Það góða við þetta, jú gisting innanhúss.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um sofandi mann á Austurvelli um kl. 10 í morgun. Þegar lögreglumenn bar að garði fór maðurinn inn í runna og gekk örna sinna. Að sögn lögreglu var maðurinn drukkinn.

Maðurinn, sem telst til góðkunningja lögreglunnar, var handtekinn og látinn sofa úr sér á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í dag, en honum var sleppt nú síðdegis.

Manninum var hins vegar gert að þrífa upp eftir sig, sem hann gerði.


Þetta er dapurleg frétt, veit ég að svona er algeng þó
við heyrum eigi um þetta blessaða fólk nema ef það gengur
örna sinna utanhúss
í vitna viður vist og það lögreglunnar,
ekki er ég að setja út á löggufólk þau gera bara það sem þeim
er uppálagt og ávallt það besta sem hægt er,
En hvar haldið þið að þetta fólk sem býr á götunni geri þarfir sínar,
Jú í runnum út um allt.
Tel einnig að alþjóð viti hvernig lífið er hjá þessu afvegaleidda fólki
og ætla ég ekki að fara að tala um það hér því eigi bæti ég neitt
úr því þótt ég gæti.
Gott samt að vera myntur á þetta svona annað slagið, skildi þetta
ná inn á rétta staði?????????????????????

Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


mbl.is Gekk örna sinna í runna á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Allt of margir búa við ömurlegar aðstæður.   Eigðu góðan dag Milla.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 06:40

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit að oft á tíðum er þetta afar erfitt viðureignar, en tel samt eigi hafa verið gert nóg í gegnum árin til að sporna við þessu ástandi.
Kveðja úr leiðindaveðri á Húsavík
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.12.2008 kl. 06:53

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ það er sorglegt hvað margir búa við ömurlegar aðstæður og því miður eru stjórnvöld ekki nógu dugleg að gera eitthvað í þessum málum

Eigðu góðan dag Milla mín

Huld S. Ringsted, 1.12.2008 kl. 07:59

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hvar eru þessir gámar sem talað var um í sumar fyrir útigangsfólk?  Dapurleg frétt.

Góðan daginn Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 1.12.2008 kl. 08:59

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla min, þetta er sorglegt að það skuli hvergi vera staður fyrir þetta aumingja fólk

Kristín Gunnarsdóttir, 1.12.2008 kl. 09:09

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gámahúsin áttu víst að koma en engin lóð fékkst undir þau
Já það er víða pottur brotinn.
Knús á ykkur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.12.2008 kl. 09:25

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þau hús sem voru loksins tekin í notkun gögnuðust ekkert, það er enginn sem getur unnið þetta verk skammlaust nema Herinn, það er sko búið að sýna sig, þessvegna skil ég ekki af hverju borgin getur ekki látið þá hafa pening.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 10:38

8 Smámynd: Brynja skordal

Knús inn í daginn þinn Milla mín Elskuleg

Brynja skordal, 1.12.2008 kl. 13:56

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það er gott hjá þér að minnast á þetta.

Kvittinn í góðan dag.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 14:16

10 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Hvernig var með húsnæðismálin sem hún Jórunn lofaði útigangsfólki  fyrir veturinn?  Var það kannski bara í nösunum á henni...eða?

Veit einhver hvort hún stóð við það  frekar en annað sem hún lofaði blessunin.

Knús á þig Milla mín.

Sigríður B Svavarsdóttir, 1.12.2008 kl. 17:22

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það eru ansi margir sem eiga ekki í önnur hús að venda en fangageymslur lögreglunnar. Koma jafnvel oft sjálfir á kvöldin og biðja um gistingu.

Helga Magnúsdóttir, 1.12.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband