Heldur maður sönsun öllu lengur.

Það er spurning, því ruglið er orðið svo mikið í kringum mann
að  manni liggur við sturlun, eða þannig.
Ekki svo sem að ég mundi sturlast yfir neinu, en ofsa reið gæti
ég orðið.

Veist að Jóni Ásgeiri, hefur hann persónulega gert þessu fólki
eitthvað illt? Nú er ég bara að spyrja að því að engin er sekur
fyrr en sekt er sönnuð og ég veit ekki til þess að það sé búið
að dæma hann fyrir hvorki eitt eða neitt.

Ja hérna nú er ég undrandi, Gylfi Arnbjörnsson óánægður með
viðbrögð ríkisstjórnar við áherslum ASÍ.
Hann átti auðvitað að vita um þau.
Það vantar ekki sýndarmennskuna hjá þessu liði sem á að vera í
vinnu fyrir okkur.

Lambakjötið rennur út, sko til matar en eigi annars. það er nú
ekkert undarlegt við það, bæði er það afbragðsgott, allavega
pöntuðu börnin mín lambalæri í matinn á annan í jólum.
Svo er annað innflutt kjöt eins og Hreindýr, fasanar og svo margt
annað er svo dýrt núna að lítið var flutt inn af því.
Ég var með hreindýr í fyrra á aðfangadagskvöld ásamt þessum eilífa
ekki góða hamborgarahrygg, mín skoðun. Núna hef ég hamb.h. fyrir
þá sem vilja það og lambakjöt fyrir mig, við áttum að fá rjúpur, en
það brást. En gott fyrir bændur að lambakjötið rennur út.


Rólegt í kortunum já, sko veðurkortunum, hélt kannski að það væri
verið að tala um landsmálin, en nei það gatekki verið.
En hvaða stálhnefa er verið að tala um eiginlega veit fólk á þingi ekki
að það þarf bara aðeins að pota í stálhnefa þá er úr þeim allt loft og
oftast fara þeir í fýlu.

Jú auðvitað heldur maður sönsum, það á að hækka verð á svefnlyfjum,
en lækka verð á stinningarlyfjum, Bravó bravó fyrir þá sem nota þau lyf,
en þeir sem geta eigi sofið með góðu móti geta bara misst sönsum af svefnleysi.

Jæja ætla nú ekki að hafa áhyggjur af því, hér er verið að baka lagtertur,
Litla ljósið er eitthvað slöpp svo hún er hjá okkur, pabbi hennar þurfti
aðeins niður í skip að vinna.
Englarnir mínir eru sofandi, enda vöktu þær til 5 í morgunn.
förum nú bráðum að leyfa litluni að vekja þær.

Eigið góðan dag í dag
Milla.
Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Ásgeir hefur gert mörgu fólki persónulega illan grikk t.d. með því að setja Glitni á hausinn ásamt því að tæma sjóð 9 Ertu nokkuð blind??

Lovísa (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Erna

Góðan daginn Milla mín, gat ekki stillt mig lengur í bloggfríinu mínu, að kíkja aðeins á þig  Ég slepp nú að mestu við að þurfa að taka lyf sem betur fer. En þarf samt gigtarlyf og blóðþrýstingspillur sem er nógu fjandi dýrt. Fáránlegt finnst mér að lækka verð á þessum stinningspillum og hækka verð á öðrum lyfjum sem eru kannski mun mikilvægari. Er öllum hætt að standa í kreppunni eða hvað  

Farðu nú vel með þig Milla mín ég veit að heilsan þín er ekki upp á það besta núna. Vektu nú stelpurnar og láttu þær taka til hendinni.

Ég fer að vinna í kvöld og fer svo í frí fram að Þorláksmessu en þá byrjar vinnutörn hjá mér sem stendur fram á gamlárskvöld.

Guð gefi þér góðan dag og bestu kveðjur til ykkar allra

Erna, 18.12.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Brynja skordal

Góðan dag Milla mín er nú svo lítið í tölvunni núna nóg að gera og svo er ég líka með orkuboltann ömmuprins núna fram að jólum svo hann þarf mikla athygli hafðu það ljúft með þínu fólki bið kærlega að heilsa Dóru þinni knús til ykkar þarna fyrir norðan Elskuleg

Brynja skordal, 18.12.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Mín er greinilega búin að skanna blöðin í morgun ... Gott hjá þér..

Farðu vel með þig Elskuleg

Sigríður B Svavarsdóttir, 18.12.2008 kl. 11:14

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Eitt veit ég þó að þegar allt var á vonarvöl keypti Jón Ásgeir 365 miðla.

