Fyrir svefninn.

Vikoría Ósk

 

 

 

 

 

 

Viktoría Ósk.

Ég skildi ekkert í því í gær að litla ljósið mitt vildi fá duddu,
Hún er sko hætt með duddu, en svo er ég fór að skoða myndirnar
sem voru teknar í tívolí í Köpen þá sá ég þessa mynd, þar kom skýringin
hún var ekki búin að gleyma duddunni sem yfirleitt er besti vinur barnsins
er þau eru með hana.

Aþena Aþena Marey, hún gleymir ekki svo glatt því
sem hún ætlar sér.
Hún var hér í gær og afi setti í kaffikönnuna,
var búin að gleyma að hún hjálpar ætíð til við það
svo ég sagði þú gerir það bara á morgun, já já.

Um hádegisbilið vorum við rétt búin að hella okkur
á kaffi er hún birtist og var ekkert smá fúl er við
vorum búin að hella á, en það reddaðist með smá
fortölum.

við vorum síðan að leika okkur við ýmislegt í dag
og fórum svo í pitzzu veislu til Millu og c/o
Þau voru að kaupa sér pitzzaofn og það er engin
smá munur hvað pittzzurnar eru betri úr þessum
ofni.



sig og guðOg svo koma hér englarnir mínir
á Laugum eru þarna á 1 desember
hátíð sem var jafnframt jólahlaðborð.
Það er nú eitthvað lélegur fókus í
þessum myndum hjá mér, kann
ekkert á þetta.










fjaran í Eyvík
Mátti til að setja þessa mynd inn
hún er tekin í fjörunni í Eyvík á
Tjörnesi. Mér finnst hún flott
þessi mynd
.






Nú eru að koma jól og er þá ekki rætt um hana grýlu.

          Grýla kemur á hverjum vetri,
          hún er loðin skinnstakstetri.
          Sú er sagan betri,
          sinn í belg hún fá vill jóð.
          Valka litla vertu góð,
          Valka litla vertu góð,
          vendu þig af að ýla.
          Senn kemur að sækja þig hún Grýla.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Fallegar stelpurnar þínar Milla mín

Huld S. Ringsted, 6.12.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Líney

Góða nótt

Líney, 6.12.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

og falleg myndin úr Eyvíkurfjöru.  Góða nótt

Hólmdís Hjartardóttir, 6.12.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Fallegt fólk og fallegar myndir.  Góða nótt Milla mín.

Sigríður B Svavarsdóttir, 6.12.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg fjaran mín, veit ekki hversu oft ég hef gengið þarna um með pabba mínum það telur í hunduruðum.  GN

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 22:19

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 22:56

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ljúft og fallegt, góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:22

8 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl og takk fyrir kvittin á síðurnar mínar, fallegar myndir og gott ljóð um Grýlu.

Hafðu það sem best, góða nótt Kv Brynja og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:46

9 Smámynd: Brynja skordal

Ljúft að lesa góða nóttina Milla mín Elskuleg

Brynja skordal, 7.12.2008 kl. 00:12

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar nú eru allir í smákökubakstri og eða laufabrauði, Milla mín og hennar fólk fer til Ódu ömmu í laufabrauð í dag.
Þau ætla að gera fyrir gamla settið líka.

Já börnin okkar eru yndisleg og fáum við víst aldrei nóg af að sýna þau og það er bara allt í lagi, við megum vera montnar.

Eyvíkurfjaran er bara flott og þessi mynd er æði.

Ljós í daginn ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2008 kl. 09:18

11 identicon

Þetta eru yndislegar myndir Milla mín svo fallegar litlu og stóru dúllurnar þínar. Mín snúlla bað mig að taka mynd af sér með dudduna vegna þess að þá mátti hún ekki hafa duddu lengur. Hún átti lengi duddu hjá mér, svona leyniduddu en síðan beit hún gat á hana og þá var hún ónýt.  Hún skoðar myndina annað slagið sennilega til þess að upplifa tilfinninguna fyrir því að vera með dudduna.

Knús

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband