Hræðilegt! Og þó.

Það er nú hægt að dæma fyrir allt í henni Ameríku,
asnalegt þessar dúkkur eru svo ólíkar sem mest má vera en
kannski hafa þær náð meiri vinsældum en Barbie.
Eigi skil ég það nú, því þetta eru forljótar dúkkur.

Ég þekki margar sem eiga þvílíkt safn af þessum dúkkum, svo
ég tali nú ekki um alla fylgihlutina og bæði í formi fata og tilbehor
svo og skíðabrekkur, hárgreiðslustofur og bara nefndu það.
Vonandi hætta þeir bara sölu á þeim þá er hægt að fara að selja
þær hæstbjóðanda á netinu, þá væri kannski hægt að fá eitthvað
af þeim tuga þúsunda sem hafa farið í kaup á þessu drasli í gegnum
árin til baka.

Það er nefnilega ekki nóg með að það sé til Bratz heldur var til Barbie
á flestum heimilum fyrir og það allt aftur í það sem mæðurnar geymdu
sem gert var hjá mínum dætrum og eiga barnabörnin mín það núna
og ekki get ég séð að þær leiki sér minna með Barbie.

Svo er þetta leikfangaflóð komið út í öfgar.

Eigið góðan dag í dag
Milla.
Heart


mbl.is Bratz í útrýmingarhættu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum með leikföng hérna fyrir barnabörnin sem eru misspennandi en þar á meðal "byssu" sem er neðrikjálki af kind sem vekur engan sérstakan áhuga hjá okkar krílum. Skýringin er lítill byssuáhugi ekki útlitið..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 11:06

2 identicon

Hér var mikið Bratz-æði og tónlist og mynd og allt það. Ég efast samt um að í heildina sé Bratz vinsælla en Barbie. Fréttin sýnist mér segja frá því að Bratz-framleiðendur notuðu hönnun frá einum innan vébanda síns fyrirtækis og það er aldrei gott.

Spurning um að fara að auglýsa legg og skel bara ... svona upp á þjóðarstemninguna, hmm?

Góðan dag til þín, dúlla.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fínar myndir hér að neðan.  Ljósin þín eru hver önnur fallegri.

Góðan og ljúfan sunnudag Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 7.12.2008 kl. 13:06

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hef aldrei séð þessar dúkkur en eftir myndinni að dæma eru þær bara ljótar.

Helga Magnúsdóttir, 7.12.2008 kl. 17:29

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Milla mín long time no seen hahaha. það gengur svo hægt hjá mér bloggið ég meina vélin mín er örugglega uppfull af myndum svo ég nenni þessu tæplega. Sakna þess samt en sé og fæ kveðju á fésbókinn og finnst vænt um það.

Ég þekki ekki þessi leikföng, það er allt of mikið af þessu drasli - tek undir legg og skel aftur takk. Hafðu það yndislega jólalegt elsku Milla frænka mín, hjartans kveðja, eva

Eva Benjamínsdóttir, 7.12.2008 kl. 17:34

7 Smámynd: Unnur R. H.

Ég heppin að dúllan vill bara Bratz, vill ekki sjá Barbie

Unnur R. H., 7.12.2008 kl. 18:07

8 Smámynd: Erna

Kíkk og knús elsku Milla mín

Erna, 7.12.2008 kl. 18:30

9 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Mér líst betur á BratszKnús Óla

Ólöf Karlsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:20

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dóra mín þær yrðu ríkar ef þær mundi selja safnið sitt, sem er einnig gamalt frá þér og Millu er það ekki?
Takk fyrir daginn og mamma mía áhorfið.
Mamma

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2008 kl. 19:35

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður mín það er eins hjá okkur við höfum eigi mikið úrval af leikföngum, en liti blöð til að teikna á og fara í skólaleik, litabækur
og bækur til að lesa.
Ljós til þím
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2008 kl. 19:37

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Doddi minn ég held að þau vilji bara margt af þessu dóti að því að ALLIR fá svoleiðis, en til dæmis á sumrin er farið í fjöruferðir síðan eru skeljar og kuðungar sem lesnir eru úr fjörunni þvegnir og svo leikið sér að þessu, hjólað og verið í sippó og boltaleikjum.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2008 kl. 19:41

13 Smámynd: Vilborg Auðuns

Ég átti barbí, en svo eignaðist ég strák og ekki vill hann sjá barbí.

Svo hér er til legó og playmobil á þessu heimili. 

Ég skrapp með sörur í borgina í dag og fór í kringluna, og vá hvað fólk verslar ég var svo hissa hér er enginn kreppa miðað við þennan ham sem fólk var í ÓTRÚLEGT, ég kíkti á verðmiðana og þvílík verðhækkun úff. Þetta er bara bilun. Ég labbaði út úr kringlunni án þess að versla neitt.

Kærleiksknús til þín milla mín.

Vilborg Auðuns, 7.12.2008 kl. 19:41

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásdís mín

Ía mín takk fyrir það

Já Helga mín þær eru ljótar en það er víst eigi málið, heldur hvað er inn í það og það skiptið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2008 kl. 19:43

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva mín takk fyrir þitt innlegg já maður reynir að senda kveðju á Facebokk, en hef verið á stundum löt við það.
Eva frænka mín hafðu það einnig jólalegt og gott.
ljós og kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2008 kl. 19:46

16 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.12.2008 kl. 19:47

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Unnur mín þær taka ástfóstri við eitthvað eitt og er það vel, því það eru jú þær sem eiga að leika sér að þessu en ekki við.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2008 kl. 19:47

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós og kærleik til þín Erna mín

Ólöf mín ertu kannski búin að koma þér upp safni, alveg mundi ég trúa þér til þess rugludósin mín.
ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2008 kl. 19:50

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er svo hissa vill drengurinn ekki Barbie jæja kannski á hann eftir að eignast stelpu.
Gott hjá þér að lauma þér bara út úr kringlunni, allt svo dýrt þar.
Ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2008 kl. 19:52

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Margrét mín knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.