Hafðu góðan dag.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 11:18

6 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ástandið er bara orðið þannig að fólk á ekki fyrir lambakjöti eða hamborgahrygg þannig að þess vegna er fólk farið að ráðast á allt og alla, ég er ekki að mæla því bót en ég skil það vel. Ég veit að ofbeldi bjargar engu en mótmælin hafa nú greinilega haft áhrif, hann labbaði nú út hann Tryggvi í LÍ það þarf að stoppa þetta allt saman þessa spillingu hérna á þessu landi. Maður er alveg búinn að fá slétt nóg af þessu öllu saman

Guðborg Eyjólfsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:47

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 18.12.2008 kl. 16:12

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Lovísa með galopin augu vill bara bíða eftir dómi og svo er þetta fólk sem er að veitast að öðrum, eigi það fólk sem einhver fór illa með.
Skal segja þér svona ef þú skildir ekki vita það eð ég er alveg hlynnt mótmælum, en þau hafa mest að segja ef maður fer að þeim á besta háttinn sem sagt á diplómatísku leiðina.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2008 kl. 16:56

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Erna mín já mér fannst þetta hálf hlægilegt með tiltekin lyf.
Ertu þá að vinna öll jólin?
En verður þá í fríi fram að gamlársdag.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2008 kl. 16:58

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brynja mín já það er mikið að stússast svo ekki er mikill tími fyrir tölvuna,
það er svo margt að útrétta og svo erum við bara að njóta þess að vera saman, það er fiskiveisla í kvöld sem Dóra sér um.
Hafðu það skemmtilegt með ömmuprinsinum.
Ljós til þín og þinna

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2008 kl. 17:00

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín skanna blöðin á hverjum morgni og svo fæ ég upplýsingar á silfurfati frá Gísla úr því sem hann er að fylgjast með.
Ég hef alveg mínar skoðanir bíddu bara og sjáðu eftir áramót.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2008 kl. 17:03

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Ragna mín það er ekki það sem ég er að tala um heldur að það er eigi búið að dæma manninn fyrir neitt og þá á ekki að ráðast að honum.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2008 kl. 17:05

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkomin heim Silla mín og rétt hjá þér mest um vert er að allir nái vel saman um jólin og það veit ég að við gerum bæði þín fjölskylda og mín.
Ljós til þín og þinna
Milla og co

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2008 kl. 17:07

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég veit allt um það Guðborg mín margir eiga ekki fyrir mat og fólk er orðið þreytt og reitt, en það bjargar ekki fólki að við hafa ofbeldi þó það sé að mótmæla, sem ég er alsekki á móti, ég vildi að ég væri ung í dag því ég mundi taka þátt.
Ljós til þín og þinna
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2008 kl. 17:11

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín Hólmdís mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2008 kl. 17:11

16 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Milla mín

 Jón Ásgeit kom fram í þætti í silfrinu og sagðist hafa tapað  miklum fjármunum. á sama tíma var hann að kaupa 365 miðla.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 17:31

17 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Milla mín

 Jón Ásgeit kom fram í þætti í silfrinu og sagðist hafa tapað  miklum fjármunum. á sama tíma var hann að kaupa 365 miðla. Þetta er ekki að ráðast á fólk þetta eru bara staðreyndir.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 17:34

18 identicon

Mikið er ég sammála þér með hamborgarhrygginn Milla mín það verður líka eldað sér fyrir mig á aðfangadag ég er búin að kaupa mér kalkún hann fer að minnst kosti betur í minn skrokk heldur en saltað svín.

Mikið ljós og kærleikur fyrir þig.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 18:27

19 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Milla mín ég verð að svara þessu. Jón Ásgeir er einn mesti klækjarefur Íslandssögunnar. Hann er meðal þeirra auðmanna sem settu Ísland á hausinn. Þess vegna er svona komið fyrir okkur. Ungt ábyrgt fólk sem keypti sér kannski húsnæði fyrir sig og litlu börnin sín lifa í martröð í dag. Öryrkjar og námsmenn erlendis fá laun/lán sín mjög skert vegna gengisins. Fjölmargir eru atvinnulausir og sjá ekkert framundan. Barnabörnin okkar eru skuldsett.  Ef þessir um 30 manna hópur auðmanna hefðu stundað sína iðju í Bandaríkjunum eða bara á hinum Norðurlöndunum þá væru þeir í fangelsi. Varð að segja þetta. Kærleikskveðja til þín.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 19:29

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Ragna mín og Sólveig ég er eigi að segja að Jón Ásgeir sé ekki sekur um eitthvað, en það fólk sem veittist að honum í miðbænum er bara ekki að gera rétta hluti að mínu mati.

Er það fáeinum mönnum að kenna að svona er komið fyrir okkur, það held ég ekki og ég er ekki að taka upp hanskann fyrir neinum, en vill endilega sjá fakta áður en ég dæmi fólk.

Svo þarf enga peninga til að kaupa 365 bara taka við skuldum að mestu.

Það sem ég er að rita hér að ofan ef þið viljið lesa það aftur er bara um það að veist var að manninum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2008 kl. 20:40

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín sammála erum við held bara að ég eldi mér líka fuglakjöt,
manni verður bara illt af hamb.h.
Takk fyrir ljósið mér veitir ekki af.
Knús í krús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.12.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.