður

      Einn fjölómenntaður maður
      margt vissi um lítið
      og undi sér aðallega
      við allt sem var skrýtið.

      Einn fjölómenntaður maður
      mæddist í litlu-- en víða.
      Fagnaði í fræðunum öllu
      sem fátt virtist þýða.

      Einn fjölómenntaður maður
      varð margfáfróður
      vissi ekkert um æðri plöntur
      en allt um lággróður.

      Einn fjölómenntaður maður
      margs gekk því dulinn
      voru sei sei já, svokölluð æðri
      sannindi hulin.

      Einn fjölómenntaður maður
      mjúklega kyngdi þeim bita.
      Hann sagði gjarnan sisvona:
      Sælla er að gruna en vita.

                         Þórarinn Eldjárn.

Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

'Æ elsku Milla mín vonandi er þetta ekki eins slæmt eins og þú segir frá.  Farðu nú rólega næstu daga og engan brussugang.

Góða helgi vinkona með kertaljós og kræsingar.

Ía Jóhannsdóttir, 28.11.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Heidi Strand

Góða nótt.

Heidi Strand, 28.11.2008 kl. 21:18

3 identicon

Æ, elsku Milla mín! Vonandi verða engin slæm eftirköst af þessu.

Farðu vel með þig!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ekki jólatréið fallegt??? GN

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 21:55

5 Smámynd: Erna

Milla mín varstu búin að fá þér í tánna  Ekki var þetta gott vona að þú jafnir þig fljótt. Það er gott að eiga góða að sem kyssa á báttið. Ekki hefur það veið amalegt að háma í sig Þýskar pulsur í góðum félagsskap. Góða nótt Milla mín sofðu vel

Erna, 28.11.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

hafðu það gott og góða helgi, og farðu varlega.

Sendi þér einn fallegan,  3D Santa

Góða nótt Kv Gleymmerei og Emma. 





Brynja Dögg Ívarsdóttir, 28.11.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ja hérna vonandi nærðu þér af byltunni. Búið að kveikja á Húsavíkurjólatrénu sá ég í fréttum, hér verður kveikt á hríslu á morgun en þá er svona 1 des hátíð hér. Knús og kossar.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 28.11.2008 kl. 23:04

8 Smámynd: Anna Guðný

Segi eins og Erna, gott að eiga góða að sem kyssa á bágtið.

Farðu vel með þig Milla mín.

Anna Guðný , 28.11.2008 kl. 23:37

9 identicon

Æi Milla mín varstu að fá þér snúning með Gísla þínum? Það er nú ekki nógu gott að þú skulir detta svona illa en vonandi batnar þetta nú fljótt fyrst þú fékkst svona góða koss á bágtið.

Knús og góðar batakveðjur

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 23:37

10 Smámynd: Brynja skordal

Æ milla mín ekki gott að hrasa svona vonandi verður þetta fljótt að lagast Kallinn minn er líka hálf farlama í báðum hnjám eftir byltu í vinnunni og á að taka það rólega en getur átt von á aðgerð kemur í ljós bara Farðu vel með þig og góða nóttina ljúfust

Brynja skordal, 29.11.2008 kl. 01:25

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fyrst og fremst til hamingju elsku Dóra mín þú ert sko vel að þessu komin alltaf ertu með bros á vör fyrir krakkana og leiðbeinir þeim ef þau leita til þín eins og þú gerir við alla sem eru í þínu lífi.
Elska þig stóra stelpan mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2008 kl. 08:05

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jæja stelpur mínar góðan daginn hér er leiðindaskítur í veðrinu og einnig í mér þó ég sé í góðu skapi fór að sofa kl 8 í gærkveldi, fékk mér eina verkjatöflu og svaf með hléum til 7 í morgun og eigi er það nú betra í dag Er eins og ég hafi orðið undir valtara ef einhver veit hvað það er, en verð að herða mig upp og hreyfa mig eins og ég get í dag ekkert er verra en að liggja í rúminu eftir svona byltu.

Erna mín nei var ekki búin að fá mér í tánna um hádegið í gær sá tími er löngu liðinn

Vona að það gangi vel með karlinn þinn Brynja mín þetta er ekki gott fyrir sálartetrið er svona gerist.

Ja hérna Ía mín hefði ég nú verið að brussast þá hefði ég skilið þetta, en ég bara sveif inn stofuna á leif minni inn í eldhús og pumm.

Hef ekki séð jólatréð en það er ætíð fallegt þarna í reitnum er kveikt á svo mörgum trjám veðrið var nú frekar leiðinlegt svo þau fóru ekki með litla ljósið já og það er sko munur að eiga svona konu sem kyssir á báttið, þau læra þetta frá því þau eru pínu pons og gera svo við okkur, Yndislegt.

Eigið nú góðan dag í dag
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2008 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband