Fyrir svefninn.
18.12.2008 | 21:22
Eins og hjá öllum er nóg að gera hjá mér þó ég megi og geti
ekki neitt. Við fórum í búð í dag og kláruðum að kaupa allt sem
vantaði nema það sem kaupa þarf á Þorláksmessu eins og rjóma
og mjólk.
Í kvöld borðuðum við saman og Dóra mín eldaði, það var fiskiveisla
o la Dóra. Kaffi og brún lagterta á eftir sem hún var að baka í dag,
ég bað um gyðingakökur, borða eigi svona brúnt tertusull.
Litla ljósið er rétt nýfarin heim Tvíburarnir fóru með hana, því hún var
ekki tilbúin að fara er þau fóru mamma hennar og pabbi, en vildi
samt ekki sofa.
Mig var að dreyma.
Þögnin og ástin
eru systur.---
Mig var að dreyma
að ég væri kysstur.
Eg mætti í svefninum
mjúkum vörum.
Eg vaknaði einn,
---þú varst á förum.
Eg hefði kosið þér
kærsta óðinn.
En þögnin fjötraði
þrána og ljóðin.
Hún oft mig vefur
í arma sína
og stingur svefnþorni
söngva mína.
Magnús Ásgeirsson.
Góða nótt
Athugasemdir
Fallegt. Takk fyrir daginn kæra Milla og eigðu góða nótt og vonandi góðan dag fyrir höndum. Kær kveðja úr jólasnjónum í Mosó.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:31
Góða nótt gæska..
Sigríður B Svavarsdóttir, 18.12.2008 kl. 21:50
Dugnaðar forkur bara búin að öllu, ég ætla nú í fyrstu og seinustu innkaupaferðina til Akureyrar á laugardaginn. Kvitt og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.12.2008 kl. 22:09
Sigrún Jónsdóttir, 19.12.2008 kl. 00:19
Hólmdís Hjartardóttir, 19.12.2008 kl. 00:43
Kæra Milla kærleikur til þín
Ásgerður
egvania, 19.12.2008 kl. 04:10
Huld S. Ringsted, 19.12.2008 kl. 07:57
Bara að táta vita af því að þessi stelpa mín vissi ekki að ég borðaði morgunmat kl 7 og heyrði sko alveg í henni er hún fór frammúr, en maður má nú stundum kúra
Góðan daginn kæru vinir og takk fyrir hlýjar kveðjur. hef hugsað mér að vera bara stillt í dag, má ekki vera bara í rúminu yfir jólin.
Ljós í daginn ykkar
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.12.2008 kl. 10:28
Góðan dag mín kæra
Ég ætla að fara að fordæmi þínu og klára innkaupin í dag og á morgun,þannig að einungis ferskvaran,mjólk,rjómi og þ.h sé eftir til þorláksmessu eða jafnvel aðfangadagsmorguns,hef þurft í búð á aðfangadag og þá var engin röð eða ys og þys eins og á þollák,sé bara til með þetta... knús og kyss norðurvonandi hafið þið það sem allra best
Líney, 19.12.2008 kl. 10:32
Góðan daginn Milla mín. Hér er snjór og yndislegt veður. Er svona að huga að því hvað þarf að kaupa, strákurinn fer í það eftir helgi með pabba sínum. Kveðja norður.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.