Fyrir svefninn.
17.12.2008 | 19:22
Hér sjáið þið alveg yndislega norðurljósamynd, ekki get ég
nú alveg séð hvar hún er tekin.
Þetta er hann litli frændi minn sem kom í heiminn fyrir nokkrum
dögum síðan og þurfti í smá aðgerð, en er nú bara alveg tilbúin
að fara heim með mömmu og pabba.
Og þarna er ég sko vel vakandi, Millu frænku langar til að
taka hann og knúsíknús, velkomin til okkar elsku frændi.
Hann er sonur Hrannar frænku minnar og Óla Gísla mansins hennar.
Hrönn er dóttir Ingólfs bróðir míns og Ingu konu hans og hefur ætíð
verið mikill samgangur hjá okkur og þykir mér undur vænt um þessar
frænkur mínar, þau eiga fjórar stelpur.
Ástu sem á fjögur börn og býr í Danmörku, Hrönn sem á þennan litla og
einn 4 ára, Stefaníu sem á tvær stelpur og svo er það litla stelpan hún
Jórunn mín þessi elska býr einnig í Danmörku þau eru bæði í námi þar.
Þau mega ekkert vera að því strax að eignast börn.
Þetta eru dætur Stefaníu, Karen Sif og Sara María.
Mánasigling.
Mjöllin um miðnættið tindrar
og máninn er kominn hátt.
Á silfurfleyinu sínu
hann siglir í vesturátt.
Á lognöldum ljósrar nætur
hann líður um höfin sín,
unz loksins hann út í blámann
og bliknar, er morgunn skín.
Og munardraumarnir mínir
með honum taka far.
Þeir sigla á silfurfleyi,
er sekkur í dagsins mar.
Magnús Ásgeirsson.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt milla mín og fallegt frændfólk
Hættþþ (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:31
Frábær mynd og til hamingju með alla þessa "gullmola" þína Milla. Eigðu góða nótt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 22:07
Til hamingju!
Heidi Strand, 17.12.2008 kl. 22:19
Flott mynd af norðurljósunumFlotar myndir af börnunum Og flottar myndir af prinsessunumKnús Milla mín er að skríða saman ,ég er búin að grípa allt sem hefur gengiðÓla gamlan hehe
Ólöf Karlsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:07
Falleg börn Góða nótt Milla mín
Sigrún Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:36
Ef það er eitthvað sem ég sakna frá heimalandinu þá eru það norðurljósin. Ég fékk næstum tár í augun þegar ég sá þessa mynd. Hef oftsinnis útlistað fyrir mínum vinum hér um undur norðurljósa dansandi um himinhvolfið heima á Íslandi.
Takk fyrir þetta vinkona.
Ía Jóhannsdóttir, 18.12.2008 kl. 00:45
Góðan og blessaðan daginn elsku vinkona
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.12.2008 kl. 07:25
Góðan daginn kæru vinir, takk fyrir kommentin hjá mér mátti bara til með að setja þessar myndir inn, nú fer ég að gera þetta oftar því ég er komin með græjur til þess.
Ljós í daginn ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2008 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.